Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2025 16:33 Cassie Ventura og Sean „Diddy“ Combs, á frumsýningu í Los Angeles árið 2017. AP/Chris Pizzello Casandra Ventura, eða Cassie, söngkona og fyrrverandi kærasta, Sean „Diddy“ Combs, hefur í dag þurft að svara spurningum lögmanna Diddy, eftir að hafa svarað saksóknurum síðustu tvo daga. Lögmennirnir hafa meðal annars látið hana lesa upp kynferðisleg skilaboð sem hún sendi á Diddy í gegnum árin. Samband þeirra hófst fyrir tæpum átján árum, eða árið 2007, þegar Cassie var 21 árs gömul. Vitnaleiðsla lögmanna Diddy hófst á því að Cassie var látin lesa upp tölvupósta og önnur skilaboð sem þau sendu sín á milli, þar sem þau töluðu vel um hvort annað. Söngkonan sagði að Diddy hefði verið mjög sjarmerandi og sagðist hafa orðið ástfangin af honum. Diddy var handtekinn í september í fyrra og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og gróf kynferðibraut en þar að auki hafa fjölmargar konur höfðað einkamál gegn honum vegna meintra nauðgana og jafnvel mansals. Cassie hefur varið síðustu tveimur dögum í að segja frá umfangsmiklum kynlífsathöfnum eða partíum sem Diddy hélt reglulega og segir hann hafa þvingað sig til þátttöku. Hún sagði Diddy hafa notað gífurleg áhrif sín í tónlistarbransanum vestanhafs til að nánast gera fólk að kynlífsdúkkum. Hann hafi stýrt því hvernig fólk klæddist í þessum partíum og jafnvel hver hefði mök við hvern. Þetta mun hafa staðið yfir um árabil. Bað um hlé milli spurninga Í dómsal í dag var Cassie meðal annars látin lesa tölvupóst frá 2010, þar sem hún kvartaði við Diddy yfir því að hann sýndi henni ekki næga athygli. Hún vildi ekki peninga frá honum, heldur athygli hans. Eftir það las hún skilaboð þeirra á milli frá 2009, þar sem Diddy spurði hana hvenær hún væri til í kynlífspartí. Hún svaraði á þann veg að hún væri alltaf tilbúin í slíkt. Markmið lögmanna Diddy virðist vera að sýna fram á að Cassie hafi verið viljugur þátttakandi í svallinu. Í þessum skilaboðum talaði hún meðal annars, samkvæmt vakt AP fréttaveitunnar, um hvað hana langaði að gera í svalli og síðar var hún látin lesa skilaboð þar sem hún bað Diddy um nánara samband. Hún þyrfti að líta á hann sem sinn mann til að geta orðið opnari fyrir því sem þau gerðu í svefnherberginu, eða hótelherbergjum víða um Bandaríkin. Á einum tímapunkti bað Cassie dómarann um hlé þegar kynferðisleg skilaboð þeirra voru sýnd í dómsal. Það var samþykkt. Þegar vitnaleiðslurnar höfðu staðið yfir í rúmar tvær mínútur spurði lögmaður Diddy hvort Cassie þætti sanngjarnt að segja að hún hefði gert út af við feril Diddys þegar hún höfðaði mál gegn honum í nóvember 2023 og opinberaði tilvist þessara kynlífspartía. Hún sagðist alveg geta samþykkt það. Vitnaleiðslurnar stóðu enn yfir þegar fréttin er birt. Bandaríkin Hollywood Mál Sean „Diddy“ Combs Erlend sakamál Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Samband þeirra hófst fyrir tæpum átján árum, eða árið 2007, þegar Cassie var 21 árs gömul. Vitnaleiðsla lögmanna Diddy hófst á því að Cassie var látin lesa upp tölvupósta og önnur skilaboð sem þau sendu sín á milli, þar sem þau töluðu vel um hvort annað. Söngkonan sagði að Diddy hefði verið mjög sjarmerandi og sagðist hafa orðið ástfangin af honum. Diddy var handtekinn í september í fyrra og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og gróf kynferðibraut en þar að auki hafa fjölmargar konur höfðað einkamál gegn honum vegna meintra nauðgana og jafnvel mansals. Cassie hefur varið síðustu tveimur dögum í að segja frá umfangsmiklum kynlífsathöfnum eða partíum sem Diddy hélt reglulega og segir hann hafa þvingað sig til þátttöku. Hún sagði Diddy hafa notað gífurleg áhrif sín í tónlistarbransanum vestanhafs til að nánast gera fólk að kynlífsdúkkum. Hann hafi stýrt því hvernig fólk klæddist í þessum partíum og jafnvel hver hefði mök við hvern. Þetta mun hafa staðið yfir um árabil. Bað um hlé milli spurninga Í dómsal í dag var Cassie meðal annars látin lesa tölvupóst frá 2010, þar sem hún kvartaði við Diddy yfir því að hann sýndi henni ekki næga athygli. Hún vildi ekki peninga frá honum, heldur athygli hans. Eftir það las hún skilaboð þeirra á milli frá 2009, þar sem Diddy spurði hana hvenær hún væri til í kynlífspartí. Hún svaraði á þann veg að hún væri alltaf tilbúin í slíkt. Markmið lögmanna Diddy virðist vera að sýna fram á að Cassie hafi verið viljugur þátttakandi í svallinu. Í þessum skilaboðum talaði hún meðal annars, samkvæmt vakt AP fréttaveitunnar, um hvað hana langaði að gera í svalli og síðar var hún látin lesa skilaboð þar sem hún bað Diddy um nánara samband. Hún þyrfti að líta á hann sem sinn mann til að geta orðið opnari fyrir því sem þau gerðu í svefnherberginu, eða hótelherbergjum víða um Bandaríkin. Á einum tímapunkti bað Cassie dómarann um hlé þegar kynferðisleg skilaboð þeirra voru sýnd í dómsal. Það var samþykkt. Þegar vitnaleiðslurnar höfðu staðið yfir í rúmar tvær mínútur spurði lögmaður Diddy hvort Cassie þætti sanngjarnt að segja að hún hefði gert út af við feril Diddys þegar hún höfðaði mál gegn honum í nóvember 2023 og opinberaði tilvist þessara kynlífspartía. Hún sagðist alveg geta samþykkt það. Vitnaleiðslurnar stóðu enn yfir þegar fréttin er birt.
Bandaríkin Hollywood Mál Sean „Diddy“ Combs Erlend sakamál Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira