Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2025 11:11 Þessi mynd var tekin af rannsóknarlögreglumönnum árið 1977 og sýnir inn í bíl Jeanette Ralston, eftir að hún fannst látin í bílnum. Þarna má sjá karton af Eve sígarettum en fingrafar á því leiddi til þess að maður var fyrr í þessum mánuði handtekinn fyrir morðið. AP/Saksóknarar í Santa Clara-sýslu Nærri því hálfri öld eftir að Jeanette Ralston fannst látin í bíl sínum í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur 69 ára maður verið handtekinn og ákærður fyrir að myrða hana. Það var eftir fingrafar sem tekið var árið 1977, af sígarettukartoni, var greint á nýjan leik. Í kjölfarið var Willie Eugene Sims handtekinn í Ohio, fyrr í þessum mánuði. Þar var hann ákærður og fluttur til Kaliforníu. Ralston fannst, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, í aftursæti Volkswagen bjöllu sem hún átti þann 1. febrúar 1977, á bílastæði nærri bar sem hún vann á í San Jose í Kaliforníu. Samkvæmt saksóknurum hafði henni verið nauðgað og hún kyrkt og virtist sem morðinginn hafi einnig reynt að kveikja í bílnum en án árangurs. Ralston var 24 ára gömul þegar hún var myrt. Vinir hennar sögðust hafa séð hana yfirgefa barinn með óþekktum manni og sagðist hún ætla að koma eftir tíu mínútur. Hún sneri þó aldrei aftur. Vitni gátu lýst manninum sem hún fór með en rannsóknin skilaði þó engum árangri. Síðasta haust báðu lögregluþjónar starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna um að keyra fingrafar sem fannst í bílnum í gegnum gagnagrunn stofnunarinnar. Fingrafarið fannst á skrá og vísaði á Sims, sem var á þessum tíma í bandaríska hernum á herstöð í Kaliforníu, skammt frá San Jose. Í kjölfarið fóru lögregluþjónar frá Kaliforníu til Ohio og fengu lífsýni frá Sims. Það var svo borið saman við sýni sem fundust undir nöglum Ralston og á skyrtunni sem notuð var til að kyrkja hana. Sú greining skilaði einnig árangri og var Sims handtekinn. Hann stendur samkvæmt yfirlýsingu frá saksóknurum í Ohio frammi fyrir að minnsta kosti 25 ára fangelsi. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt frá NBC News um málið. Héraðssaksóknarinn Jeff Rosen, segir í yfirlýsingu sem AP vitnar í, að rannsóknargeta aukist á hverjum degi. Ekki megi gleyma gömlum málum sem þessum og gefast upp í að reyna að leysa þau. Ralston átti sex ára son þegar hún var myrt. Hann heitir Allen Ralston en í samtali við héraðsmiðilinn WOIO-TV þakkaði hann lögregluþjónum fyrir að hafa ekki gefist upp á málinu. „Ég er bara glaður yfir því að einhverjum hafi ekki staðið á sama.“ Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Loks hefur tekist að bera kennsl á lík manns sem fannst í vegarkanti í Oregon fyrir tæpum 45 árum. Talið er að maðurinn hafi verið fórnarlamb alræmds raðmorðingja frá Kaliforníu, sem gekk undir nafninu „skorkorts morðinginn“. 10. maí 2025 13:54 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fleiri fréttir Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Sjá meira
Í kjölfarið var Willie Eugene Sims handtekinn í Ohio, fyrr í þessum mánuði. Þar var hann ákærður og fluttur til Kaliforníu. Ralston fannst, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, í aftursæti Volkswagen bjöllu sem hún átti þann 1. febrúar 1977, á bílastæði nærri bar sem hún vann á í San Jose í Kaliforníu. Samkvæmt saksóknurum hafði henni verið nauðgað og hún kyrkt og virtist sem morðinginn hafi einnig reynt að kveikja í bílnum en án árangurs. Ralston var 24 ára gömul þegar hún var myrt. Vinir hennar sögðust hafa séð hana yfirgefa barinn með óþekktum manni og sagðist hún ætla að koma eftir tíu mínútur. Hún sneri þó aldrei aftur. Vitni gátu lýst manninum sem hún fór með en rannsóknin skilaði þó engum árangri. Síðasta haust báðu lögregluþjónar starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna um að keyra fingrafar sem fannst í bílnum í gegnum gagnagrunn stofnunarinnar. Fingrafarið fannst á skrá og vísaði á Sims, sem var á þessum tíma í bandaríska hernum á herstöð í Kaliforníu, skammt frá San Jose. Í kjölfarið fóru lögregluþjónar frá Kaliforníu til Ohio og fengu lífsýni frá Sims. Það var svo borið saman við sýni sem fundust undir nöglum Ralston og á skyrtunni sem notuð var til að kyrkja hana. Sú greining skilaði einnig árangri og var Sims handtekinn. Hann stendur samkvæmt yfirlýsingu frá saksóknurum í Ohio frammi fyrir að minnsta kosti 25 ára fangelsi. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt frá NBC News um málið. Héraðssaksóknarinn Jeff Rosen, segir í yfirlýsingu sem AP vitnar í, að rannsóknargeta aukist á hverjum degi. Ekki megi gleyma gömlum málum sem þessum og gefast upp í að reyna að leysa þau. Ralston átti sex ára son þegar hún var myrt. Hann heitir Allen Ralston en í samtali við héraðsmiðilinn WOIO-TV þakkaði hann lögregluþjónum fyrir að hafa ekki gefist upp á málinu. „Ég er bara glaður yfir því að einhverjum hafi ekki staðið á sama.“
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Loks hefur tekist að bera kennsl á lík manns sem fannst í vegarkanti í Oregon fyrir tæpum 45 árum. Talið er að maðurinn hafi verið fórnarlamb alræmds raðmorðingja frá Kaliforníu, sem gekk undir nafninu „skorkorts morðinginn“. 10. maí 2025 13:54 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fleiri fréttir Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Sjá meira
Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Loks hefur tekist að bera kennsl á lík manns sem fannst í vegarkanti í Oregon fyrir tæpum 45 árum. Talið er að maðurinn hafi verið fórnarlamb alræmds raðmorðingja frá Kaliforníu, sem gekk undir nafninu „skorkorts morðinginn“. 10. maí 2025 13:54