Aldarfjórðungs ferli á enda: Öll íþróttafélög landsins orðin aðildarfélög UMFÍ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. maí 2025 11:30 Stjórn ÍBV ásamt forsvarsmönnum UMFÍ og ÍSÍ þegar aðildarsamningur var undirritaður í Vestmannaeyjum. Íþróttabandalag Vestmannaeyja, ÍBV, er orðinn aðili að Ungmennafélagi Íslands, UMFÍ. Lýkur þar með vegferð sem hófst fyrir rúmum aldarfjórðungi, nú þegar öll íþróttafélög landsins eru orðin aðildarfélög UMFÍ. UMFÍ var stofnað árið 1907 sem landssamband ungmennafélaga landsins og fram að aldamótum, eingöngu ungmennafélaga. Þá sóttu íþróttabandalögin um aðild að UMFÍ. Síðasta aldarfjórðunginn hefur verið tekist á um aðild íþróttabandalaganna, sem eru sannarlega ekki ungmennafélög, en eftir langt ferli og breytingar á fjárúthlutunarreglum var þeim formlega hleypt inn í UMFÍ árið 2019. Aðildarumsóknir Íþróttabandalags Akraness (ÍA), Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA) og Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) voru þá samþykktar. Í kjölfarið bættust við Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH), Íþróttabandalag Suðurnesja (ÍS) og Íþróttabandalag Reykjanesbæjar (ÍRB). Hvað gerir UMFÍ? „Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ er þjónustu- og samræmingaraðili fyrir sambandsaðila og aðildarfélög þeirra… Nálgun UMFÍ er tvíþætt. Annars vegar styrkir UMFÍ sambandsaðila og aðildarfélög þeirra og veitir ráðgjöf. Hins vegar stendur UMFÍ fyrir eigin viðburðum og verkefnum þar sem áhersla er lögð á líkamlegan, andlegan og félagslegan þroska félagsmanna í samræmi við stefnu sambandsins“ segir á heimasíðu UMFÍ. ÍBV varð síðan í gær síðasta íþróttabandalagið til að ganga inn í UMFÍ, sem þýðir að öll 25 íþróttahéruð og aðildarfélögin tæplega 500 félög um allt land eru orðnir sambandsaðilar. Umfang UMFÍ hefur aukist til muna og talað um að iðkendafjöldi hafi hátt í tvöfaldast. „UMFÍ er búið að ná því að vera þessi landssamtök sem það stendur fyrir. Allt landið undir og þar með víðfeðmara og meiri kraftur“ sagði Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, í samtali við Vísi. Aðspurður hvaða þýðingu þetta hefði fyrir UMFÍ. „Þetta skiptir mjög miklu máli. Við höfum alltaf horft í það að vera grasrótarsamtök. Það skiptir okkur miklu máli að vera með fjölbreytni og víðtæka skírskotun. Þannig að þetta er mjög stórt, fyrir ungmennafélagshreyfinguna“ sagði Jóhann einnig. ÍSÍ Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira
UMFÍ var stofnað árið 1907 sem landssamband ungmennafélaga landsins og fram að aldamótum, eingöngu ungmennafélaga. Þá sóttu íþróttabandalögin um aðild að UMFÍ. Síðasta aldarfjórðunginn hefur verið tekist á um aðild íþróttabandalaganna, sem eru sannarlega ekki ungmennafélög, en eftir langt ferli og breytingar á fjárúthlutunarreglum var þeim formlega hleypt inn í UMFÍ árið 2019. Aðildarumsóknir Íþróttabandalags Akraness (ÍA), Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA) og Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) voru þá samþykktar. Í kjölfarið bættust við Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH), Íþróttabandalag Suðurnesja (ÍS) og Íþróttabandalag Reykjanesbæjar (ÍRB). Hvað gerir UMFÍ? „Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ er þjónustu- og samræmingaraðili fyrir sambandsaðila og aðildarfélög þeirra… Nálgun UMFÍ er tvíþætt. Annars vegar styrkir UMFÍ sambandsaðila og aðildarfélög þeirra og veitir ráðgjöf. Hins vegar stendur UMFÍ fyrir eigin viðburðum og verkefnum þar sem áhersla er lögð á líkamlegan, andlegan og félagslegan þroska félagsmanna í samræmi við stefnu sambandsins“ segir á heimasíðu UMFÍ. ÍBV varð síðan í gær síðasta íþróttabandalagið til að ganga inn í UMFÍ, sem þýðir að öll 25 íþróttahéruð og aðildarfélögin tæplega 500 félög um allt land eru orðnir sambandsaðilar. Umfang UMFÍ hefur aukist til muna og talað um að iðkendafjöldi hafi hátt í tvöfaldast. „UMFÍ er búið að ná því að vera þessi landssamtök sem það stendur fyrir. Allt landið undir og þar með víðfeðmara og meiri kraftur“ sagði Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, í samtali við Vísi. Aðspurður hvaða þýðingu þetta hefði fyrir UMFÍ. „Þetta skiptir mjög miklu máli. Við höfum alltaf horft í það að vera grasrótarsamtök. Það skiptir okkur miklu máli að vera með fjölbreytni og víðtæka skírskotun. Þannig að þetta er mjög stórt, fyrir ungmennafélagshreyfinguna“ sagði Jóhann einnig.
Hvað gerir UMFÍ? „Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ er þjónustu- og samræmingaraðili fyrir sambandsaðila og aðildarfélög þeirra… Nálgun UMFÍ er tvíþætt. Annars vegar styrkir UMFÍ sambandsaðila og aðildarfélög þeirra og veitir ráðgjöf. Hins vegar stendur UMFÍ fyrir eigin viðburðum og verkefnum þar sem áhersla er lögð á líkamlegan, andlegan og félagslegan þroska félagsmanna í samræmi við stefnu sambandsins“ segir á heimasíðu UMFÍ.
ÍSÍ Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira