„Fátækasti forseti heims“ látinn Atli Ísleifsson skrifar 14. maí 2025 15:51 Jose „Pepe“ Mujica fyrir utan heimili sitt í útjaðri Montevideo árið 2014. AP Jose „Pepe“ Mujica, fyrrverandi forseti Úrúgvæ, er látinn, 89 ára að aldri. Hann gegndi embætti forseta landsins á árunum 2010 til 2015. Mujica var mikill vinstrimaður, var þekktur fyrir hófsemdarlífsstíl sinn, gaf stóran hluta tekna sinna til góðgerðarmála og var fyrir vikið kallaður „fátækasti forseti heims“. Mujica hafði glímt við krabbamein en hann greindist á síðasta ári. Eftirlifandi eiginkona hans, Lucia Topolansky, tilkynnti í síðustu viku að Mujica fengi líknandi meðferð. Það var Yamandu Orsi, núverandi forseti Úrúgvæ, sem greindi frá andláti Mujica í gær. „Það er með mikilli sorg sem við tilkynnum um andlát félaga Pepe Mujica. Forseti, aðgerðarsinni, leiðarljós og leiðtogi. Við munum sakna þín mikið, gamli vinur,“ sagði Orsi á samfélagsmiðlinum X. Mujica var mikilli gagnrýnandi neyslumenningar og var þekktur fyrir að klæðast reglulega sandölum á opinberum viðburðum. Þá vakti það athygli að hann neitaði að búa í forsetahöllinni í höfuðborginni Montevideo þegar hann tók við forsetaembættinu og bjó áfram á bóndabæ sínum í útjaðri höfuðborgarinnar. Í forsetatíð sinni löggilti Mujica bæði þungunarrof, kannabis og hjónabönd samkynhneigðra. Mujica stofnaði uppreisnarsveitina Tupamaros á sjöunda áratug síðustu aldar og sat á bak við lás og slá allt frá 1973 til 1985, á tímum einræðisstjórnarinnar í landinu. Eftir að hann slapp úr fangelsi hóf hann pólistískan feril sinn og stofnaði stjórnmálahreyfinguna MPP árið 1989. Hann var kjörinn á þing árð 1995 og tók sæti í efri deild úrúgvæska þingsins fimm árum síðar. Hann varð síðar landbúnaðarráðherra í fyrstu vinstristjórn landsins og varð svo kjörinn forseti 2010 og gegndi embættinu til 2015. Andlát Úrúgvæ Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Mujica var mikill vinstrimaður, var þekktur fyrir hófsemdarlífsstíl sinn, gaf stóran hluta tekna sinna til góðgerðarmála og var fyrir vikið kallaður „fátækasti forseti heims“. Mujica hafði glímt við krabbamein en hann greindist á síðasta ári. Eftirlifandi eiginkona hans, Lucia Topolansky, tilkynnti í síðustu viku að Mujica fengi líknandi meðferð. Það var Yamandu Orsi, núverandi forseti Úrúgvæ, sem greindi frá andláti Mujica í gær. „Það er með mikilli sorg sem við tilkynnum um andlát félaga Pepe Mujica. Forseti, aðgerðarsinni, leiðarljós og leiðtogi. Við munum sakna þín mikið, gamli vinur,“ sagði Orsi á samfélagsmiðlinum X. Mujica var mikilli gagnrýnandi neyslumenningar og var þekktur fyrir að klæðast reglulega sandölum á opinberum viðburðum. Þá vakti það athygli að hann neitaði að búa í forsetahöllinni í höfuðborginni Montevideo þegar hann tók við forsetaembættinu og bjó áfram á bóndabæ sínum í útjaðri höfuðborgarinnar. Í forsetatíð sinni löggilti Mujica bæði þungunarrof, kannabis og hjónabönd samkynhneigðra. Mujica stofnaði uppreisnarsveitina Tupamaros á sjöunda áratug síðustu aldar og sat á bak við lás og slá allt frá 1973 til 1985, á tímum einræðisstjórnarinnar í landinu. Eftir að hann slapp úr fangelsi hóf hann pólistískan feril sinn og stofnaði stjórnmálahreyfinguna MPP árið 1989. Hann var kjörinn á þing árð 1995 og tók sæti í efri deild úrúgvæska þingsins fimm árum síðar. Hann varð síðar landbúnaðarráðherra í fyrstu vinstristjórn landsins og varð svo kjörinn forseti 2010 og gegndi embættinu til 2015.
Andlát Úrúgvæ Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira