Fótbolti

Sæ­var og Nóel fallnir úr dönsku úr­vals­deildinni

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Millinafnarnir Sævar og Nóel eru á leið niður um deild.
Millinafnarnir Sævar og Nóel eru á leið niður um deild.

Lyngby og Aalborg, lið Sævars Atla Magnússonar og Nóels Atla Arnórssonar, eru bæði fallin úr dönsku úrvalsdeildinni. Sævar og félagar töpuðu 5-1 gegn Sönderjyske. Nóel og félagar töpuðu 2-3 gegn Silkeborg. Liðin munu mætast í þýðingarlausum leik í lokaumferðinni næstu helgi.

Sævar Atli var í byrjunarliði Lyngby og lagði upp eina mark liðsins á Magnus Jensen en liðið var þá þegar fjórum mörkum undir gegn Sönderjyske og átti eftir að fá á sig annað mark.

Kristall Máni Ingason og Daníel Leó Grétarsson voru ekki í leikmannahópi Sönderjyske, vegna meiðsla.

Nóel Atli kom inn af varamannabekk Aalborg á 66. mínútu. Liðið var þá 2-1 yfir en tapaði leiknum 2-3. Jöfnunar- og sigurmarkið skorað í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×