„Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Atli Ísleifsson skrifar 14. maí 2025 11:34 Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, varaborgarfulltrúi Pírata, segir ástríða sín á máli og menningu skýra það að hán vilji sjá umræðu um málið. Vísir/Vilhelm Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, varaborgarfulltrúi Pírata sem sæti á í forsætisnefnd borgarstjórnar, hefur lagt til breytingar á orðavali í borgarstjórn og að hætt verði að notast við orðið „jómfrúarræðu“ um fyrstu ræðu fulltrúa í borgarstjórn. Hán segir orðið vera barn síns tíma. Tillaga borgarfulltrúans um að orðanotkunin „jómfrúarræða“ verði tekin til skoðunar og að lagðar verði til breytingar á orðavali, var lögð fram á fundi forsætisnefndar í síðustu viku og var henni vísað til vinnslu á vinnudegi forsætisnefndar. Hvergi er minnst á „jómfrúarræður“ í samþykktum né reglum borgarstjórnar. Oktavía Hrund segir í samtali við fréttastofu að í samþykkt forsætisnefnd heimili að hægt sé að taka „önnur mál“ til umfjöllunar í nefndinni sem forseti leggi fyrir hana eða aðrir nefndarmenn. Forseta að ráða Borgarfulltrúinn segist hafa viljað eiga samtal í forsætisnefnd um orðið og notkun þess í borgarstjórn. Núna sé það forseta borgarstjórnar að ráða hvort að orðið sé notað í tengslum við fyrstu ræðu fulltrúa í borgarstjórn. „Varðandi ástæðu mína að vilja setja þetta á dagskrá er það hreinlega ástríða mín á bæði máli og menningu. Ég hef almennan áhuga á því rýna í orðanotkun okkar almennt, sérstaklega því það hefur áhrif á svo margt og mikið. Ég vildi nýta mér tækifærið til að eiga umræðu í nefndinni sem horfir til hefðar og framtíðar, svo finnst mér afskaplega gaman að rýna í merkingar orða og nýyrðum,“ segir Oktavía Hrund. Barn síns tíma Oktavíu Hrund grunar að orðið sem um ræðir sé tökuorð frá dönsku og sé mögulega orðið barn síns tíma. „Ofan í kemur líka að ég hef búið og starfað erlendis stærsta hluta ævi minnar og hef því ekki grunnskólaþekkingu margra sem ólust hér upp. Það gefur mér aðeins öðruvísi nálgun á íslensku máli en flestra sem hafa þann heiður að sitja í kjörnum stöðum borgarinnar.“ Aðspurð hvort hán hafi einhverja tillögu um annað orð sem gæti komið í staðinn þá segir hán að til séu nokkrar skemmtilegar tillögur. Hán hlakkar til aukins samtal um ekki bara þetta orð í forsætisnefnd heldur um íslenskuna almennt og á fleiri stöðum. „Það væri gaman að heyra í Eiríki Rögnvaldssyni sem er oftast með mjög skemmtilegar tillögur,“ segir Oktavía Hrund. Íslensk tunga Borgarstjórn Reykjavík Píratar Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Tillaga borgarfulltrúans um að orðanotkunin „jómfrúarræða“ verði tekin til skoðunar og að lagðar verði til breytingar á orðavali, var lögð fram á fundi forsætisnefndar í síðustu viku og var henni vísað til vinnslu á vinnudegi forsætisnefndar. Hvergi er minnst á „jómfrúarræður“ í samþykktum né reglum borgarstjórnar. Oktavía Hrund segir í samtali við fréttastofu að í samþykkt forsætisnefnd heimili að hægt sé að taka „önnur mál“ til umfjöllunar í nefndinni sem forseti leggi fyrir hana eða aðrir nefndarmenn. Forseta að ráða Borgarfulltrúinn segist hafa viljað eiga samtal í forsætisnefnd um orðið og notkun þess í borgarstjórn. Núna sé það forseta borgarstjórnar að ráða hvort að orðið sé notað í tengslum við fyrstu ræðu fulltrúa í borgarstjórn. „Varðandi ástæðu mína að vilja setja þetta á dagskrá er það hreinlega ástríða mín á bæði máli og menningu. Ég hef almennan áhuga á því rýna í orðanotkun okkar almennt, sérstaklega því það hefur áhrif á svo margt og mikið. Ég vildi nýta mér tækifærið til að eiga umræðu í nefndinni sem horfir til hefðar og framtíðar, svo finnst mér afskaplega gaman að rýna í merkingar orða og nýyrðum,“ segir Oktavía Hrund. Barn síns tíma Oktavíu Hrund grunar að orðið sem um ræðir sé tökuorð frá dönsku og sé mögulega orðið barn síns tíma. „Ofan í kemur líka að ég hef búið og starfað erlendis stærsta hluta ævi minnar og hef því ekki grunnskólaþekkingu margra sem ólust hér upp. Það gefur mér aðeins öðruvísi nálgun á íslensku máli en flestra sem hafa þann heiður að sitja í kjörnum stöðum borgarinnar.“ Aðspurð hvort hán hafi einhverja tillögu um annað orð sem gæti komið í staðinn þá segir hán að til séu nokkrar skemmtilegar tillögur. Hán hlakkar til aukins samtal um ekki bara þetta orð í forsætisnefnd heldur um íslenskuna almennt og á fleiri stöðum. „Það væri gaman að heyra í Eiríki Rögnvaldssyni sem er oftast með mjög skemmtilegar tillögur,“ segir Oktavía Hrund.
Íslensk tunga Borgarstjórn Reykjavík Píratar Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira