Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2025 08:46 Rafal Trzaskowski, borgarstjóri Varsjár, (t.v.) og Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur, (t.h.) mætast að öllum líkindum í seinni umferð pólsku forsetakosninganna eftir tvær vikur. AP/Czarek Sokolowski Frjálslyndur borgarstjóri Varsjár og íhaldssamur sagnfræðingur keppast að öllum líkindum um embætti forseta Póllands eftir fyrri umferð forsetakosninga þar í gær. Lítill munur virðist hafa verið á fylgi frambjóðendanna tveggja. Formleg úrslit fyrri umferðarinnar liggja enn ekki fyrir en samkvæmt útgönguspám lítur út fyrir að Rafal Trzaskowski, borgarstjóri Varsjár, hafi fengið flest atkvæði, 31,2 prósent. Trzakowski er bandamaður Donalds Tusk forsætisráðherra og er Evrópusinni. Útlit er fyrir að hann mæti Karol Nawrocki, sem naut stuðnings Laga og réttlætis, þjóðernisíhaldsflokksins sem stýrði Póllandi lengi, í seinni umferðinni eftir tvær vikur. Nawrocki fékk 29,7 prósent atkvæða samkvæmt útgönguspá Ipsos. Búist er við því að endanleg úrslit liggi fyrir annað hvort seinna í dag eða á morgun, að sögn AP-fréttastofunnar. Nawrocki er pólitískur nýgræðingur. Hann talar fyrir íhaldssömum gildum og fullveldi Póllands. Bandaríkjaforseti tók á móti honum í Hvíta húsinu fyrr í þessum mánuði sem túlkað var sem stuðningsyfirlýsing við Nawrocki. Líkt og Bandaríkjaforseti hefur Nawrocki talað gegn Úkraínumönnum í sambandi við innrásarstríð Rússa. Tveir frambjóðendur sem eru enn lengra til hægri en Nawrocki fengu samtals rúman fimmtung atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Forsætisráðherra og þingið fara með mest völd samvæmt pólskri stjórnskipan. Forsetinn hefur engu að síður umtalsverð völd, sérstaklega í utanríkis- og öryggismálum. Þá fer hann með neitunarvald yfir lögum sem þingið samþykkir. Andrzej Duda, fráfarandi forseti og íhaldsmaður, hefur ítrekað beitt því gegn stjórn Tusk á undanförnum mánuðum. Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Forsætisráðherra Póllands fullyrðir að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi vísvitandi kveikt í stærstu verslunarmiðstöð landsins sem brann nærri til grunna í fyrra. Sökudólgarnir eru taldir hafa átt þátt í eldsvoða í nágrannaríkinu Litháen skömmu áður. 12. maí 2025 10:38 Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Pólskur ráðherra segir rússnesk stjórnvöld nú há fordæmalausa herferð til þess að hafa áhrif á forsetakosningar síðar í þessum mánuði. Afskiptin felist meðal annars í upplýsingahernaði og tölvuárásum á innviði landsins. 6. maí 2025 11:40 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Formleg úrslit fyrri umferðarinnar liggja enn ekki fyrir en samkvæmt útgönguspám lítur út fyrir að Rafal Trzaskowski, borgarstjóri Varsjár, hafi fengið flest atkvæði, 31,2 prósent. Trzakowski er bandamaður Donalds Tusk forsætisráðherra og er Evrópusinni. Útlit er fyrir að hann mæti Karol Nawrocki, sem naut stuðnings Laga og réttlætis, þjóðernisíhaldsflokksins sem stýrði Póllandi lengi, í seinni umferðinni eftir tvær vikur. Nawrocki fékk 29,7 prósent atkvæða samkvæmt útgönguspá Ipsos. Búist er við því að endanleg úrslit liggi fyrir annað hvort seinna í dag eða á morgun, að sögn AP-fréttastofunnar. Nawrocki er pólitískur nýgræðingur. Hann talar fyrir íhaldssömum gildum og fullveldi Póllands. Bandaríkjaforseti tók á móti honum í Hvíta húsinu fyrr í þessum mánuði sem túlkað var sem stuðningsyfirlýsing við Nawrocki. Líkt og Bandaríkjaforseti hefur Nawrocki talað gegn Úkraínumönnum í sambandi við innrásarstríð Rússa. Tveir frambjóðendur sem eru enn lengra til hægri en Nawrocki fengu samtals rúman fimmtung atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Forsætisráðherra og þingið fara með mest völd samvæmt pólskri stjórnskipan. Forsetinn hefur engu að síður umtalsverð völd, sérstaklega í utanríkis- og öryggismálum. Þá fer hann með neitunarvald yfir lögum sem þingið samþykkir. Andrzej Duda, fráfarandi forseti og íhaldsmaður, hefur ítrekað beitt því gegn stjórn Tusk á undanförnum mánuðum.
Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Forsætisráðherra Póllands fullyrðir að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi vísvitandi kveikt í stærstu verslunarmiðstöð landsins sem brann nærri til grunna í fyrra. Sökudólgarnir eru taldir hafa átt þátt í eldsvoða í nágrannaríkinu Litháen skömmu áður. 12. maí 2025 10:38 Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Pólskur ráðherra segir rússnesk stjórnvöld nú há fordæmalausa herferð til þess að hafa áhrif á forsetakosningar síðar í þessum mánuði. Afskiptin felist meðal annars í upplýsingahernaði og tölvuárásum á innviði landsins. 6. maí 2025 11:40 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Forsætisráðherra Póllands fullyrðir að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi vísvitandi kveikt í stærstu verslunarmiðstöð landsins sem brann nærri til grunna í fyrra. Sökudólgarnir eru taldir hafa átt þátt í eldsvoða í nágrannaríkinu Litháen skömmu áður. 12. maí 2025 10:38
Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Pólskur ráðherra segir rússnesk stjórnvöld nú há fordæmalausa herferð til þess að hafa áhrif á forsetakosningar síðar í þessum mánuði. Afskiptin felist meðal annars í upplýsingahernaði og tölvuárásum á innviði landsins. 6. maí 2025 11:40