Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2025 13:38 Tobias Thyberg sagði af sér aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann var skipaður þjóðaröryggisráðgjafi sænsku ríkisstjórnarinnar. Vísir/Getty Nýskipaður þjóðaröryggisráðgjafi sænsku ríkisstjórnarinnar steig til hliðar sama dag og hann var skipaður eftir að gamlar nektarmyndir af honum af stefnumótasíðu skutu upp kollinum. Forsætisráðherrann segir málið alvarlegt. Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Tobias Thyberg var skipaður þjóðaröryggisráðgjafi sænsku stjórnarinnar í gær fékk stjórnarráðið nafnlausan póst með nektarmyndum af honum af stefnumótasíðu. Sænska ríkisútvarpið segir að myndirnar séu sex til sjö ára gamlar. Thyberg átti að ferðast með Ulf Kristersson, forsætisráðherra, á fund með evrópskum leiðtogum um varnarmál í Osló í dag. Hætt var við það eftir að sænsk dagblað spurðist fyrir um myndirnar. Sænska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni Kristersson að algerlega nýjar persónuupplýsingar um Thyberg hefðu borist skömmu eftir að hann var skipaður þjóðaröryggisráðgjafi. Stjórnarráðið hefði ekki haft upplýsingar um myndirnar. Sérfræðingar telja að myndirnar hefðu gert Thyberg útsettan fyrir kúgunum. Kristersson forsætisráðherra segist harma uppákomuna. „Að leyna upplýsingum sem hefðu haft mikla þýðingu fyrir öryggisheimild er mjög alvarlegt, eins og allir geta skilið,“ sagði forsætisráðherrann. Thyberg sjálfur viðurkennir að hann hefði átt að upplýsa um myndirnar en það hafi hann hins vegar ekki gert. Myndirnar komu af stefnumótaforritinu Grindr sem er sérstaklega vinsælt á meðal samkynhneigðra karla. „Ég hef því tilkynnt að ég ætli mér ekki að þiggja stöðu þjóðaröryggisráðgjafa,“ sagði hann. Málið er ekki síst vandræðalegt fyrir sænsku ríkisstjórnina því forveri Thyberg í stöðu þjóðaröryggisráðgjafa þurfti að hætta vegna hneykslismála. Hann er nú ákærður fyrir vanrækslu í meðferð ríkisleyndarmála en hann neitar sök. Svíþjóð Klám Öryggis- og varnarmál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Tobias Thyberg var skipaður þjóðaröryggisráðgjafi sænsku stjórnarinnar í gær fékk stjórnarráðið nafnlausan póst með nektarmyndum af honum af stefnumótasíðu. Sænska ríkisútvarpið segir að myndirnar séu sex til sjö ára gamlar. Thyberg átti að ferðast með Ulf Kristersson, forsætisráðherra, á fund með evrópskum leiðtogum um varnarmál í Osló í dag. Hætt var við það eftir að sænsk dagblað spurðist fyrir um myndirnar. Sænska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni Kristersson að algerlega nýjar persónuupplýsingar um Thyberg hefðu borist skömmu eftir að hann var skipaður þjóðaröryggisráðgjafi. Stjórnarráðið hefði ekki haft upplýsingar um myndirnar. Sérfræðingar telja að myndirnar hefðu gert Thyberg útsettan fyrir kúgunum. Kristersson forsætisráðherra segist harma uppákomuna. „Að leyna upplýsingum sem hefðu haft mikla þýðingu fyrir öryggisheimild er mjög alvarlegt, eins og allir geta skilið,“ sagði forsætisráðherrann. Thyberg sjálfur viðurkennir að hann hefði átt að upplýsa um myndirnar en það hafi hann hins vegar ekki gert. Myndirnar komu af stefnumótaforritinu Grindr sem er sérstaklega vinsælt á meðal samkynhneigðra karla. „Ég hef því tilkynnt að ég ætli mér ekki að þiggja stöðu þjóðaröryggisráðgjafa,“ sagði hann. Málið er ekki síst vandræðalegt fyrir sænsku ríkisstjórnina því forveri Thyberg í stöðu þjóðaröryggisráðgjafa þurfti að hætta vegna hneykslismála. Hann er nú ákærður fyrir vanrækslu í meðferð ríkisleyndarmála en hann neitar sök.
Svíþjóð Klám Öryggis- og varnarmál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira