Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar 17. maí 2025 06:30 Ársreikningur Kópavogs fyrir árið 2024 var nýverið samþykktur í bæjarstjórn Kópavogs. Það er nýlunda að rekstrarniðurstaða sé jákvæð um 4,19 milljarða. Í fjölda ára hefur niðurstaðan verið í námunda við núllið, stundum nokkuð neikvæð en sjaldan mikið yfir því. Bæjarstjórinn Ásdís Kristjánsdóttir hefur farið víða í fjölmiðlum og glaðst yfir þessari góðu niðurstöðu. Helst þakkar hún hagræðingu, aðhaldi og góðum rekstri þessa niðurstöðu. En er allt sem sýnist? Er reksturinn eitthvað betri en á öðrum bæjum? Í fjárhagsáætlun ársins var gert ráð fyrir tapi af rekstri A hluta bæjarsjóðs upp á 146 milljónir, hvað breyttist? Skoðum málið. Rekstrarniðurstaða A hluta 2024: 4.188.260 Þ. Kr. Þ.a. skila lóðaúthlutanir 2024: - 3.150.574 þ. Kr. Þ.a. jukust framlög Jöfnunarsjóðs umfram áætlun um: - 574.244 þ. Kr. Greiðsla lífeyrisskuldbindingar lækkaði frá áætlun um: - 988.596 þ. Kr. Rekstrarniðurstaða án þessara breytinga: - 525.154 þ. kr. Þannig að ef þessir þættir hefðu ekki breyst til hins betra frá áætlun þá værum við í hálfs miljarðs mínus. Þeir liðir sem hér eru teknir út úr rekstrarreikningi bæjarins til sérstakrar skoðunar hafa ekkert með góða rekstrarkunnáttu að gera. Lóðaúthlutanir í nýju hverfi hafa ekki átt sér stað í Kópavogi síðan árið 2015. Með þeim koma inn fjármunir sem eiga að fara í uppbyggingu, ekki rekstur, enda um tæmandi auðlind að ræða sem ekki má reiða sig á í rekstri sveitarfélaga. Og svo er það lífeyrisskuldbindingin sem aldrei virðist vera hægt að geta sér til um hver verði fyrir komandi ár, sem er vissulega óviðunandi í rekstri sveitarfélaga. Þetta er skuldbinding bæjarins í lífeyrissjóð sem var lokað fyrir allnokkrum árum en þarf að greiða úr þar til allir sjóðfélagar hafa fengið sitt. Í ár vorum við heppin og þurftum aðeins að greiða 600 milljónir en ekki 1.6 milljarð eins og áætlað var. Greiðslur frá Jöfnunarsjóði hækkuðu vegna hækkunar útsvarsprósentu til að koma til móts við kostnað vegna málefna fatlaðra. Ekki var gert ráð fyrir þessari aukningu í áætlun. Þessi leikur minn að tölum sýnir okkur að það er alveg óþarfi að hreykja sér af ráðsnilld í rekstri þegar stórir utanaðkomandi þættir stjórna ferðinni að miklu leyti. Annar rekstrarkostnaður er að mestu eins og gert var ráð fyrir í áætlun sem er vissulega vert að gleðjast yfir. Hvað er Kópavogur ekki að gera? Það má hins vegar benda á að bæjarfélagið Kópavogur er ekki að sinna verkefnum sem það ætti að sinna með öflugum hætti m.v. að vera næst stærsta sveitarfélag landsins. Þar ber helst að nefna uppbyggingu óhagnaðardrifins húsnæðis fyrir tekjulága þjóðfélagshópa. Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga gerir ráð fyrir 18% framlagi ríkis á móti 12% framlagi sveitarfélags til félaga sem byggja óhagnaðardrifið húsnæði skv. skilmálum rammasamningsins. Frá árinu 2020 hefur Reykjavík lagt út 10,79 milljarða til verkefnisins á meðan Kópavogsbær hefur lagt út 265 milljónir. Stór hluti af þeirri upphæð hefur farið til kaupa á íbúðum inn í félagslega íbúðakerfi Kópavogs en til þess var þessi samningur ekki hugsaður nema að litlum hluta. Framlag Kópavogs vegur um 2,5% af framlagi Reykjavíkur þrátt fyrir að í Kópavogi búi 1/3 af íbúafjölda Reykjavíkur. Hafnarfjörður hefur staðið sig mun betur og vegur þeirra framlag um 10% af framlagi Reykjavíkur. Það vantar líka nokkuð upp á að bæjarfélagið sé að sinna öldruðum eins og æskilegt er. Enginn nýr fær heimilisaðstoð í dag nema annar hætti. Sama má segja um fatlaða sem fengið hafa stuðningsmat, aðeins þeir allra verst settu fá aðstoð. Á meðan lengjast biðlistarnir. Þrátt fyrir stöðuga fjölgun íbúa í Kópavogi þá hefur starfsfólki í þessum umönnunarstörfum ekki fjölgað. Ef Kópavogur væri að sinna lögbundnum skyldum sínum sem sveitarfélag þá væri fjárhagsstaðan verri en hún er í raun. Stöðugar skammtímalántökur til að eiga fyrir launum benda ekki til frábærs rekstrarlegs innsæis og viðsnúningur vegna lóðaúthlutana gerir reksturinn ekki sjálfbæran. Til þess þarf meiri ráðsnilld í rekstri. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Samfylkingin Sveitarstjórnarmál Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Skoðun Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Sjá meira
Ársreikningur Kópavogs fyrir árið 2024 var nýverið samþykktur í bæjarstjórn Kópavogs. Það er nýlunda að rekstrarniðurstaða sé jákvæð um 4,19 milljarða. Í fjölda ára hefur niðurstaðan verið í námunda við núllið, stundum nokkuð neikvæð en sjaldan mikið yfir því. Bæjarstjórinn Ásdís Kristjánsdóttir hefur farið víða í fjölmiðlum og glaðst yfir þessari góðu niðurstöðu. Helst þakkar hún hagræðingu, aðhaldi og góðum rekstri þessa niðurstöðu. En er allt sem sýnist? Er reksturinn eitthvað betri en á öðrum bæjum? Í fjárhagsáætlun ársins var gert ráð fyrir tapi af rekstri A hluta bæjarsjóðs upp á 146 milljónir, hvað breyttist? Skoðum málið. Rekstrarniðurstaða A hluta 2024: 4.188.260 Þ. Kr. Þ.a. skila lóðaúthlutanir 2024: - 3.150.574 þ. Kr. Þ.a. jukust framlög Jöfnunarsjóðs umfram áætlun um: - 574.244 þ. Kr. Greiðsla lífeyrisskuldbindingar lækkaði frá áætlun um: - 988.596 þ. Kr. Rekstrarniðurstaða án þessara breytinga: - 525.154 þ. kr. Þannig að ef þessir þættir hefðu ekki breyst til hins betra frá áætlun þá værum við í hálfs miljarðs mínus. Þeir liðir sem hér eru teknir út úr rekstrarreikningi bæjarins til sérstakrar skoðunar hafa ekkert með góða rekstrarkunnáttu að gera. Lóðaúthlutanir í nýju hverfi hafa ekki átt sér stað í Kópavogi síðan árið 2015. Með þeim koma inn fjármunir sem eiga að fara í uppbyggingu, ekki rekstur, enda um tæmandi auðlind að ræða sem ekki má reiða sig á í rekstri sveitarfélaga. Og svo er það lífeyrisskuldbindingin sem aldrei virðist vera hægt að geta sér til um hver verði fyrir komandi ár, sem er vissulega óviðunandi í rekstri sveitarfélaga. Þetta er skuldbinding bæjarins í lífeyrissjóð sem var lokað fyrir allnokkrum árum en þarf að greiða úr þar til allir sjóðfélagar hafa fengið sitt. Í ár vorum við heppin og þurftum aðeins að greiða 600 milljónir en ekki 1.6 milljarð eins og áætlað var. Greiðslur frá Jöfnunarsjóði hækkuðu vegna hækkunar útsvarsprósentu til að koma til móts við kostnað vegna málefna fatlaðra. Ekki var gert ráð fyrir þessari aukningu í áætlun. Þessi leikur minn að tölum sýnir okkur að það er alveg óþarfi að hreykja sér af ráðsnilld í rekstri þegar stórir utanaðkomandi þættir stjórna ferðinni að miklu leyti. Annar rekstrarkostnaður er að mestu eins og gert var ráð fyrir í áætlun sem er vissulega vert að gleðjast yfir. Hvað er Kópavogur ekki að gera? Það má hins vegar benda á að bæjarfélagið Kópavogur er ekki að sinna verkefnum sem það ætti að sinna með öflugum hætti m.v. að vera næst stærsta sveitarfélag landsins. Þar ber helst að nefna uppbyggingu óhagnaðardrifins húsnæðis fyrir tekjulága þjóðfélagshópa. Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga gerir ráð fyrir 18% framlagi ríkis á móti 12% framlagi sveitarfélags til félaga sem byggja óhagnaðardrifið húsnæði skv. skilmálum rammasamningsins. Frá árinu 2020 hefur Reykjavík lagt út 10,79 milljarða til verkefnisins á meðan Kópavogsbær hefur lagt út 265 milljónir. Stór hluti af þeirri upphæð hefur farið til kaupa á íbúðum inn í félagslega íbúðakerfi Kópavogs en til þess var þessi samningur ekki hugsaður nema að litlum hluta. Framlag Kópavogs vegur um 2,5% af framlagi Reykjavíkur þrátt fyrir að í Kópavogi búi 1/3 af íbúafjölda Reykjavíkur. Hafnarfjörður hefur staðið sig mun betur og vegur þeirra framlag um 10% af framlagi Reykjavíkur. Það vantar líka nokkuð upp á að bæjarfélagið sé að sinna öldruðum eins og æskilegt er. Enginn nýr fær heimilisaðstoð í dag nema annar hætti. Sama má segja um fatlaða sem fengið hafa stuðningsmat, aðeins þeir allra verst settu fá aðstoð. Á meðan lengjast biðlistarnir. Þrátt fyrir stöðuga fjölgun íbúa í Kópavogi þá hefur starfsfólki í þessum umönnunarstörfum ekki fjölgað. Ef Kópavogur væri að sinna lögbundnum skyldum sínum sem sveitarfélag þá væri fjárhagsstaðan verri en hún er í raun. Stöðugar skammtímalántökur til að eiga fyrir launum benda ekki til frábærs rekstrarlegs innsæis og viðsnúningur vegna lóðaúthlutana gerir reksturinn ekki sjálfbæran. Til þess þarf meiri ráðsnilld í rekstri. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun