Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar 12. maí 2025 10:30 Fólk er lendir í ofbeldi á lífsleiðinni þarf að kljást við afleiðingar alla sína ævi. Það skiptir ekki máli hvernig ofbeldið er, það breytir manneskju og sú manneskja verður aldrei söm og áður. Ég tók tal við konu um daginn er hafði lent í ofbeldi sem barn og unglingur. Hún gaf mér leyfi til að skrifa þessa grein “Ég hef unnið nánast sleitulaust úr afleiðingum af þessu ofbeldi. Oft held ég að ég sé “búin” og orðin eðlileg á ný. En þetta brýst út aftur og aftur, afleiðingar. Ég hef ekki orðið fyrir ofbeldi í mörg ár en ofbeldið er samt að vinna á mér” Ég bað hana að útskýra þetta betur fyrir mér, því ég skildi ekki hvað hún átti við. “Þó ofbeldið sé ekki lengur til staðar, þá er það að éta mig upp að innan, alla daga á einhvern hátt. Það er ekki að ég sé að upplifa ofbeldið aftur, eða sé stöðugt að hugsa um það en afleiðingarnar eru samt sem áður að eitra út frá sér.” Þessi kona flosnaði upp úr skóla og náði ekki að mennta sig. Hún vann erfiðis vinnur, og skildi ekki afhverju henni var alltaf svo illt í líkamanum. Þurfti að hætta að vinna vegna verkja og reyndi svo að finna aðrar vinnur er væru auðveldari líkamlega en á endanum var hún sett á örorku, “vegna óútskýrða verkja er kallast vefjagigt” Afleiðingar ofbeldis eru margþættar, að geta ekki treyst öðru fólki né sjálfu sér, léleg sjálfsmynd, ótti við viðbrögð annarra, líkamleg einkenni líkt og vefjagigt, óútskýrðir verkir, vandamál með meltingu og almenn vanlíðan. “Ég hef oft fengið að heyra að bara aumingjar séu á örorkubótum, það sé ekkert að mér því enginn sér sárin á sálinni né sér mig því þegar dagarnir eru dimmir því þá fer ég ekki út úr húsi” Einstaklingur er lendir í ofbeldi getur kostað samfélagið mikið fé, lækniskostnaður, lyfjakostnaður, sálfræðikostnaður, lendir á örorkubótum, sumir fara í neyslu þá bætist við annar kostnaður og hvað þá ef viðkomandi leiðist svo út í afbrot og fangelsi. En það er ekki tekið með í dæmið þegar manneskja lendir í ofbeldi. Þó svo að gerandi fái dóm tekur það ekki ofbeldið til baka, örin hverfa ekki, en að fá réttlæti getur hjálpað viðkomandi brotaþola að fóta sig að nýju. “Stundur líður mér eins og ég sé að gefast upp, ég sé í raun í lífshættu því uppgjöfin er slík ég að ég sé ekki fyrir sér að geta haldið áfram með lífið. Ofbeldið er eftir öll þess ár enn að drepa mig. Það er þreytandi að fara á hnefanum, halda andliti og reyna að lifa eðlilegu lífi þegar þér finnst þú hvergi passa inn, finnst þú aldrei vera nóg, og ert sífellt á varðbergi gagnvart öllum því þú veist ekki hvað traust er. Fólk er lendir í ofbeldi, er í lífshættu löngu eftir að ofbeldinu lýkur. Að vinna úr afleiðingum ofbeldis er oft full vinna, sem þú stimplar þig ekki út eða færð sumarfrí. En með tímanum, með aðstoð, með því að segja frá, er hægt að líða aðeins betur sérhvern dag. Segðu frá Jokka G Birnudóttir, Frjálsir vængir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jokka G. Birnudóttir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Fólk er lendir í ofbeldi á lífsleiðinni þarf að kljást við afleiðingar alla sína ævi. Það skiptir ekki máli hvernig ofbeldið er, það breytir manneskju og sú manneskja verður aldrei söm og áður. Ég tók tal við konu um daginn er hafði lent í ofbeldi sem barn og unglingur. Hún gaf mér leyfi til að skrifa þessa grein “Ég hef unnið nánast sleitulaust úr afleiðingum af þessu ofbeldi. Oft held ég að ég sé “búin” og orðin eðlileg á ný. En þetta brýst út aftur og aftur, afleiðingar. Ég hef ekki orðið fyrir ofbeldi í mörg ár en ofbeldið er samt að vinna á mér” Ég bað hana að útskýra þetta betur fyrir mér, því ég skildi ekki hvað hún átti við. “Þó ofbeldið sé ekki lengur til staðar, þá er það að éta mig upp að innan, alla daga á einhvern hátt. Það er ekki að ég sé að upplifa ofbeldið aftur, eða sé stöðugt að hugsa um það en afleiðingarnar eru samt sem áður að eitra út frá sér.” Þessi kona flosnaði upp úr skóla og náði ekki að mennta sig. Hún vann erfiðis vinnur, og skildi ekki afhverju henni var alltaf svo illt í líkamanum. Þurfti að hætta að vinna vegna verkja og reyndi svo að finna aðrar vinnur er væru auðveldari líkamlega en á endanum var hún sett á örorku, “vegna óútskýrða verkja er kallast vefjagigt” Afleiðingar ofbeldis eru margþættar, að geta ekki treyst öðru fólki né sjálfu sér, léleg sjálfsmynd, ótti við viðbrögð annarra, líkamleg einkenni líkt og vefjagigt, óútskýrðir verkir, vandamál með meltingu og almenn vanlíðan. “Ég hef oft fengið að heyra að bara aumingjar séu á örorkubótum, það sé ekkert að mér því enginn sér sárin á sálinni né sér mig því þegar dagarnir eru dimmir því þá fer ég ekki út úr húsi” Einstaklingur er lendir í ofbeldi getur kostað samfélagið mikið fé, lækniskostnaður, lyfjakostnaður, sálfræðikostnaður, lendir á örorkubótum, sumir fara í neyslu þá bætist við annar kostnaður og hvað þá ef viðkomandi leiðist svo út í afbrot og fangelsi. En það er ekki tekið með í dæmið þegar manneskja lendir í ofbeldi. Þó svo að gerandi fái dóm tekur það ekki ofbeldið til baka, örin hverfa ekki, en að fá réttlæti getur hjálpað viðkomandi brotaþola að fóta sig að nýju. “Stundur líður mér eins og ég sé að gefast upp, ég sé í raun í lífshættu því uppgjöfin er slík ég að ég sé ekki fyrir sér að geta haldið áfram með lífið. Ofbeldið er eftir öll þess ár enn að drepa mig. Það er þreytandi að fara á hnefanum, halda andliti og reyna að lifa eðlilegu lífi þegar þér finnst þú hvergi passa inn, finnst þú aldrei vera nóg, og ert sífellt á varðbergi gagnvart öllum því þú veist ekki hvað traust er. Fólk er lendir í ofbeldi, er í lífshættu löngu eftir að ofbeldinu lýkur. Að vinna úr afleiðingum ofbeldis er oft full vinna, sem þú stimplar þig ekki út eða færð sumarfrí. En með tímanum, með aðstoð, með því að segja frá, er hægt að líða aðeins betur sérhvern dag. Segðu frá Jokka G Birnudóttir, Frjálsir vængir
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar