Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. maí 2025 23:32 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ. Vísir/ívar Formaður KSÍ segir fyrirhugaða framkvæmd Reykjavíkurborgar að nýju skólaþorpi við Laugardalshöll vera vanhugsaða og illa skipulagða. Það blasi illa við sambandinu að troða eigi áformunum í gegnum kerfið. Reisa á rúmlega tvö þúsund fermetra skólaþorp í Laugardalnum og verður nýr grunnskóli steinsnar frá íþróttamannvirkjum í Laugardal. Syðri innkeyrslu af Reykjavegi inn á bílastæði Laugardalsvallar verði lokað og bílstæðið syðst við völlin tekið undir skólaþorpið. Skólinn verður á milli Laugardalsvallar, svæði Þróttar og svæðis þar sem ný þjóðarhöll á að rísa. KSÍ hefur lýst yfir ósætti vegna áformanna síðan í janúar. Fyrst hafi verið lagt upp með að reisa litla gámabyggð fyrir leikskóla. Stærri framkvæmdir blasi illa við sambandinu og segir formaður KSÍ áformin vanhugsuð. „Þetta er orðið stærra en var ætlast til og komið lengra inn á næsta bílaplan við hliðina á okkur. Þetta hugnast okkur ekki vel af ýmsum ástæðum. Framundan eru framkvæmdir á þjóðarhöll og hér er leikvangurinn okkar í framkvæmdum svo það verður gríðarleg traffík hér í Laugardalnum,“ segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ. Færri bílastæði á svæðinu muni bitna á íbúum og telur Þorvaldur að vegfarendur muni leggja í auknu mæli í íbúðargötum í grennd við völlinn. Framkvæmdirnar muni hamla aðgangi sjúkrabíla að svæðinu. „Við gerum okkur alveg grein fyrir vandamálum í skólamálum í Reykjavíkurborg og við höfum alveg verið tilbúin til að hjálpa og höfum gert það hér með því að nýta húsnæðið okkar í Laugardalnum. Hér erum við að fara byggja stúkur og annað. Hvort það megi ekki samnýta og byggja þar inn í stúkurnar skólaumhverfi þar tímabundið,“ segir hann. Fyrirhugaðar framkvæmdir séu illa skipulagðar. KSÍ fundaði með starfsmönnum Reykjavíkurborgar í gær og töluðu þar fyrir daufum eyrum. Beðið er eftir fundi með nýjum borgarstjóra. „Það var stuttur fundur þar sem við stoppuðum og lýstum því að þetta myndi ekki hugnast okkur og að okkur þætti vænt um að þetta yrði endurskoðað. Hvort menn ætla reyna halda áfram að reyna koma þessu í gegnum kerfið og bara troða þessu í gegn án þess að fá skoðun annarra það verður fróðlegt að sjá,“ segir Þorvaldur. Deilur um skólahald í Laugardal KSÍ Reykjavík Byggðamál Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Reisa á rúmlega tvö þúsund fermetra skólaþorp í Laugardalnum og verður nýr grunnskóli steinsnar frá íþróttamannvirkjum í Laugardal. Syðri innkeyrslu af Reykjavegi inn á bílastæði Laugardalsvallar verði lokað og bílstæðið syðst við völlin tekið undir skólaþorpið. Skólinn verður á milli Laugardalsvallar, svæði Þróttar og svæðis þar sem ný þjóðarhöll á að rísa. KSÍ hefur lýst yfir ósætti vegna áformanna síðan í janúar. Fyrst hafi verið lagt upp með að reisa litla gámabyggð fyrir leikskóla. Stærri framkvæmdir blasi illa við sambandinu og segir formaður KSÍ áformin vanhugsuð. „Þetta er orðið stærra en var ætlast til og komið lengra inn á næsta bílaplan við hliðina á okkur. Þetta hugnast okkur ekki vel af ýmsum ástæðum. Framundan eru framkvæmdir á þjóðarhöll og hér er leikvangurinn okkar í framkvæmdum svo það verður gríðarleg traffík hér í Laugardalnum,“ segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ. Færri bílastæði á svæðinu muni bitna á íbúum og telur Þorvaldur að vegfarendur muni leggja í auknu mæli í íbúðargötum í grennd við völlinn. Framkvæmdirnar muni hamla aðgangi sjúkrabíla að svæðinu. „Við gerum okkur alveg grein fyrir vandamálum í skólamálum í Reykjavíkurborg og við höfum alveg verið tilbúin til að hjálpa og höfum gert það hér með því að nýta húsnæðið okkar í Laugardalnum. Hér erum við að fara byggja stúkur og annað. Hvort það megi ekki samnýta og byggja þar inn í stúkurnar skólaumhverfi þar tímabundið,“ segir hann. Fyrirhugaðar framkvæmdir séu illa skipulagðar. KSÍ fundaði með starfsmönnum Reykjavíkurborgar í gær og töluðu þar fyrir daufum eyrum. Beðið er eftir fundi með nýjum borgarstjóra. „Það var stuttur fundur þar sem við stoppuðum og lýstum því að þetta myndi ekki hugnast okkur og að okkur þætti vænt um að þetta yrði endurskoðað. Hvort menn ætla reyna halda áfram að reyna koma þessu í gegnum kerfið og bara troða þessu í gegn án þess að fá skoðun annarra það verður fróðlegt að sjá,“ segir Þorvaldur.
Deilur um skólahald í Laugardal KSÍ Reykjavík Byggðamál Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira