Sport

Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnar Nelson snýr aftur í búrið í júlí.
Gunnar Nelson snýr aftur í búrið í júlí. getty/Jeff Bottari

Þann 19. júlí næstkomandi mætir Gunnar Nelson Neil Magny á UFC 318 í New Orleans.

Gunnar tapaði fyrir Kevin Holland í mars, í fyrsta bardaga sínum í tvö ár. Hann þarf ekki að bíða jafn lengi eftir næsta bardaga því hann verður í sumar. Gunnar mætir þá Magny á UFC 318 í Smoothie King Center í New Orleans.

Leitun er að iðnari bardagakappa en Magny. Þessi 37 ára Bandaríkjamaður á metið yfir flesta sigra í veltivigt í sögu UFC, eða 22.

Hann er alls með 42 bardaga á ferilskránni; hefur unnið 29 þeirra og tapað þrettán. Hann hefur tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum, síðast gegn Carlos Prates í nóvember í fyrra.

Gunnar, sem er ári yngri en Magny, hefur unnið nítján af 26 bardögum sínum á ferlinum.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×