Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. maí 2025 12:05 Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. vísir/vilhelm Héraðssaksóknari segir ekkert athugavert vera við verktakasamning sem hann gerði við fyrirtækið PPP í ársbyrjun 2012, þá í embætti sérstaks saksóknara. Fyrirtækið fékk 4,3 milljónir í greiðslu frá embættinu fyrir vinnu sína. Samningurinn hafi verið nauðsynlegur og ekki legið fyrir að PPP reyndi að selja þjónustu sína til Sjóvá á sama tíma og þeir unnu að máli tengdu fyrirtækinu fyrir embættið. Morgunblaðið greindi frá því í dag að Ólafur Þ. Hauksson, þáverandi sérstakur saksóknari, hafi gert verktakasamning við fyrirtækið PPP sf. um sérfræðiráðgjöf á sviði rannsókna hrunmáls í upphafi árs 2012. Nauðsynlegur samningur Guðmundur Haukur Gunnarsson heitinn og Jón Óttar Ólafsson, eigendur og stofnendur PPP, höfðu gegnt störfum hjá embætti sérstaks saksóknara þegar þeir stofnuðu fyrirtækið en þeir voru síðar kærðir af embættinu í maí 2012 vegna brots á þagnarskyldu. Þeir gengu til liðs við sérstakan saksóknara árið 2009 og voru báðir starfsmenn embættisins í nóvember 2011 þegar þeir stofnuðu fyrirtækið. Mikið hefur verið fjallað um PPP síðustu vikur eftir umfjöllun Kveiks varðandi njósnir fyrirtækisins. Ólafur segir að samningur við fyrirtækið hafi verið nauðsynlegur á þeim tíma. Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn þingmanns Samfylkingarinnar í nóvember 2014 kom fram að PPP sf. hefði fengið 4,3 milljónir króna greiddar frá Sérstökum saksóknara fyrir störf sín árið 2012. Þau störf voru innt af hendi áður en Jón Óttar og Guðmundur Haukur voru kærðir. „Þeir voru í verktöku hjá okkur við mál sem þeir áttu ólokið þegar þeir luku störfum hjá embættinu um áramótin. Það samband minnir mig hafa verið í tvo mánuði, í janúar og febrúar til að tryggja yfirfærslu þeirra verkefna sem þeir áttu ólokið.“ Lagaheimild til staðar Ólafur segir í raun ekkert athugavert við umræddan samning og minnir á að ekki hafi legið fyrir á þeim tíma að PPP stundaði njósnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. „Það er sérstök lagaheimild fyrir þessu í lögum um sérstakan saksóknara í fjórðu grein þeirra laga. Þá er gert ráð fyrir því að embættið gæti leitað til sérfræðinga bæði innlendra og erlendra.“ Í verktöku fyrir embættið vann PPP að máli sem varðaði kæru á hendur Sjóvá og Milestone. „Þeir voru að vinna með þessa Sjóvá kæru og inn í það tengist auðvitað Milestone. Núna hefur komið í ljós eftir þessa opinberun að þeir voru að reyna búa til einhvers konar samninga við Sjóvá á sama tíma. Við fyrst og fremst töldum að þeir væru að fara vinna fyrir aðra aðila. Ég reikna bara með að þær rannsóknir sem nú þegar hafa verið boðaðar muni fara mjög þétt ofan í saumana á öllum þáttum málsins.“ Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Stjórnsýsla Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í dag að Ólafur Þ. Hauksson, þáverandi sérstakur saksóknari, hafi gert verktakasamning við fyrirtækið PPP sf. um sérfræðiráðgjöf á sviði rannsókna hrunmáls í upphafi árs 2012. Nauðsynlegur samningur Guðmundur Haukur Gunnarsson heitinn og Jón Óttar Ólafsson, eigendur og stofnendur PPP, höfðu gegnt störfum hjá embætti sérstaks saksóknara þegar þeir stofnuðu fyrirtækið en þeir voru síðar kærðir af embættinu í maí 2012 vegna brots á þagnarskyldu. Þeir gengu til liðs við sérstakan saksóknara árið 2009 og voru báðir starfsmenn embættisins í nóvember 2011 þegar þeir stofnuðu fyrirtækið. Mikið hefur verið fjallað um PPP síðustu vikur eftir umfjöllun Kveiks varðandi njósnir fyrirtækisins. Ólafur segir að samningur við fyrirtækið hafi verið nauðsynlegur á þeim tíma. Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn þingmanns Samfylkingarinnar í nóvember 2014 kom fram að PPP sf. hefði fengið 4,3 milljónir króna greiddar frá Sérstökum saksóknara fyrir störf sín árið 2012. Þau störf voru innt af hendi áður en Jón Óttar og Guðmundur Haukur voru kærðir. „Þeir voru í verktöku hjá okkur við mál sem þeir áttu ólokið þegar þeir luku störfum hjá embættinu um áramótin. Það samband minnir mig hafa verið í tvo mánuði, í janúar og febrúar til að tryggja yfirfærslu þeirra verkefna sem þeir áttu ólokið.“ Lagaheimild til staðar Ólafur segir í raun ekkert athugavert við umræddan samning og minnir á að ekki hafi legið fyrir á þeim tíma að PPP stundaði njósnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. „Það er sérstök lagaheimild fyrir þessu í lögum um sérstakan saksóknara í fjórðu grein þeirra laga. Þá er gert ráð fyrir því að embættið gæti leitað til sérfræðinga bæði innlendra og erlendra.“ Í verktöku fyrir embættið vann PPP að máli sem varðaði kæru á hendur Sjóvá og Milestone. „Þeir voru að vinna með þessa Sjóvá kæru og inn í það tengist auðvitað Milestone. Núna hefur komið í ljós eftir þessa opinberun að þeir voru að reyna búa til einhvers konar samninga við Sjóvá á sama tíma. Við fyrst og fremst töldum að þeir væru að fara vinna fyrir aðra aðila. Ég reikna bara með að þær rannsóknir sem nú þegar hafa verið boðaðar muni fara mjög þétt ofan í saumana á öllum þáttum málsins.“
Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Stjórnsýsla Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira