Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2025 13:03 Frá rauða dreglinum í Cannes í gær þar sem Tom Cruise spókaði sig, meðal annarra. AP/Millie Turner Forsvarsmenn kvikmyndahátíðarinnar í Cannes opinberuðu í morgun nýja reglu um að leikarar sem hafa verið sakaðir um kynferðislegt ofbeldi, megi ekki ganga eftir rauða dreglinum. Reglan nýja snýr beint að franska leikaranum Théo Navarro-Mussy, sem leikur í Dossier 137. Hann var nýverið sakaður um að hafa brotið á þremur konum en átti að ganga rauða dregilinn með samstarfsmönnum sínum í Cannes í kvöld. Deadline hefur eftir frönskum miðlum að Thierry Frémaux, stjórnandi Cannes, hafi tekið þessa ákvörðun eftir að hann fékk veður af því að konurnar þrjár hefðu sakað Navarro-Mussy um nauðgun og andlegt- og líkamlegt ofbeldi, frá árunum 2018, 2019 og 2020. Ákærurnar gegn honum voru felldar niður í síðasta mánuði en konurnar hafa lýst því yfir að þær muni höfða einkamál gegn honum, samkvæmt Hollywood Reporter. Frémaux er sagður hafa tekið þessa ákvörðun í samráði með framleiðendum Dossier 137. Frémaux réttlætir ákvörðun sína með því að segja að málið gegn Navarro-Mussy sé enn yfirstandandi og að bannið verði fellt úr gildi verði hann fundinn saklaus. Þessi nýja regla er sérstaklega til komin vegna ásakan gegn franska leikaranum Théo Navarro-Mussy.Getty/Stephane Cardinale - Corbis Engin nekt heldur Fyrr í vikunni lýstu forsvarsmenn Cannes því yfir að nekt væri einnig bönnuð á rauða dreglinum, og á öðrum viðburðum sem tengjast kvikmyndahátíðinni. AP fréttaveitan segir að nekt hafi ávallt verið litin hornauga á Cannes en nú hafi banni formlega verið bætt við reglurnar vegna ítrekaðra viðburða þar sem fólk sýnir nekt. Er meðal annars vísað til Biöncu Censori á Grammy verðlaununum. Sjá einnig: Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Talsmenn Cannes segja reglunum ekki ætlað að hafa of mikil áhrif á klæðaburð fólks. Eingöngu að banna fulla nekt á rauða dreglinum í samræmi við áherslur hátíðarinnar og frönsk lög. Kvikmyndahátíðin í Cannes Bíó og sjónvarp Hollywood Frakkland Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Hann var nýverið sakaður um að hafa brotið á þremur konum en átti að ganga rauða dregilinn með samstarfsmönnum sínum í Cannes í kvöld. Deadline hefur eftir frönskum miðlum að Thierry Frémaux, stjórnandi Cannes, hafi tekið þessa ákvörðun eftir að hann fékk veður af því að konurnar þrjár hefðu sakað Navarro-Mussy um nauðgun og andlegt- og líkamlegt ofbeldi, frá árunum 2018, 2019 og 2020. Ákærurnar gegn honum voru felldar niður í síðasta mánuði en konurnar hafa lýst því yfir að þær muni höfða einkamál gegn honum, samkvæmt Hollywood Reporter. Frémaux er sagður hafa tekið þessa ákvörðun í samráði með framleiðendum Dossier 137. Frémaux réttlætir ákvörðun sína með því að segja að málið gegn Navarro-Mussy sé enn yfirstandandi og að bannið verði fellt úr gildi verði hann fundinn saklaus. Þessi nýja regla er sérstaklega til komin vegna ásakan gegn franska leikaranum Théo Navarro-Mussy.Getty/Stephane Cardinale - Corbis Engin nekt heldur Fyrr í vikunni lýstu forsvarsmenn Cannes því yfir að nekt væri einnig bönnuð á rauða dreglinum, og á öðrum viðburðum sem tengjast kvikmyndahátíðinni. AP fréttaveitan segir að nekt hafi ávallt verið litin hornauga á Cannes en nú hafi banni formlega verið bætt við reglurnar vegna ítrekaðra viðburða þar sem fólk sýnir nekt. Er meðal annars vísað til Biöncu Censori á Grammy verðlaununum. Sjá einnig: Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Talsmenn Cannes segja reglunum ekki ætlað að hafa of mikil áhrif á klæðaburð fólks. Eingöngu að banna fulla nekt á rauða dreglinum í samræmi við áherslur hátíðarinnar og frönsk lög.
Kvikmyndahátíðin í Cannes Bíó og sjónvarp Hollywood Frakkland Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira