Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar 12. maí 2025 10:30 Fólk er lendir í ofbeldi á lífsleiðinni þarf að kljást við afleiðingar alla sína ævi. Það skiptir ekki máli hvernig ofbeldið er, það breytir manneskju og sú manneskja verður aldrei söm og áður. Ég tók tal við konu um daginn er hafði lent í ofbeldi sem barn og unglingur. Hún gaf mér leyfi til að skrifa þessa grein “Ég hef unnið nánast sleitulaust úr afleiðingum af þessu ofbeldi. Oft held ég að ég sé “búin” og orðin eðlileg á ný. En þetta brýst út aftur og aftur, afleiðingar. Ég hef ekki orðið fyrir ofbeldi í mörg ár en ofbeldið er samt að vinna á mér” Ég bað hana að útskýra þetta betur fyrir mér, því ég skildi ekki hvað hún átti við. “Þó ofbeldið sé ekki lengur til staðar, þá er það að éta mig upp að innan, alla daga á einhvern hátt. Það er ekki að ég sé að upplifa ofbeldið aftur, eða sé stöðugt að hugsa um það en afleiðingarnar eru samt sem áður að eitra út frá sér.” Þessi kona flosnaði upp úr skóla og náði ekki að mennta sig. Hún vann erfiðis vinnur, og skildi ekki afhverju henni var alltaf svo illt í líkamanum. Þurfti að hætta að vinna vegna verkja og reyndi svo að finna aðrar vinnur er væru auðveldari líkamlega en á endanum var hún sett á örorku, “vegna óútskýrða verkja er kallast vefjagigt” Afleiðingar ofbeldis eru margþættar, að geta ekki treyst öðru fólki né sjálfu sér, léleg sjálfsmynd, ótti við viðbrögð annarra, líkamleg einkenni líkt og vefjagigt, óútskýrðir verkir, vandamál með meltingu og almenn vanlíðan. “Ég hef oft fengið að heyra að bara aumingjar séu á örorkubótum, það sé ekkert að mér því enginn sér sárin á sálinni né sér mig því þegar dagarnir eru dimmir því þá fer ég ekki út úr húsi” Einstaklingur er lendir í ofbeldi getur kostað samfélagið mikið fé, lækniskostnaður, lyfjakostnaður, sálfræðikostnaður, lendir á örorkubótum, sumir fara í neyslu þá bætist við annar kostnaður og hvað þá ef viðkomandi leiðist svo út í afbrot og fangelsi. En það er ekki tekið með í dæmið þegar manneskja lendir í ofbeldi. Þó svo að gerandi fái dóm tekur það ekki ofbeldið til baka, örin hverfa ekki, en að fá réttlæti getur hjálpað viðkomandi brotaþola að fóta sig að nýju. “Stundur líður mér eins og ég sé að gefast upp, ég sé í raun í lífshættu því uppgjöfin er slík ég að ég sé ekki fyrir sér að geta haldið áfram með lífið. Ofbeldið er eftir öll þess ár enn að drepa mig. Það er þreytandi að fara á hnefanum, halda andliti og reyna að lifa eðlilegu lífi þegar þér finnst þú hvergi passa inn, finnst þú aldrei vera nóg, og ert sífellt á varðbergi gagnvart öllum því þú veist ekki hvað traust er. Fólk er lendir í ofbeldi, er í lífshættu löngu eftir að ofbeldinu lýkur. Að vinna úr afleiðingum ofbeldis er oft full vinna, sem þú stimplar þig ekki út eða færð sumarfrí. En með tímanum, með aðstoð, með því að segja frá, er hægt að líða aðeins betur sérhvern dag. Segðu frá Jokka G Birnudóttir, Frjálsir vængir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jokka G. Birnudóttir Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Fólk er lendir í ofbeldi á lífsleiðinni þarf að kljást við afleiðingar alla sína ævi. Það skiptir ekki máli hvernig ofbeldið er, það breytir manneskju og sú manneskja verður aldrei söm og áður. Ég tók tal við konu um daginn er hafði lent í ofbeldi sem barn og unglingur. Hún gaf mér leyfi til að skrifa þessa grein “Ég hef unnið nánast sleitulaust úr afleiðingum af þessu ofbeldi. Oft held ég að ég sé “búin” og orðin eðlileg á ný. En þetta brýst út aftur og aftur, afleiðingar. Ég hef ekki orðið fyrir ofbeldi í mörg ár en ofbeldið er samt að vinna á mér” Ég bað hana að útskýra þetta betur fyrir mér, því ég skildi ekki hvað hún átti við. “Þó ofbeldið sé ekki lengur til staðar, þá er það að éta mig upp að innan, alla daga á einhvern hátt. Það er ekki að ég sé að upplifa ofbeldið aftur, eða sé stöðugt að hugsa um það en afleiðingarnar eru samt sem áður að eitra út frá sér.” Þessi kona flosnaði upp úr skóla og náði ekki að mennta sig. Hún vann erfiðis vinnur, og skildi ekki afhverju henni var alltaf svo illt í líkamanum. Þurfti að hætta að vinna vegna verkja og reyndi svo að finna aðrar vinnur er væru auðveldari líkamlega en á endanum var hún sett á örorku, “vegna óútskýrða verkja er kallast vefjagigt” Afleiðingar ofbeldis eru margþættar, að geta ekki treyst öðru fólki né sjálfu sér, léleg sjálfsmynd, ótti við viðbrögð annarra, líkamleg einkenni líkt og vefjagigt, óútskýrðir verkir, vandamál með meltingu og almenn vanlíðan. “Ég hef oft fengið að heyra að bara aumingjar séu á örorkubótum, það sé ekkert að mér því enginn sér sárin á sálinni né sér mig því þegar dagarnir eru dimmir því þá fer ég ekki út úr húsi” Einstaklingur er lendir í ofbeldi getur kostað samfélagið mikið fé, lækniskostnaður, lyfjakostnaður, sálfræðikostnaður, lendir á örorkubótum, sumir fara í neyslu þá bætist við annar kostnaður og hvað þá ef viðkomandi leiðist svo út í afbrot og fangelsi. En það er ekki tekið með í dæmið þegar manneskja lendir í ofbeldi. Þó svo að gerandi fái dóm tekur það ekki ofbeldið til baka, örin hverfa ekki, en að fá réttlæti getur hjálpað viðkomandi brotaþola að fóta sig að nýju. “Stundur líður mér eins og ég sé að gefast upp, ég sé í raun í lífshættu því uppgjöfin er slík ég að ég sé ekki fyrir sér að geta haldið áfram með lífið. Ofbeldið er eftir öll þess ár enn að drepa mig. Það er þreytandi að fara á hnefanum, halda andliti og reyna að lifa eðlilegu lífi þegar þér finnst þú hvergi passa inn, finnst þú aldrei vera nóg, og ert sífellt á varðbergi gagnvart öllum því þú veist ekki hvað traust er. Fólk er lendir í ofbeldi, er í lífshættu löngu eftir að ofbeldinu lýkur. Að vinna úr afleiðingum ofbeldis er oft full vinna, sem þú stimplar þig ekki út eða færð sumarfrí. En með tímanum, með aðstoð, með því að segja frá, er hægt að líða aðeins betur sérhvern dag. Segðu frá Jokka G Birnudóttir, Frjálsir vængir
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar