Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. maí 2025 14:35 Talitha G í Reykjavík í dag. Eigandi snekkjunnar er stofnandi og eigandi myndabankans Getty images. Vísir Stærðarinnar lúxussnekkja sem ber nafnið Talitha og er í eigu auðkýfingsins Mark Getty liggur við akkeri í Reykjavíkurhöfn. Skipið var byggt í Þýskalandi árin 1929 - 1930, og gegndi meðal annars hlutverki byssuskips í seinni heimsstyrjöld, þegar það var í eigu Bandaríkjahers. Skipið var smíðað í Kiel í Þýskalandi árin 1929 - 1930 fyrir Russell Alger, bandarískan viðskipta- og stjórnmálamann sem var á þeim tíma forstjóri bílaframleiðandans Packard Motor Car Company. Meðal fjölmargra fyrrverandi eigenda snekkjunnar er Robert Stigwood, sem átti fleyið árin 1983 - 1993. Stigwood gerði garðinn frægan í tónlistarbransanum og kvikmyndaiðnaði, en hann var meðal annars umboðsmaður Cream um árabil og framleiddi kvikmyndir eins og Jesus Christ superstar og Saturday night fever. Sjóher Bandaríkjanna eignaðist skipið í janúar 1942 og í seinni heimsstyrjöld þjónaði skipið sem byssuskip undir nafninu Beamount. Árið 1993 eignaðist auðkýfingurinn bresk-ameríski auðkýfingurinn Sir Paul Getty snekkjuna, en hann er faðir Mark Getty, núverandi eigandans. Feðgarnir eru af Getty-ættinni sem hafði auðgast verulega á olíuiðnaði snemma á tuttugustu öldinni. Skipið heitir nú Talitha G. og var nefnd eftir annarri eiginkonu Pauls Getty, sem lést árið 1971. Mark Getty núverandi eigandi snekkjunnar er stofnandi og eigandi myndabankans Getty images. Egill Helgason, dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu, segir í færslu á samfélagsmiðlumm að hann hafi verið hættulegur í umferðinni í Reykjavík, vegna þess hvað hann horfði mikið á fleyið mikla í höfninni. „Ég var að snúa mig úr hálsliðnum til að horfa á hana. Sérlega fallegt skip.“ Reykjavík Hafnarmál Íslandsvinir Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Skipið var smíðað í Kiel í Þýskalandi árin 1929 - 1930 fyrir Russell Alger, bandarískan viðskipta- og stjórnmálamann sem var á þeim tíma forstjóri bílaframleiðandans Packard Motor Car Company. Meðal fjölmargra fyrrverandi eigenda snekkjunnar er Robert Stigwood, sem átti fleyið árin 1983 - 1993. Stigwood gerði garðinn frægan í tónlistarbransanum og kvikmyndaiðnaði, en hann var meðal annars umboðsmaður Cream um árabil og framleiddi kvikmyndir eins og Jesus Christ superstar og Saturday night fever. Sjóher Bandaríkjanna eignaðist skipið í janúar 1942 og í seinni heimsstyrjöld þjónaði skipið sem byssuskip undir nafninu Beamount. Árið 1993 eignaðist auðkýfingurinn bresk-ameríski auðkýfingurinn Sir Paul Getty snekkjuna, en hann er faðir Mark Getty, núverandi eigandans. Feðgarnir eru af Getty-ættinni sem hafði auðgast verulega á olíuiðnaði snemma á tuttugustu öldinni. Skipið heitir nú Talitha G. og var nefnd eftir annarri eiginkonu Pauls Getty, sem lést árið 1971. Mark Getty núverandi eigandi snekkjunnar er stofnandi og eigandi myndabankans Getty images. Egill Helgason, dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu, segir í færslu á samfélagsmiðlumm að hann hafi verið hættulegur í umferðinni í Reykjavík, vegna þess hvað hann horfði mikið á fleyið mikla í höfninni. „Ég var að snúa mig úr hálsliðnum til að horfa á hana. Sérlega fallegt skip.“
Reykjavík Hafnarmál Íslandsvinir Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira