Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar 9. maí 2025 00:11 Samfélagstúlkun raddmála er sennilega algengasta túlkun í heimi og snýst um samtalstúlkun þar sem heyrandi innflytjendur, sem ekki tala þjóðartunguna (íslensku í okkar tilviki) og innlendir sérfræðingar og þjónustuaðilar þurfa að eiga nauðsynleg samskipti, til dæmis á heilsugæslum, hjá félagsþjónustum, á foreldrafundum skóla og svo framvegis. Tilgangur samfélagstúlkunar er að skapa skilning, að gera samtalið mögulegt. Samkvæmt íslenskum lögum er innflytjendum tryggð túlkun í ýmsum þjónustukerfum og má þar helst nefna dóms-, heilbrigðis-, félags- og menntakerfið. Hérlendis fer fram mjög mikil túlkun og ætla má að flest fólk sem starfar í þjónustu við almenning noti túlkaþjónustu, jafnvel oft á dag, alla daga. Það er tiltölulega nýtt ástand en það er eðlilegur þáttur í að samfélagið hefur þróast hratt frá því að vera mjög einsleitt í að vera fjölmenningarsamfélag þar sem hátt á annað hundrað tungumál eru töluð. Túlkun er erfitt starf og túlkar eru ekki gangandi orðabækur, eins og fólk virðist gjarnan halda. Túlkun krefst góðrar færni í tveimur tungumálum og mikillar þjálfunar. Fólk sem ekki hefur prófað að túlka á oft erfitt með að gera sér grein fyrir því hversu flókið ferli túlkun er, en það eru að minnsta kosti 8 mismunandi hugrænar aðgerðir fólgnar í túlkun og aldrei færri en tvær þeirra í gangi samtímis. „Heyrðu, þú talar pólsku, viltu ekki bara túlka fyrir mig?“ Hérlendis er gríðarlegur skortur á túlkum með menntun í túlkun, þó það hafi reyndar lagast nokkuð, sérstaklega síðan símenntunarstöðvarnar – að frumkvæði Mímis – hófu kennslu árið 2020. Þau námskeið eru stutt og þeim lýkur án prófs. Háskóli Íslands útskrifar samfélagstúlka úr 60 eininga námi á BA-stigi, þar sem túlkar öðlast aukna færni og fagmennsku, en aðsókn hefur litast af því að fyrirhöfnin skilar sér ekki endilega í formi fleiri eða betri verkefna eða hærri launa eftir útskrift. Þetta er mjög bagalegt því menntun er forsenda fagmennsku. Við ættum ekki að sætta okkur við neitt annað en háskólamenntaða túlka. Gerðar eru kröfur um fagmennsku opinberra starfsmanna. Læknir fær til dæmis ekki lækningaleyfi nema eftir um það bil áratugs langt háskólanám með mikilli verklegri þjálfun og ítrekuðum prófum. Hérlendis eru ekki gerðar kröfur um almenna menntun túlka – ekki stúdentspróf og ekki einu sinni grunnskólapróf – og ekki heldur um að þeir hafi menntun í túlkun sem fagi. Á okkur í alvöru að finnast ásættanlegt að það sem hinn hámenntaði læknir eða sérfræðingur hefur að segja hljómi kannski eins og hann viti varla sínu viti, af því að ekki er gerð krafa um að túlkurinn hans sé með menntun í sínu fagi? Hvers vegna er aðeins ætlast til þess að þjónustuveitendur séu menntaðir en ekki túlkarnir þeirra? Í mínum huga eru það misvísandi skilaboð um þá þjónustu sem opinberar stofnanir eiga að veita: er í lagi að eingöngu íslenskumælandi þjónustuþegum hins opinbera sé tryggð fagleg þjónusta en hjá öðrum (þ.e. innflytjendum) sé það tilviljun, bara heppni í túlkahappdrættinu? Ég mæli með að hérlendis verði, að erlendri fyrirmynd, komið á fót opinberri skrá yfir túlka sem hafa uppfyllt ákveðin hæfnisskilyrði og að hið opinbera taki stefnumótandi ákvörðun um að sætta sig ekki við að notaðir yrðu óskráðir og ómenntaðir túlkar, að túlkar með góða menntun yrðu látnir ganga fyrir um verkefni og þeir fengju umbun samkvæmt því. Við þurfum að ná í skottið á okkur Mig grunar að opinberar stofnanir hafi ekki alltaf fengið fjármagn til móts við aukna þörf fyrir túlkun. Ef svo er, hafa þær þurft að færa fjármuni frá eiginlegu lögbundna hlutverki sínu til að greiða kostnað við túlkun. Þetta þarf að leiðrétta svo hvorugt íþyngi hinu. Okkur ber skylda til að túlka, bæði samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðasamningum. Á meðan Íslendingar standa ekki margfalt betur að íslenskukennslu fyrir innflytjendur en gert er, er auk þess tómt mál að tala um að sleppa túlkun, eins og leikmenn hafa lagt til. Það væri að spara aurinn og henda krónunni, þar sem mistök vegna misskilnings í samskiptum á báða bóga geta verið óheyrilega kostnaðarsöm í krónum talið og valdið mikilli mannlegri þjáningu að óþörfu. Túlkun er ekki kostnaðarsöm ef hún er skoðuð í heildrænu samhengi. Íslenskt hagkerfi nýtur góðs af aðflutningi fólks og það er eðlilegt að hluti af þeim ágóða fari í að túlka fyrir þetta sama fólk. Það er í tísku árið 2025 að tala um innviðaskuld. Við erum langt á eftir þeim þjóðum sem við viljum bera okkur saman við hvað varðar tölfræðilegt efni og gagnasöfnun um túlkun á Íslandi, varðandi lagasetningu, fyrirkomulag útboða og meðferð opinberra fjármuna, túlkaskrá, gæðastjórnun og gæðaeftirlit, kröfur um menntun túlka, tilboð um menntun til túlka, menntun þjónustuveitenda í vinnu með túlkum, hvað varðar réttindi túlka á vinnumarkaði og launamál þeirra – en þau eru ekki gagnsæ eins og er – og síðast en ekki síst hvað varðar rannsóknir og alþjóðlegt samstarf. Það vantar mælaborð og það vantar yfirsýn. Ráðuneyti óskast Mér finnst ég skynja á þjónustuveitendum að við séum að verða komin að ákveðnum þolmörkum, meðal annars vegna ofantalinna atriða, og að mál sé að taka heildstæða ábyrgð á fyrirkomulagi túlkunar hérlendis. Til þess þarf pólitískan vilja. Ég skora á stjórnmálafólk að vinna fagmennsku í samfélagstúlkun á Íslandi brautargengi. Slíkt stuðlar að inngildingu íbúa af fjölbreyttum uppruna og árangursríkum samskiptum í okkar fjölmenningarlega nútímasamfélagi. Þrátt fyrir gríðarlega aukningu á umfangi túlkunar undanfarin ár hefur mér vitanlega ekkert eitt ráðuneyti tekið ábyrgð á túlkun sem slíkri og haft forystu um að vinda upp slakann. Ég lýsi hér með eftir ráðuneyti sem tekur túlkunarmálin að sér af alvöru. Í því felst að ráða sérfræðinga á sviði túlkunarfræða til starfa í ráðuneytið til að móta faglega og heildræna stefnu Íslands um túlkunarmál byggða á þekkingu, að tryggja fjármagn til að framkvæma þá stefnu og fylgja henni eftir þar til staðan er orðin ásættanleg, einnig að viðhalda síðan ásættanlegu ástandi til frambúðar þannig að okkur sé sómi að. Þetta er ekki átaksverkefni með lokadagsetningu, því túlkunin er ekkert að fara. Höfundur kennir samfélagstúlkun við símenntunarstöðvar um land allt og við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Samfélagstúlkun raddmála er sennilega algengasta túlkun í heimi og snýst um samtalstúlkun þar sem heyrandi innflytjendur, sem ekki tala þjóðartunguna (íslensku í okkar tilviki) og innlendir sérfræðingar og þjónustuaðilar þurfa að eiga nauðsynleg samskipti, til dæmis á heilsugæslum, hjá félagsþjónustum, á foreldrafundum skóla og svo framvegis. Tilgangur samfélagstúlkunar er að skapa skilning, að gera samtalið mögulegt. Samkvæmt íslenskum lögum er innflytjendum tryggð túlkun í ýmsum þjónustukerfum og má þar helst nefna dóms-, heilbrigðis-, félags- og menntakerfið. Hérlendis fer fram mjög mikil túlkun og ætla má að flest fólk sem starfar í þjónustu við almenning noti túlkaþjónustu, jafnvel oft á dag, alla daga. Það er tiltölulega nýtt ástand en það er eðlilegur þáttur í að samfélagið hefur þróast hratt frá því að vera mjög einsleitt í að vera fjölmenningarsamfélag þar sem hátt á annað hundrað tungumál eru töluð. Túlkun er erfitt starf og túlkar eru ekki gangandi orðabækur, eins og fólk virðist gjarnan halda. Túlkun krefst góðrar færni í tveimur tungumálum og mikillar þjálfunar. Fólk sem ekki hefur prófað að túlka á oft erfitt með að gera sér grein fyrir því hversu flókið ferli túlkun er, en það eru að minnsta kosti 8 mismunandi hugrænar aðgerðir fólgnar í túlkun og aldrei færri en tvær þeirra í gangi samtímis. „Heyrðu, þú talar pólsku, viltu ekki bara túlka fyrir mig?“ Hérlendis er gríðarlegur skortur á túlkum með menntun í túlkun, þó það hafi reyndar lagast nokkuð, sérstaklega síðan símenntunarstöðvarnar – að frumkvæði Mímis – hófu kennslu árið 2020. Þau námskeið eru stutt og þeim lýkur án prófs. Háskóli Íslands útskrifar samfélagstúlka úr 60 eininga námi á BA-stigi, þar sem túlkar öðlast aukna færni og fagmennsku, en aðsókn hefur litast af því að fyrirhöfnin skilar sér ekki endilega í formi fleiri eða betri verkefna eða hærri launa eftir útskrift. Þetta er mjög bagalegt því menntun er forsenda fagmennsku. Við ættum ekki að sætta okkur við neitt annað en háskólamenntaða túlka. Gerðar eru kröfur um fagmennsku opinberra starfsmanna. Læknir fær til dæmis ekki lækningaleyfi nema eftir um það bil áratugs langt háskólanám með mikilli verklegri þjálfun og ítrekuðum prófum. Hérlendis eru ekki gerðar kröfur um almenna menntun túlka – ekki stúdentspróf og ekki einu sinni grunnskólapróf – og ekki heldur um að þeir hafi menntun í túlkun sem fagi. Á okkur í alvöru að finnast ásættanlegt að það sem hinn hámenntaði læknir eða sérfræðingur hefur að segja hljómi kannski eins og hann viti varla sínu viti, af því að ekki er gerð krafa um að túlkurinn hans sé með menntun í sínu fagi? Hvers vegna er aðeins ætlast til þess að þjónustuveitendur séu menntaðir en ekki túlkarnir þeirra? Í mínum huga eru það misvísandi skilaboð um þá þjónustu sem opinberar stofnanir eiga að veita: er í lagi að eingöngu íslenskumælandi þjónustuþegum hins opinbera sé tryggð fagleg þjónusta en hjá öðrum (þ.e. innflytjendum) sé það tilviljun, bara heppni í túlkahappdrættinu? Ég mæli með að hérlendis verði, að erlendri fyrirmynd, komið á fót opinberri skrá yfir túlka sem hafa uppfyllt ákveðin hæfnisskilyrði og að hið opinbera taki stefnumótandi ákvörðun um að sætta sig ekki við að notaðir yrðu óskráðir og ómenntaðir túlkar, að túlkar með góða menntun yrðu látnir ganga fyrir um verkefni og þeir fengju umbun samkvæmt því. Við þurfum að ná í skottið á okkur Mig grunar að opinberar stofnanir hafi ekki alltaf fengið fjármagn til móts við aukna þörf fyrir túlkun. Ef svo er, hafa þær þurft að færa fjármuni frá eiginlegu lögbundna hlutverki sínu til að greiða kostnað við túlkun. Þetta þarf að leiðrétta svo hvorugt íþyngi hinu. Okkur ber skylda til að túlka, bæði samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðasamningum. Á meðan Íslendingar standa ekki margfalt betur að íslenskukennslu fyrir innflytjendur en gert er, er auk þess tómt mál að tala um að sleppa túlkun, eins og leikmenn hafa lagt til. Það væri að spara aurinn og henda krónunni, þar sem mistök vegna misskilnings í samskiptum á báða bóga geta verið óheyrilega kostnaðarsöm í krónum talið og valdið mikilli mannlegri þjáningu að óþörfu. Túlkun er ekki kostnaðarsöm ef hún er skoðuð í heildrænu samhengi. Íslenskt hagkerfi nýtur góðs af aðflutningi fólks og það er eðlilegt að hluti af þeim ágóða fari í að túlka fyrir þetta sama fólk. Það er í tísku árið 2025 að tala um innviðaskuld. Við erum langt á eftir þeim þjóðum sem við viljum bera okkur saman við hvað varðar tölfræðilegt efni og gagnasöfnun um túlkun á Íslandi, varðandi lagasetningu, fyrirkomulag útboða og meðferð opinberra fjármuna, túlkaskrá, gæðastjórnun og gæðaeftirlit, kröfur um menntun túlka, tilboð um menntun til túlka, menntun þjónustuveitenda í vinnu með túlkum, hvað varðar réttindi túlka á vinnumarkaði og launamál þeirra – en þau eru ekki gagnsæ eins og er – og síðast en ekki síst hvað varðar rannsóknir og alþjóðlegt samstarf. Það vantar mælaborð og það vantar yfirsýn. Ráðuneyti óskast Mér finnst ég skynja á þjónustuveitendum að við séum að verða komin að ákveðnum þolmörkum, meðal annars vegna ofantalinna atriða, og að mál sé að taka heildstæða ábyrgð á fyrirkomulagi túlkunar hérlendis. Til þess þarf pólitískan vilja. Ég skora á stjórnmálafólk að vinna fagmennsku í samfélagstúlkun á Íslandi brautargengi. Slíkt stuðlar að inngildingu íbúa af fjölbreyttum uppruna og árangursríkum samskiptum í okkar fjölmenningarlega nútímasamfélagi. Þrátt fyrir gríðarlega aukningu á umfangi túlkunar undanfarin ár hefur mér vitanlega ekkert eitt ráðuneyti tekið ábyrgð á túlkun sem slíkri og haft forystu um að vinda upp slakann. Ég lýsi hér með eftir ráðuneyti sem tekur túlkunarmálin að sér af alvöru. Í því felst að ráða sérfræðinga á sviði túlkunarfræða til starfa í ráðuneytið til að móta faglega og heildræna stefnu Íslands um túlkunarmál byggða á þekkingu, að tryggja fjármagn til að framkvæma þá stefnu og fylgja henni eftir þar til staðan er orðin ásættanleg, einnig að viðhalda síðan ásættanlegu ástandi til frambúðar þannig að okkur sé sómi að. Þetta er ekki átaksverkefni með lokadagsetningu, því túlkunin er ekkert að fara. Höfundur kennir samfélagstúlkun við símenntunarstöðvar um land allt og við Háskóla Íslands.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar