Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2025 14:40 Hvað hefurðu gert fyrir mig nýlega? Lars Fruergaard Jørgensen var rekinn sem forstjóri Novo Nordisk þrátt fyrir að það hafi orðið verðmætasta fyrirtæki Evrópu í fyrra undir hans stjórn. Vísir/EPA Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk, eitt verðmætasta fyrirtæki Evrópu, tilkynnti í dag að það hefði rekið forstjóra sinn í skugga vaxandi samkeppni. Í tíð forstjórans hefur hagnaður fyrirtækisins nærri þrefaldast þökk sé þyngdarstjórnunar- og sykursýkislyfja þess. Lars Fruergaard Jørgensen hefur stýrt Novo Nordisk undanfarin átta ár. Á þeim tíma hafa lyfin Ozempic og Wegovy malað fyrirtækinu gull. Sala, hagnaður og hlutabréfaverð í danska fyrirtækinu hefur nærri því þrefaldast. Fyrirtækið var um tíma það verðmætasta í Evrópu í fyrra. Hlutabréfaverð hefur hins vegar fallið síðasta árið vegna aukinnar samkeppni, að sögn evrópska blaðsins Politico. Þá hafa tilraunir með næstu kynslóð lyfja fyrirtækisins ekki borið tilætlaðan árangur. Fyrir nokkrum dögum lækkaði fyrirtækið sölu- og hagnaðarspár sínar í fyrsta skipti frá því að Wegovy kom á markað fyrir fjórum árum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í tilkynningu frá fyrirtækinu í dag segir að stjórn og Lars Fruergaard Jørgensen, forstjóri, hafi komist að „sameiginlegri ákvörðun“ um að hann léti af störfum. Vísaði fyrirtækið til þróunar hlutabréfaverðs frá því um mitt ár í fyrra og áskorana á markaði. Verðið er 32 prósentum lægra nú en fyrir ári og 59 prósentum lægra en þegar það náði hámarki sínu samkvæmt Reuters. Ákvörðun stjórnarinnar er sögð hafa komið greinendum og fjárfestum á óvart. Reuters segir þá ekki sannfærða um að skipta hafi þurft Jørgensen út. Novo Nordisk hafi fram að þessu sýnt þolinmæði með stjórnendum sínum. „Manni finnst bara eins og það hafi eitthvað farið verulega úrskeiðis hér,“ segir Carsten Lonborg Madsen, greinandi hjá Danske Bank við Reuters. Danmörk Lyf Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Novo Nordisk orðið verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk hefur hagnast um rúmlega tólf hundruð milljarða íslenskra króna það sem af er ári. Þessi methagnaður einn og sér er ástæða þess að hagvöxtur í Danmörku er jákvæður í stað þess að vera neikvæður, en fyrirtækið er nú talið verðmætasta fyrirtæki Evrópu. 5. nóvember 2023 23:44 Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Lars Fruergaard Jørgensen hefur stýrt Novo Nordisk undanfarin átta ár. Á þeim tíma hafa lyfin Ozempic og Wegovy malað fyrirtækinu gull. Sala, hagnaður og hlutabréfaverð í danska fyrirtækinu hefur nærri því þrefaldast. Fyrirtækið var um tíma það verðmætasta í Evrópu í fyrra. Hlutabréfaverð hefur hins vegar fallið síðasta árið vegna aukinnar samkeppni, að sögn evrópska blaðsins Politico. Þá hafa tilraunir með næstu kynslóð lyfja fyrirtækisins ekki borið tilætlaðan árangur. Fyrir nokkrum dögum lækkaði fyrirtækið sölu- og hagnaðarspár sínar í fyrsta skipti frá því að Wegovy kom á markað fyrir fjórum árum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í tilkynningu frá fyrirtækinu í dag segir að stjórn og Lars Fruergaard Jørgensen, forstjóri, hafi komist að „sameiginlegri ákvörðun“ um að hann léti af störfum. Vísaði fyrirtækið til þróunar hlutabréfaverðs frá því um mitt ár í fyrra og áskorana á markaði. Verðið er 32 prósentum lægra nú en fyrir ári og 59 prósentum lægra en þegar það náði hámarki sínu samkvæmt Reuters. Ákvörðun stjórnarinnar er sögð hafa komið greinendum og fjárfestum á óvart. Reuters segir þá ekki sannfærða um að skipta hafi þurft Jørgensen út. Novo Nordisk hafi fram að þessu sýnt þolinmæði með stjórnendum sínum. „Manni finnst bara eins og það hafi eitthvað farið verulega úrskeiðis hér,“ segir Carsten Lonborg Madsen, greinandi hjá Danske Bank við Reuters.
Danmörk Lyf Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Novo Nordisk orðið verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk hefur hagnast um rúmlega tólf hundruð milljarða íslenskra króna það sem af er ári. Þessi methagnaður einn og sér er ástæða þess að hagvöxtur í Danmörku er jákvæður í stað þess að vera neikvæður, en fyrirtækið er nú talið verðmætasta fyrirtæki Evrópu. 5. nóvember 2023 23:44 Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Novo Nordisk orðið verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk hefur hagnast um rúmlega tólf hundruð milljarða íslenskra króna það sem af er ári. Þessi methagnaður einn og sér er ástæða þess að hagvöxtur í Danmörku er jákvæður í stað þess að vera neikvæður, en fyrirtækið er nú talið verðmætasta fyrirtæki Evrópu. 5. nóvember 2023 23:44