Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar 13. maí 2025 22:31 Enn einu sinni erum við að upplifa hallærisleg gífuryrði í íslenskri umræðu. Nú er fullyrt í ræðu og riti að landsbyggðin fari rakleitt á höfuðið með hörmulegum afleiðingum ef veiðigjöld verði hækkuð eitthvað smáræði hjá nokkrum fjölskyldum og Kaupfélagi Skagfirðinga. Þá taki við hræðilegar hörmungar og hamfarir fyrir land og lýð sem jafna megi við móðuharðindi af mannavöldum. Óvíst hvort hægt verði að lifa í landinu ef þessi sjálfsagða leiðrétting verði gerð og landflótti fram undan. Þessi ummæli minna á samskonar fullyrðingar sem nokkrir þingmenn létu falla fyrir röskum þrjátíu árum þegar EES-samningurinn við Evrópusambandið var til umræðu. Þá voru stóru orðin heldur ekki spöruð hjá þeim sem lögðust gegn samningnum og vildu fella hann á þingi. Páll Pétursson alþingismaður sagði að ef við samþykktum hann afsöluðum við okkur frumburðarrétti okkar Íslendinga til lands og sjávar, samningurinn myndi „færa okkur ósjálfstæði, atvinnuleysi, fátækt og auðnuleysi.” Hvorki meira né minna! Stefán Guðmundsson, samþingmaður hans sagði að með því að samþykkja hann myndum við opna landhelgi Íslands fyrir flota Evrópubandalagsins. Guðni Ágústsson tók undir það og fullyrti að þær þjóðir sem við hröktum úr íslenskri landhelgi á sínum tíma myndu taka við fiskveiðilykli úr hendi íslenskra stjórnvalda og fara sínu fram í fiskveiðilandhelginni. Margir tóku þessar dómdagsspár alvarlega og urðu skelfingu lostnir þegar þingið samþykkti EES-samninginn eftir miklar umræður. Nú eru langflestir hins vegar sammála um að þessi samningur hafi reynst vel og stuðlað að einhverju mesta framfaraskeiði í íslenskri sögu. Reynslan sýnir að dómsdagsspárnar voru allar eins og hvert annað óráðstal út í loftið og að engu hafandi. Og nú er sami steinninn klappaður af miklum ákafa og tilheyrandi gífuryrðum um að allt fari lóðrétt til helvítis hér á landi ef við leiðréttum hvernig veiðigjöldin í núverandi kvótakerfi eru reiknuð út og tryggjum eðlilegan hlut fólksins í landinu af þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar. Meira að segja þær útgerðir sem hafa síðustu árin fært miklar veiðiheimildir frá minni stöðum úti á landi á staði sér þóknanlega mega nú ekki vatni halda af hneykslan yfir því að breyta útreikningsaðferð og segja að nú sé verið að ráðast á landsbyggðina af meira offorsi en þeir gerðu sjálfir á sínum tíma! Ef þetta er ekki tvískinnungur þá hefur það hugtak verið upprætt úr íslenska tungumálinu. Eftir stendur hræsnin ein í sinni ámátlegu nekt. Vonandi verður þetta mál afgreitt hiklaust og örugglega frá alþingi á næstu dögum. Þá getum við brosað í kampinn eftir nokkur ár yfir þeim fjarstæðum sem bornar voru á borð í umræðunum rétt eins og við gerum í dag vegna gífuryrðanna um EES-samninginn um árið sem reyndust svo hlægilegt bull. Eftir stendur sú staðreynd að sá samningur er almennt viðurkenndur sem ein farsælasta stjórnvaldsaðgerð sem lýðveldissagan kann frá að greina. Villuljós hafa hins vegar aldrei verið góður leiðarvísir fyrir íslenska þjóð. Áfram veginn. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Enn einu sinni erum við að upplifa hallærisleg gífuryrði í íslenskri umræðu. Nú er fullyrt í ræðu og riti að landsbyggðin fari rakleitt á höfuðið með hörmulegum afleiðingum ef veiðigjöld verði hækkuð eitthvað smáræði hjá nokkrum fjölskyldum og Kaupfélagi Skagfirðinga. Þá taki við hræðilegar hörmungar og hamfarir fyrir land og lýð sem jafna megi við móðuharðindi af mannavöldum. Óvíst hvort hægt verði að lifa í landinu ef þessi sjálfsagða leiðrétting verði gerð og landflótti fram undan. Þessi ummæli minna á samskonar fullyrðingar sem nokkrir þingmenn létu falla fyrir röskum þrjátíu árum þegar EES-samningurinn við Evrópusambandið var til umræðu. Þá voru stóru orðin heldur ekki spöruð hjá þeim sem lögðust gegn samningnum og vildu fella hann á þingi. Páll Pétursson alþingismaður sagði að ef við samþykktum hann afsöluðum við okkur frumburðarrétti okkar Íslendinga til lands og sjávar, samningurinn myndi „færa okkur ósjálfstæði, atvinnuleysi, fátækt og auðnuleysi.” Hvorki meira né minna! Stefán Guðmundsson, samþingmaður hans sagði að með því að samþykkja hann myndum við opna landhelgi Íslands fyrir flota Evrópubandalagsins. Guðni Ágústsson tók undir það og fullyrti að þær þjóðir sem við hröktum úr íslenskri landhelgi á sínum tíma myndu taka við fiskveiðilykli úr hendi íslenskra stjórnvalda og fara sínu fram í fiskveiðilandhelginni. Margir tóku þessar dómdagsspár alvarlega og urðu skelfingu lostnir þegar þingið samþykkti EES-samninginn eftir miklar umræður. Nú eru langflestir hins vegar sammála um að þessi samningur hafi reynst vel og stuðlað að einhverju mesta framfaraskeiði í íslenskri sögu. Reynslan sýnir að dómsdagsspárnar voru allar eins og hvert annað óráðstal út í loftið og að engu hafandi. Og nú er sami steinninn klappaður af miklum ákafa og tilheyrandi gífuryrðum um að allt fari lóðrétt til helvítis hér á landi ef við leiðréttum hvernig veiðigjöldin í núverandi kvótakerfi eru reiknuð út og tryggjum eðlilegan hlut fólksins í landinu af þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar. Meira að segja þær útgerðir sem hafa síðustu árin fært miklar veiðiheimildir frá minni stöðum úti á landi á staði sér þóknanlega mega nú ekki vatni halda af hneykslan yfir því að breyta útreikningsaðferð og segja að nú sé verið að ráðast á landsbyggðina af meira offorsi en þeir gerðu sjálfir á sínum tíma! Ef þetta er ekki tvískinnungur þá hefur það hugtak verið upprætt úr íslenska tungumálinu. Eftir stendur hræsnin ein í sinni ámátlegu nekt. Vonandi verður þetta mál afgreitt hiklaust og örugglega frá alþingi á næstu dögum. Þá getum við brosað í kampinn eftir nokkur ár yfir þeim fjarstæðum sem bornar voru á borð í umræðunum rétt eins og við gerum í dag vegna gífuryrðanna um EES-samninginn um árið sem reyndust svo hlægilegt bull. Eftir stendur sú staðreynd að sá samningur er almennt viðurkenndur sem ein farsælasta stjórnvaldsaðgerð sem lýðveldissagan kann frá að greina. Villuljós hafa hins vegar aldrei verið góður leiðarvísir fyrir íslenska þjóð. Áfram veginn. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun