Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. maí 2025 19:03 Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Bjarni Bankastjóri Íslandsbanka segir jákvætt að almenningur njóti forgangs við sölu á hluti ríkisins í Íslandsbanka, um sé að ræða góða fjárfestingu. Útboð vegna sölunnar hófst í dag en fjármálaráðherra segir núverandi aðstæður á mörkuðum góðar fyrir sölu. Útboðið hófst klukkan hálf níu í morgun og er gert ráð fyrir því að því ljúki næsta fimmtudag klukkan fimm. Almenningur getur tekið þátt í útboðinu en þrjár leiðir eru í boði fyrir kaupendur: tilboðsbók A, B og C. Þær eru ólíkar hvað varðar forgang stærð tilboða og úthlutun og geta einstaklingar tekið þátt í tilboðsbók A og B, lögaðilar í gegnum tilboðsbók B og eftirlitsskyldir fagfjárfestar í gegnum tilboðsbók C. Fram hefur komið að þegar hefðu verið mótteknar pantanir umfram grunmagn, það er sem nær til tuttugu prósent útistandandi hlutafés. Líkt og kemur fram í útboðslýsingu hefur fjármála- og efnahagsráðherra heimild til að auka útboðsmagnið ef umframeftirspurn verður til staðar í útboðinu. Almenningur nýtur forgangs gagnvart lögaðilum og lögaðilar njóta forgangs gagnvart fjárfestum. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir um réttan tímapunkt að ræða til að hefja söluna. „Það er líka samdóma álit þeirra sem við fáum ráðgjöf hjá að þetta sé heppilegur tími, markaðir hafa verið frekar á uppleið og þetta er tækifæri.“ Að útboðinu loknu ætlar fjármála- og efnahagsráðuneytið að birta lista yfir kaupendur, bæði einstaklinga og lögaðila. Útboðsgengi fyrir tilboðsbók A sem stendur almenningi til boða eru 106,56 krónur á hvern útboðshlut og lágmarkstilboð bundið við hundrað þúsund krónur, en mest er hægt að kaupa fyrir tuttugu milljónir. Markaðsgengi var 114,5 krónur í gær og jafngildir það því rúmlega 6,9 prósenta afslætti. Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka segir jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna í þetta skiptið. „Það sem var gagnrýnt var einmitt aðgengi almennings, það er búið að breyta því núna, tryggja forgang, svo eru þetta þrjár bækur þannig það er líka verið að reyna að horfa til fagfjárfesta og sinna þeirra þörfum, þannig að heilt yfir held ég að þetta sé, og markaðir eru bara í ágætis standi núna þannig ég er mjög bjartsýnn.“ Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og stendur fram á fimmtudag. Fjármálaráðherra segir samdóma álit að þetta sé réttur tími og mikil áhersla sé lögð á að salan sé gagnsæ. 13. maí 2025 11:38 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Útboðið hófst klukkan hálf níu í morgun og er gert ráð fyrir því að því ljúki næsta fimmtudag klukkan fimm. Almenningur getur tekið þátt í útboðinu en þrjár leiðir eru í boði fyrir kaupendur: tilboðsbók A, B og C. Þær eru ólíkar hvað varðar forgang stærð tilboða og úthlutun og geta einstaklingar tekið þátt í tilboðsbók A og B, lögaðilar í gegnum tilboðsbók B og eftirlitsskyldir fagfjárfestar í gegnum tilboðsbók C. Fram hefur komið að þegar hefðu verið mótteknar pantanir umfram grunmagn, það er sem nær til tuttugu prósent útistandandi hlutafés. Líkt og kemur fram í útboðslýsingu hefur fjármála- og efnahagsráðherra heimild til að auka útboðsmagnið ef umframeftirspurn verður til staðar í útboðinu. Almenningur nýtur forgangs gagnvart lögaðilum og lögaðilar njóta forgangs gagnvart fjárfestum. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir um réttan tímapunkt að ræða til að hefja söluna. „Það er líka samdóma álit þeirra sem við fáum ráðgjöf hjá að þetta sé heppilegur tími, markaðir hafa verið frekar á uppleið og þetta er tækifæri.“ Að útboðinu loknu ætlar fjármála- og efnahagsráðuneytið að birta lista yfir kaupendur, bæði einstaklinga og lögaðila. Útboðsgengi fyrir tilboðsbók A sem stendur almenningi til boða eru 106,56 krónur á hvern útboðshlut og lágmarkstilboð bundið við hundrað þúsund krónur, en mest er hægt að kaupa fyrir tuttugu milljónir. Markaðsgengi var 114,5 krónur í gær og jafngildir það því rúmlega 6,9 prósenta afslætti. Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka segir jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna í þetta skiptið. „Það sem var gagnrýnt var einmitt aðgengi almennings, það er búið að breyta því núna, tryggja forgang, svo eru þetta þrjár bækur þannig það er líka verið að reyna að horfa til fagfjárfesta og sinna þeirra þörfum, þannig að heilt yfir held ég að þetta sé, og markaðir eru bara í ágætis standi núna þannig ég er mjög bjartsýnn.“
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og stendur fram á fimmtudag. Fjármálaráðherra segir samdóma álit að þetta sé réttur tími og mikil áhersla sé lögð á að salan sé gagnsæ. 13. maí 2025 11:38 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og stendur fram á fimmtudag. Fjármálaráðherra segir samdóma álit að þetta sé réttur tími og mikil áhersla sé lögð á að salan sé gagnsæ. 13. maí 2025 11:38