Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. maí 2025 13:27 Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, veitti verðlaununum viðtöku við athöfn í Höfða í dag. Reykjavík Afstaða, félag um bætt fangelsismál og betrun, hlaut í dag 600 þúsund krónur að gjöf fyrir að hljóta mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2025. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri afhenti Guðmundi Inga Þóroddssyni, formanni félagsins, verðlaunin í Höfða fyrr í dag fyrir starf Afstöðu í þágu fanga og aðstandenda þeirra. Verðlaunin eru afhent í dag, 16. maí, á mannréttindadegi Reykjavíkurborgar en markmiðið með deginum er að „vekja athygli á mannréttindum borgarbúa og mannréttindastefnu borgarinnar,“ að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Það var mannréttindaráð borgarinnar sem samþykkti á fundi sínum að Afstaða hlyti verðlaunin í ár en þau eru veitt árlega til einstaklinga, hópa, félagasamtaka eða stofnana sem þykja hafa á eftirtektarverðan hátt hafa staðið vörð um mannréttindi. „Afstaða heimsækir reglulega öll fangelsi landsins og veitir stjórnvöldum aðhald sem öflugur málsvari bættra fangelsismála á Íslandi. Afstaða, sem í ár fagnar 20 árum, samanstendur af sjálfboðaliðum, jafningjum og fagfólki og leggur félagið áherslu á jafningjastuðning, endurhæfingu og endurkomu einstaklinga í samfélagið eftir afplánun,“ segir meðal annars í rökstuðningi valnefndar, en nánar er fjallað um verðlaunin á vef borgarinnar. Upplýsingatorg fékk viðurkenningu Við sama tækifæri var einnig afhent svokölluð Aðgengisviðurkenning Reykjavíkurborgar. Það er Katarzyna Beata Kubis sem hlýtur viðurkenninguna í ár fyrir upplýsingatorg sem ætlað er forráðafólki og aðstandendum fatlaðra barna. Upplýsingatorgið miðlar upplýsingum um þjónustu á einum stað þar sem efnið er aðgengilegt á íslensku og ensku. Fram kemur í tilkynningunni að viðurkenningunni sé ætlað að gera aðgengismálum hærra undir höfði og varpa ljósi á það sem vel er gert í málaflokknum. Verkefnið var unnið af Þroskahjálp í samvinnu við Mennta- og barnamálaráðuneytið sem veitti styrk til þess árið 2023. Reykjavík Mannréttindi Fangelsismál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Verðlaunin eru afhent í dag, 16. maí, á mannréttindadegi Reykjavíkurborgar en markmiðið með deginum er að „vekja athygli á mannréttindum borgarbúa og mannréttindastefnu borgarinnar,“ að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Það var mannréttindaráð borgarinnar sem samþykkti á fundi sínum að Afstaða hlyti verðlaunin í ár en þau eru veitt árlega til einstaklinga, hópa, félagasamtaka eða stofnana sem þykja hafa á eftirtektarverðan hátt hafa staðið vörð um mannréttindi. „Afstaða heimsækir reglulega öll fangelsi landsins og veitir stjórnvöldum aðhald sem öflugur málsvari bættra fangelsismála á Íslandi. Afstaða, sem í ár fagnar 20 árum, samanstendur af sjálfboðaliðum, jafningjum og fagfólki og leggur félagið áherslu á jafningjastuðning, endurhæfingu og endurkomu einstaklinga í samfélagið eftir afplánun,“ segir meðal annars í rökstuðningi valnefndar, en nánar er fjallað um verðlaunin á vef borgarinnar. Upplýsingatorg fékk viðurkenningu Við sama tækifæri var einnig afhent svokölluð Aðgengisviðurkenning Reykjavíkurborgar. Það er Katarzyna Beata Kubis sem hlýtur viðurkenninguna í ár fyrir upplýsingatorg sem ætlað er forráðafólki og aðstandendum fatlaðra barna. Upplýsingatorgið miðlar upplýsingum um þjónustu á einum stað þar sem efnið er aðgengilegt á íslensku og ensku. Fram kemur í tilkynningunni að viðurkenningunni sé ætlað að gera aðgengismálum hærra undir höfði og varpa ljósi á það sem vel er gert í málaflokknum. Verkefnið var unnið af Þroskahjálp í samvinnu við Mennta- og barnamálaráðuneytið sem veitti styrk til þess árið 2023.
Reykjavík Mannréttindi Fangelsismál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira