Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. maí 2025 19:58 Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Vísir Stjórnsýslufræðingur telur líkur á að afsögn Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum tengist útlendingapólitík. Hann segir framvinduna undanfarna daga óvenjulega. „Þetta er mjög óvenjulegt,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur en hann ræddi starfslokin í Reykjavík síðdegis. Greint var frá því að Úlfar hefði verið kallaður á fund dómsmálaráðherra á mánudag og honum tjáð að staða hans yrði auglýst og samningur við hann ekki endurnýjaður. Þá hefði hann beðist lausnar og sú beiðni verið samþykkt. Skiptar skoðanir hafa verið á starfslokunum, einkum hjá stjórnarandstöðunni, sem vildi að pólitíska stefnubreytingin, sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starfið, yrði til umræðu í þinginu. Haukur segir langalgengast að ráðningarsamningar í embættum sem þessu séu endurnýjaðir þegjandi og hljóðalaust. Það sé sjaldgæft að embættismönnum sé tjáð að staða þeirra verði auglýst. „Hitt er enn sjaldgæfara, að hann skuli leggja lyklana á borðið og segja: Ég vinn ekki þessa sex mánuði sem eftir eru,“ segir Haukur. Óvenjulegt að lögreglustjóri taki ekki þátt í stefnubreytingum Hann segist ekki muna eftir sambærilegum tilvikum í íslenskri stjórnsýslu. Þá segir hann einnig sjaldgæft að embættismenn séu látnir fara af pólitískum ástæðum. „Það sem við sjáum einstaka sinnum er að fólk er látið skipta um starf inni í ráðuneytunum [...] en ekki að það hverfi frá störfum,“ segir Haukur og nefnir tilfærslu ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins og matvælaráðuneytisins þegar Bjarni Benediktsson tók við embætti forsætisráðherra. Í máli Úlfars hafi pólitík tengd landamærunum líklega komið við sögu. „Þá held ég að útlendingapólitík eða pólitík um þá sem fara um landamærin, sem er gríðarlega viðkvæmt mál, hafi skipt máli í þessu efni. Ekki hvort menn eru til hægri eða vinstri, ekki flokkapólitík. Heldur stefnumörkun í þessu máli. Og það vekur athygli mína að þegar á að fara að gera skipulagsbreytingar og pólitískar breytingar við landamærin eins og ráðherra er að boða, að lögreglustjórinn í Keflavík sé ekki potturinn og pannan í slíkum breytingum. Hann á að vera það.“ Þá segir Haukur koma til greina að fagleg ástæða liggi að baki ákvörðun Þorbjargar, en Úlfar hefur verið afdráttarlaus í ummælum sínum um ýmis mál sem tengjast embættinu, líkt og Mbl.is tók saman í dag. Þau kunni að hafa haft áhrif. Viðtalið í heild sinni er í spilaranum hér að neðan. Reykjavík síðdegis Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Sjá meira
„Þetta er mjög óvenjulegt,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur en hann ræddi starfslokin í Reykjavík síðdegis. Greint var frá því að Úlfar hefði verið kallaður á fund dómsmálaráðherra á mánudag og honum tjáð að staða hans yrði auglýst og samningur við hann ekki endurnýjaður. Þá hefði hann beðist lausnar og sú beiðni verið samþykkt. Skiptar skoðanir hafa verið á starfslokunum, einkum hjá stjórnarandstöðunni, sem vildi að pólitíska stefnubreytingin, sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starfið, yrði til umræðu í þinginu. Haukur segir langalgengast að ráðningarsamningar í embættum sem þessu séu endurnýjaðir þegjandi og hljóðalaust. Það sé sjaldgæft að embættismönnum sé tjáð að staða þeirra verði auglýst. „Hitt er enn sjaldgæfara, að hann skuli leggja lyklana á borðið og segja: Ég vinn ekki þessa sex mánuði sem eftir eru,“ segir Haukur. Óvenjulegt að lögreglustjóri taki ekki þátt í stefnubreytingum Hann segist ekki muna eftir sambærilegum tilvikum í íslenskri stjórnsýslu. Þá segir hann einnig sjaldgæft að embættismenn séu látnir fara af pólitískum ástæðum. „Það sem við sjáum einstaka sinnum er að fólk er látið skipta um starf inni í ráðuneytunum [...] en ekki að það hverfi frá störfum,“ segir Haukur og nefnir tilfærslu ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins og matvælaráðuneytisins þegar Bjarni Benediktsson tók við embætti forsætisráðherra. Í máli Úlfars hafi pólitík tengd landamærunum líklega komið við sögu. „Þá held ég að útlendingapólitík eða pólitík um þá sem fara um landamærin, sem er gríðarlega viðkvæmt mál, hafi skipt máli í þessu efni. Ekki hvort menn eru til hægri eða vinstri, ekki flokkapólitík. Heldur stefnumörkun í þessu máli. Og það vekur athygli mína að þegar á að fara að gera skipulagsbreytingar og pólitískar breytingar við landamærin eins og ráðherra er að boða, að lögreglustjórinn í Keflavík sé ekki potturinn og pannan í slíkum breytingum. Hann á að vera það.“ Þá segir Haukur koma til greina að fagleg ástæða liggi að baki ákvörðun Þorbjargar, en Úlfar hefur verið afdráttarlaus í ummælum sínum um ýmis mál sem tengjast embættinu, líkt og Mbl.is tók saman í dag. Þau kunni að hafa haft áhrif. Viðtalið í heild sinni er í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Sjá meira