Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar 13. maí 2025 22:31 Enn einu sinni erum við að upplifa hallærisleg gífuryrði í íslenskri umræðu. Nú er fullyrt í ræðu og riti að landsbyggðin fari rakleitt á höfuðið með hörmulegum afleiðingum ef veiðigjöld verði hækkuð eitthvað smáræði hjá nokkrum fjölskyldum og Kaupfélagi Skagfirðinga. Þá taki við hræðilegar hörmungar og hamfarir fyrir land og lýð sem jafna megi við móðuharðindi af mannavöldum. Óvíst hvort hægt verði að lifa í landinu ef þessi sjálfsagða leiðrétting verði gerð og landflótti fram undan. Þessi ummæli minna á samskonar fullyrðingar sem nokkrir þingmenn létu falla fyrir röskum þrjátíu árum þegar EES-samningurinn við Evrópusambandið var til umræðu. Þá voru stóru orðin heldur ekki spöruð hjá þeim sem lögðust gegn samningnum og vildu fella hann á þingi. Páll Pétursson alþingismaður sagði að ef við samþykktum hann afsöluðum við okkur frumburðarrétti okkar Íslendinga til lands og sjávar, samningurinn myndi „færa okkur ósjálfstæði, atvinnuleysi, fátækt og auðnuleysi.” Hvorki meira né minna! Stefán Guðmundsson, samþingmaður hans sagði að með því að samþykkja hann myndum við opna landhelgi Íslands fyrir flota Evrópubandalagsins. Guðni Ágústsson tók undir það og fullyrti að þær þjóðir sem við hröktum úr íslenskri landhelgi á sínum tíma myndu taka við fiskveiðilykli úr hendi íslenskra stjórnvalda og fara sínu fram í fiskveiðilandhelginni. Margir tóku þessar dómdagsspár alvarlega og urðu skelfingu lostnir þegar þingið samþykkti EES-samninginn eftir miklar umræður. Nú eru langflestir hins vegar sammála um að þessi samningur hafi reynst vel og stuðlað að einhverju mesta framfaraskeiði í íslenskri sögu. Reynslan sýnir að dómsdagsspárnar voru allar eins og hvert annað óráðstal út í loftið og að engu hafandi. Og nú er sami steinninn klappaður af miklum ákafa og tilheyrandi gífuryrðum um að allt fari lóðrétt til helvítis hér á landi ef við leiðréttum hvernig veiðigjöldin í núverandi kvótakerfi eru reiknuð út og tryggjum eðlilegan hlut fólksins í landinu af þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar. Meira að segja þær útgerðir sem hafa síðustu árin fært miklar veiðiheimildir frá minni stöðum úti á landi á staði sér þóknanlega mega nú ekki vatni halda af hneykslan yfir því að breyta útreikningsaðferð og segja að nú sé verið að ráðast á landsbyggðina af meira offorsi en þeir gerðu sjálfir á sínum tíma! Ef þetta er ekki tvískinnungur þá hefur það hugtak verið upprætt úr íslenska tungumálinu. Eftir stendur hræsnin ein í sinni ámátlegu nekt. Vonandi verður þetta mál afgreitt hiklaust og örugglega frá alþingi á næstu dögum. Þá getum við brosað í kampinn eftir nokkur ár yfir þeim fjarstæðum sem bornar voru á borð í umræðunum rétt eins og við gerum í dag vegna gífuryrðanna um EES-samninginn um árið sem reyndust svo hlægilegt bull. Eftir stendur sú staðreynd að sá samningur er almennt viðurkenndur sem ein farsælasta stjórnvaldsaðgerð sem lýðveldissagan kann frá að greina. Villuljós hafa hins vegar aldrei verið góður leiðarvísir fyrir íslenska þjóð. Áfram veginn. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Enn einu sinni erum við að upplifa hallærisleg gífuryrði í íslenskri umræðu. Nú er fullyrt í ræðu og riti að landsbyggðin fari rakleitt á höfuðið með hörmulegum afleiðingum ef veiðigjöld verði hækkuð eitthvað smáræði hjá nokkrum fjölskyldum og Kaupfélagi Skagfirðinga. Þá taki við hræðilegar hörmungar og hamfarir fyrir land og lýð sem jafna megi við móðuharðindi af mannavöldum. Óvíst hvort hægt verði að lifa í landinu ef þessi sjálfsagða leiðrétting verði gerð og landflótti fram undan. Þessi ummæli minna á samskonar fullyrðingar sem nokkrir þingmenn létu falla fyrir röskum þrjátíu árum þegar EES-samningurinn við Evrópusambandið var til umræðu. Þá voru stóru orðin heldur ekki spöruð hjá þeim sem lögðust gegn samningnum og vildu fella hann á þingi. Páll Pétursson alþingismaður sagði að ef við samþykktum hann afsöluðum við okkur frumburðarrétti okkar Íslendinga til lands og sjávar, samningurinn myndi „færa okkur ósjálfstæði, atvinnuleysi, fátækt og auðnuleysi.” Hvorki meira né minna! Stefán Guðmundsson, samþingmaður hans sagði að með því að samþykkja hann myndum við opna landhelgi Íslands fyrir flota Evrópubandalagsins. Guðni Ágústsson tók undir það og fullyrti að þær þjóðir sem við hröktum úr íslenskri landhelgi á sínum tíma myndu taka við fiskveiðilykli úr hendi íslenskra stjórnvalda og fara sínu fram í fiskveiðilandhelginni. Margir tóku þessar dómdagsspár alvarlega og urðu skelfingu lostnir þegar þingið samþykkti EES-samninginn eftir miklar umræður. Nú eru langflestir hins vegar sammála um að þessi samningur hafi reynst vel og stuðlað að einhverju mesta framfaraskeiði í íslenskri sögu. Reynslan sýnir að dómsdagsspárnar voru allar eins og hvert annað óráðstal út í loftið og að engu hafandi. Og nú er sami steinninn klappaður af miklum ákafa og tilheyrandi gífuryrðum um að allt fari lóðrétt til helvítis hér á landi ef við leiðréttum hvernig veiðigjöldin í núverandi kvótakerfi eru reiknuð út og tryggjum eðlilegan hlut fólksins í landinu af þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar. Meira að segja þær útgerðir sem hafa síðustu árin fært miklar veiðiheimildir frá minni stöðum úti á landi á staði sér þóknanlega mega nú ekki vatni halda af hneykslan yfir því að breyta útreikningsaðferð og segja að nú sé verið að ráðast á landsbyggðina af meira offorsi en þeir gerðu sjálfir á sínum tíma! Ef þetta er ekki tvískinnungur þá hefur það hugtak verið upprætt úr íslenska tungumálinu. Eftir stendur hræsnin ein í sinni ámátlegu nekt. Vonandi verður þetta mál afgreitt hiklaust og örugglega frá alþingi á næstu dögum. Þá getum við brosað í kampinn eftir nokkur ár yfir þeim fjarstæðum sem bornar voru á borð í umræðunum rétt eins og við gerum í dag vegna gífuryrðanna um EES-samninginn um árið sem reyndust svo hlægilegt bull. Eftir stendur sú staðreynd að sá samningur er almennt viðurkenndur sem ein farsælasta stjórnvaldsaðgerð sem lýðveldissagan kann frá að greina. Villuljós hafa hins vegar aldrei verið góður leiðarvísir fyrir íslenska þjóð. Áfram veginn. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar