Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 13. maí 2025 11:32 Húsnæðismál eru eitt stærsta hagsmunamál almennings. Þegar fólk fjárfestir í íbúð, leggur það oft stærstu fjárhagslegu skuldbindingu ævi sinnar undir. Þá skiptir öllu máli að sú íbúð sé örugg, vönduð og án leyndra galla. Því miður hefur íslenskt kerfi í mannvirkjagerð um árabil dregist aftur úr og núverandi fyrirkomulag byggingareftirlits veitir hvorki neytendum næga vernd né stuðlar að faglegri og skilvirkri uppbyggingu. Ný skýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, sem unnin var í framhaldi af vinnu sem ég sem innviðaráðherra beitti mér fyrir, dregur þetta skýrt fram. Þar er lagður fram vegvísir að breyttu eftirliti á Íslandi, sem setur fram djörf en nauðsynleg markmið fyrir íslenskan mannvirkjaiðnað. Um er að ræða kerfisbreytingar sem lúta að ytra eftirliti, ábyrgð í framkvæmd og tryggingum. Meðal tillagna er að leggja niður byggingarstjórakerfið, koma á fót óháðum skoðunarstofum sem framkvæma eftirlit og festa í sessi lögbundna byggingargallatryggingu sem verndar kaupanda, jafnvel ef byggingaraðili verður gjaldþrota. Þessar breytingar eru ekki einungis til að auka gæði í mannvirkjagerð – þær eru líka efnahagslega skynsamlegar. Kostnaður vegna byggingargalla er nú metinn á að minnsta kosti 25 milljarða króna árlega. Með því að færa ábyrgð til þeirra aðila sem raunverulega ráða yfir verkinu – hönnuða, iðnmeistara og einkum verkeiganda – má draga úr ósýnilegum áhættuþáttum sem valda skaða fyrir neytendur og samfélagið í heild. Lögbundin byggingargallatrygging, að danskri fyrirmynd, getur þar orðið lykilatriði. Skýrslan undirstrikar einnig mikilvægi stafrænnar þróunar, samræmingar umsóknarferla og gagnsæis í framkvæmdum. Með því að nýta Mannvirkjaskrá sem miðlægt kerfi má einfalda stjórnsýsluna, draga úr kostnaði og tryggja rekjanleika. Þetta eru raunhæfar og framkvæmanlegar tillögur sem eiga sér fyrirmynd í árangursríkum breytingum á rafmagnseftirliti frá árinu 1997. Umbætur af þessu tagi gerast ekki á einni nóttu. Þær krefjast samráðs, aðlögunar og samstöðu. En með réttum skrefum má byggja upp kerfi sem umbunar vönduðum aðilum og ver neytendur gegn dýrum og oft ósýnilegum byggingargöllum. Nú er rétti tíminn til að hrinda þessum breytingum í framkvæmd. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur lagt traustan grunn. Næsta skref er pólitísk forysta og breið samstaða um að framtíð mannvirkjagerðar á Íslandi eigi að byggjast á ábyrgð, gagnsæi og hagsmunum almennings. Það er mikilvægt að nú verði unnið hratt og vel að framgangi málsins sem snýr að grundvallarhagsmunum fyrir alla landsmenn. Höfundur er formaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Framsóknarflokkurinn Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Húsnæðismál eru eitt stærsta hagsmunamál almennings. Þegar fólk fjárfestir í íbúð, leggur það oft stærstu fjárhagslegu skuldbindingu ævi sinnar undir. Þá skiptir öllu máli að sú íbúð sé örugg, vönduð og án leyndra galla. Því miður hefur íslenskt kerfi í mannvirkjagerð um árabil dregist aftur úr og núverandi fyrirkomulag byggingareftirlits veitir hvorki neytendum næga vernd né stuðlar að faglegri og skilvirkri uppbyggingu. Ný skýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, sem unnin var í framhaldi af vinnu sem ég sem innviðaráðherra beitti mér fyrir, dregur þetta skýrt fram. Þar er lagður fram vegvísir að breyttu eftirliti á Íslandi, sem setur fram djörf en nauðsynleg markmið fyrir íslenskan mannvirkjaiðnað. Um er að ræða kerfisbreytingar sem lúta að ytra eftirliti, ábyrgð í framkvæmd og tryggingum. Meðal tillagna er að leggja niður byggingarstjórakerfið, koma á fót óháðum skoðunarstofum sem framkvæma eftirlit og festa í sessi lögbundna byggingargallatryggingu sem verndar kaupanda, jafnvel ef byggingaraðili verður gjaldþrota. Þessar breytingar eru ekki einungis til að auka gæði í mannvirkjagerð – þær eru líka efnahagslega skynsamlegar. Kostnaður vegna byggingargalla er nú metinn á að minnsta kosti 25 milljarða króna árlega. Með því að færa ábyrgð til þeirra aðila sem raunverulega ráða yfir verkinu – hönnuða, iðnmeistara og einkum verkeiganda – má draga úr ósýnilegum áhættuþáttum sem valda skaða fyrir neytendur og samfélagið í heild. Lögbundin byggingargallatrygging, að danskri fyrirmynd, getur þar orðið lykilatriði. Skýrslan undirstrikar einnig mikilvægi stafrænnar þróunar, samræmingar umsóknarferla og gagnsæis í framkvæmdum. Með því að nýta Mannvirkjaskrá sem miðlægt kerfi má einfalda stjórnsýsluna, draga úr kostnaði og tryggja rekjanleika. Þetta eru raunhæfar og framkvæmanlegar tillögur sem eiga sér fyrirmynd í árangursríkum breytingum á rafmagnseftirliti frá árinu 1997. Umbætur af þessu tagi gerast ekki á einni nóttu. Þær krefjast samráðs, aðlögunar og samstöðu. En með réttum skrefum má byggja upp kerfi sem umbunar vönduðum aðilum og ver neytendur gegn dýrum og oft ósýnilegum byggingargöllum. Nú er rétti tíminn til að hrinda þessum breytingum í framkvæmd. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur lagt traustan grunn. Næsta skref er pólitísk forysta og breið samstaða um að framtíð mannvirkjagerðar á Íslandi eigi að byggjast á ábyrgð, gagnsæi og hagsmunum almennings. Það er mikilvægt að nú verði unnið hratt og vel að framgangi málsins sem snýr að grundvallarhagsmunum fyrir alla landsmenn. Höfundur er formaður Framsóknar.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun