Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2025 11:30 Manchester United er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar en mætir þar Tottenham. Annað þessara liða kemst í Meistaradeildina á næstu leiktíð en hitt fer ekki í neina Evrópukeppni. Getty/Jose Breton Í fyrsta sinn í sögu Meistaradeildar Evrópu mun eitt land eiga sex lið í keppninni á næstu leiktíð, nú þegar ljóst er orðið að sex lið úr ensku úrvalsdeildinni verða í hópi þeirra 36 sem spila í Meistaradeildinni í haust. Þetta er niðurstaðan eftir að Tottenham og Manchester United komust bæði áfram úr undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöld. Þar með er ljóst að annað þessara liða, sem sitja aðeins í 16. og 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, mun fara í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Úrslitaleikurinn á milli liðanna fer fram í Bilbao miðvikudagskvöldið 21. maí. Áður höfðu ensku liðin náð svo góðum árangri í Evrópukeppnum í vetur að þau tryggðu Englandi eitt aukasæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, en tvær bestu landsdeildir Evrópu hverju sinni fá slíkt aukasæti. Fimm efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni munu því komast í Meistaradeildina. Meistarar Liverpool eru eina liðið sem þegar hefur tryggt sér eitt af þessum fimm sætum. Þegar þrjár umferðir eru eftir af úrvalsdeildinni skilja aðeins sjö stig að Arsenal í 2. sæti og Aston Villa í 7. sæti, og því ljóst að hart verður barist um að enda í hópi fimm efstu liðanna. Staðan í ensku úrvalsdeildinni þegar þrjár umferðir eru eftir. Liðið sem endar í 8. sæti gæti komist í Sambandsdeild Evrópu og fimm efstu liðin komast í Meistaradeildina.Vísir Liðin sem enda fyrir neðan 5. sæti geta einnig komist í Evrópukeppni á næstu leiktíð, í Evrópudeildina eða Sambandsdeildina, og það gæti í besta falli farið svo að England eigi tíu lið í Evrópukeppnum á næstu leiktíð. Öruggt er að níu ensk lið komast í Evrópukeppni og staðan er svona núna: Meistaradeildin: 1.-5. sæti í úrvalsdeildinni og Manchester United eða Tottenham. Evrópudeildin: 6. sæti í úrvalsdeildinni og bikarmeistarar. Sambandsdeildin: Newcastle sem deildabikarmeistari. Þetta kemur þó til með að breytast. Ef til dæmis Newcastle endar í hópi fimm efstu liða og kemst í Meistaradeildina, þá fær liðið í 7. sæti úrvalsdeildarinnar sæti í Sambandsdeildinni. Svo er spurning hvernig bikarúrslitaleikur Manchester City og Crystal Palace fer. Ef City vinnur og endar meðal sex efstu í úrvalsdeildinni þá fær liðið í 7. sæti úrvalsdeildarinnar sæti í Evrópudeildinni, og liðið í 8. sæti færi í Sambandsdeildina. Það gæti einnig haft áhrif ef Chelsea vinnur Real Betis í úrslitaleik Sambandsdeildarinar 28. maí, sem skilar þáttökurétti í Evrópudeildinni, en það hefur ekki áhrif ef Chelsea endar einnig í hópi fimm efstu í úrvalsdeildinni. England gæti fræðilega séð eignast alls tíu lið í Evrópukeppnum ef að Palace verður bikarmeistari og Chelsea vinnur Sambandsdeildina en endar í 7. sæti úrvalsdeildarinnar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira
Þetta er niðurstaðan eftir að Tottenham og Manchester United komust bæði áfram úr undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöld. Þar með er ljóst að annað þessara liða, sem sitja aðeins í 16. og 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, mun fara í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Úrslitaleikurinn á milli liðanna fer fram í Bilbao miðvikudagskvöldið 21. maí. Áður höfðu ensku liðin náð svo góðum árangri í Evrópukeppnum í vetur að þau tryggðu Englandi eitt aukasæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, en tvær bestu landsdeildir Evrópu hverju sinni fá slíkt aukasæti. Fimm efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni munu því komast í Meistaradeildina. Meistarar Liverpool eru eina liðið sem þegar hefur tryggt sér eitt af þessum fimm sætum. Þegar þrjár umferðir eru eftir af úrvalsdeildinni skilja aðeins sjö stig að Arsenal í 2. sæti og Aston Villa í 7. sæti, og því ljóst að hart verður barist um að enda í hópi fimm efstu liðanna. Staðan í ensku úrvalsdeildinni þegar þrjár umferðir eru eftir. Liðið sem endar í 8. sæti gæti komist í Sambandsdeild Evrópu og fimm efstu liðin komast í Meistaradeildina.Vísir Liðin sem enda fyrir neðan 5. sæti geta einnig komist í Evrópukeppni á næstu leiktíð, í Evrópudeildina eða Sambandsdeildina, og það gæti í besta falli farið svo að England eigi tíu lið í Evrópukeppnum á næstu leiktíð. Öruggt er að níu ensk lið komast í Evrópukeppni og staðan er svona núna: Meistaradeildin: 1.-5. sæti í úrvalsdeildinni og Manchester United eða Tottenham. Evrópudeildin: 6. sæti í úrvalsdeildinni og bikarmeistarar. Sambandsdeildin: Newcastle sem deildabikarmeistari. Þetta kemur þó til með að breytast. Ef til dæmis Newcastle endar í hópi fimm efstu liða og kemst í Meistaradeildina, þá fær liðið í 7. sæti úrvalsdeildarinnar sæti í Sambandsdeildinni. Svo er spurning hvernig bikarúrslitaleikur Manchester City og Crystal Palace fer. Ef City vinnur og endar meðal sex efstu í úrvalsdeildinni þá fær liðið í 7. sæti úrvalsdeildarinnar sæti í Evrópudeildinni, og liðið í 8. sæti færi í Sambandsdeildina. Það gæti einnig haft áhrif ef Chelsea vinnur Real Betis í úrslitaleik Sambandsdeildarinar 28. maí, sem skilar þáttökurétti í Evrópudeildinni, en það hefur ekki áhrif ef Chelsea endar einnig í hópi fimm efstu í úrvalsdeildinni. England gæti fræðilega séð eignast alls tíu lið í Evrópukeppnum ef að Palace verður bikarmeistari og Chelsea vinnur Sambandsdeildina en endar í 7. sæti úrvalsdeildarinnar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira