Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar 13. maí 2025 22:31 Enn einu sinni erum við að upplifa hallærisleg gífuryrði í íslenskri umræðu. Nú er fullyrt í ræðu og riti að landsbyggðin fari rakleitt á höfuðið með hörmulegum afleiðingum ef veiðigjöld verði hækkuð eitthvað smáræði hjá nokkrum fjölskyldum og Kaupfélagi Skagfirðinga. Þá taki við hræðilegar hörmungar og hamfarir fyrir land og lýð sem jafna megi við móðuharðindi af mannavöldum. Óvíst hvort hægt verði að lifa í landinu ef þessi sjálfsagða leiðrétting verði gerð og landflótti fram undan. Þessi ummæli minna á samskonar fullyrðingar sem nokkrir þingmenn létu falla fyrir röskum þrjátíu árum þegar EES-samningurinn við Evrópusambandið var til umræðu. Þá voru stóru orðin heldur ekki spöruð hjá þeim sem lögðust gegn samningnum og vildu fella hann á þingi. Páll Pétursson alþingismaður sagði að ef við samþykktum hann afsöluðum við okkur frumburðarrétti okkar Íslendinga til lands og sjávar, samningurinn myndi „færa okkur ósjálfstæði, atvinnuleysi, fátækt og auðnuleysi.” Hvorki meira né minna! Stefán Guðmundsson, samþingmaður hans sagði að með því að samþykkja hann myndum við opna landhelgi Íslands fyrir flota Evrópubandalagsins. Guðni Ágústsson tók undir það og fullyrti að þær þjóðir sem við hröktum úr íslenskri landhelgi á sínum tíma myndu taka við fiskveiðilykli úr hendi íslenskra stjórnvalda og fara sínu fram í fiskveiðilandhelginni. Margir tóku þessar dómdagsspár alvarlega og urðu skelfingu lostnir þegar þingið samþykkti EES-samninginn eftir miklar umræður. Nú eru langflestir hins vegar sammála um að þessi samningur hafi reynst vel og stuðlað að einhverju mesta framfaraskeiði í íslenskri sögu. Reynslan sýnir að dómsdagsspárnar voru allar eins og hvert annað óráðstal út í loftið og að engu hafandi. Og nú er sami steinninn klappaður af miklum ákafa og tilheyrandi gífuryrðum um að allt fari lóðrétt til helvítis hér á landi ef við leiðréttum hvernig veiðigjöldin í núverandi kvótakerfi eru reiknuð út og tryggjum eðlilegan hlut fólksins í landinu af þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar. Meira að segja þær útgerðir sem hafa síðustu árin fært miklar veiðiheimildir frá minni stöðum úti á landi á staði sér þóknanlega mega nú ekki vatni halda af hneykslan yfir því að breyta útreikningsaðferð og segja að nú sé verið að ráðast á landsbyggðina af meira offorsi en þeir gerðu sjálfir á sínum tíma! Ef þetta er ekki tvískinnungur þá hefur það hugtak verið upprætt úr íslenska tungumálinu. Eftir stendur hræsnin ein í sinni ámátlegu nekt. Vonandi verður þetta mál afgreitt hiklaust og örugglega frá alþingi á næstu dögum. Þá getum við brosað í kampinn eftir nokkur ár yfir þeim fjarstæðum sem bornar voru á borð í umræðunum rétt eins og við gerum í dag vegna gífuryrðanna um EES-samninginn um árið sem reyndust svo hlægilegt bull. Eftir stendur sú staðreynd að sá samningur er almennt viðurkenndur sem ein farsælasta stjórnvaldsaðgerð sem lýðveldissagan kann frá að greina. Villuljós hafa hins vegar aldrei verið góður leiðarvísir fyrir íslenska þjóð. Áfram veginn. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Sjá meira
Enn einu sinni erum við að upplifa hallærisleg gífuryrði í íslenskri umræðu. Nú er fullyrt í ræðu og riti að landsbyggðin fari rakleitt á höfuðið með hörmulegum afleiðingum ef veiðigjöld verði hækkuð eitthvað smáræði hjá nokkrum fjölskyldum og Kaupfélagi Skagfirðinga. Þá taki við hræðilegar hörmungar og hamfarir fyrir land og lýð sem jafna megi við móðuharðindi af mannavöldum. Óvíst hvort hægt verði að lifa í landinu ef þessi sjálfsagða leiðrétting verði gerð og landflótti fram undan. Þessi ummæli minna á samskonar fullyrðingar sem nokkrir þingmenn létu falla fyrir röskum þrjátíu árum þegar EES-samningurinn við Evrópusambandið var til umræðu. Þá voru stóru orðin heldur ekki spöruð hjá þeim sem lögðust gegn samningnum og vildu fella hann á þingi. Páll Pétursson alþingismaður sagði að ef við samþykktum hann afsöluðum við okkur frumburðarrétti okkar Íslendinga til lands og sjávar, samningurinn myndi „færa okkur ósjálfstæði, atvinnuleysi, fátækt og auðnuleysi.” Hvorki meira né minna! Stefán Guðmundsson, samþingmaður hans sagði að með því að samþykkja hann myndum við opna landhelgi Íslands fyrir flota Evrópubandalagsins. Guðni Ágústsson tók undir það og fullyrti að þær þjóðir sem við hröktum úr íslenskri landhelgi á sínum tíma myndu taka við fiskveiðilykli úr hendi íslenskra stjórnvalda og fara sínu fram í fiskveiðilandhelginni. Margir tóku þessar dómdagsspár alvarlega og urðu skelfingu lostnir þegar þingið samþykkti EES-samninginn eftir miklar umræður. Nú eru langflestir hins vegar sammála um að þessi samningur hafi reynst vel og stuðlað að einhverju mesta framfaraskeiði í íslenskri sögu. Reynslan sýnir að dómsdagsspárnar voru allar eins og hvert annað óráðstal út í loftið og að engu hafandi. Og nú er sami steinninn klappaður af miklum ákafa og tilheyrandi gífuryrðum um að allt fari lóðrétt til helvítis hér á landi ef við leiðréttum hvernig veiðigjöldin í núverandi kvótakerfi eru reiknuð út og tryggjum eðlilegan hlut fólksins í landinu af þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar. Meira að segja þær útgerðir sem hafa síðustu árin fært miklar veiðiheimildir frá minni stöðum úti á landi á staði sér þóknanlega mega nú ekki vatni halda af hneykslan yfir því að breyta útreikningsaðferð og segja að nú sé verið að ráðast á landsbyggðina af meira offorsi en þeir gerðu sjálfir á sínum tíma! Ef þetta er ekki tvískinnungur þá hefur það hugtak verið upprætt úr íslenska tungumálinu. Eftir stendur hræsnin ein í sinni ámátlegu nekt. Vonandi verður þetta mál afgreitt hiklaust og örugglega frá alþingi á næstu dögum. Þá getum við brosað í kampinn eftir nokkur ár yfir þeim fjarstæðum sem bornar voru á borð í umræðunum rétt eins og við gerum í dag vegna gífuryrðanna um EES-samninginn um árið sem reyndust svo hlægilegt bull. Eftir stendur sú staðreynd að sá samningur er almennt viðurkenndur sem ein farsælasta stjórnvaldsaðgerð sem lýðveldissagan kann frá að greina. Villuljós hafa hins vegar aldrei verið góður leiðarvísir fyrir íslenska þjóð. Áfram veginn. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar