„Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Árni Sæberg og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 19. maí 2025 11:19 Köldu hefur andað á milli þeirra Björgólfs Thors og Róberts um árabil. Vísir/Vilhelm Róbert Wessman vill lítið tjá sig um meintar njósnir manna á snærum Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem beindust meðal annars að Róberti. „Auðvitað eru þetta vinnubrögð sem maður er ekki vanur,“ segir hann þó. Mikið hefur verið fjallað um meintar njósnir fyrirtækisins PPP í tengslum við hópmálsókn á hendur Björgólfi Thor, sem Róbert tók meðal annars þátt í. Þeir hafa um árabil eldað grátt silfur saman eftir að slitnaði upp úr nánu samstarfi þeirra hjá Actavis. Ítarlega var fjallað um átök þeirra hér. Njósnamálið hefur undið upp á sig Málið hefur dregið dilk á eftir sér og inn í það hefur fléttast umfangsmikill leki á gögnum frá Sérstökum saksóknara, sem er nú til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi eftir að upphafleg rannsókn var felld niður af Ríkissaksóknara á sínum tíma. Vísir birti í morgun yfirgripsmikla fréttaskýringu, þar sem tilraun var gerð til að skýra flókið mál sem teygir sig yfir sautján ár og sér ekki fyrir endann á. Stóra málið í dag er að upptökum af samtölum fólks sem fengust með hlerunum fyrir hálfum öðrum áratug var ekki eytt. Samtöl sem vörðuðu sakamál sem heyra sögunni til og líka samtöl fólks um alls ótengd efni. Umfjöllun um PPP hófst þó sem áður segir vegna meintra njósna um Róbert Wessman og aðra sem tóku þátt í hópmálsókn á hendur Björgólfi Thor. Skráði félagið á þriðja markaðinn Róbert stóð í stórræðum í morgun þegar Alvotech, félag sem hann stofnaði og stýrir, var tekið til viðskipta í kauphöllinni í Svíþjóð. Alvotech er þegar skráð á markað hér á landi og í Bandaríkjunum. Viðtal við Róbert bauðst í tilefni af skráningunni og ómögulegt var að sleppa honum án þess að spyrja út í njósnamálið. „Ég svona almennt séð er ekkert að tjá mig um þetta en auðvitað eru þetta vinnubrögð sem maður er ekki vanur. Ég kaus bara að vera ekki að tjá mig um þetta enda mikið að gera á stóru heimili eins og Alvotech og ég eyði orkunni minni þar,“ segir hann. Hvað finnst þér um þetta mál? „Ekkert annað en það. Auðvitað eru þetta vinnubrögð sem menn eru ekki vanir og það gildir alveg sama um mig og alla hina. Þetta er eitthvað sem er alveg nýtt fyrir okkur öllum held ég.“ Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Lögreglumál Alvotech Tengdar fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður, er sannfærður um að Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vilji koma á sig höggi með því að koma gömlum kynningum PPP njósnafyrirtækis til Helga Seljan og Kveiks á RÚV. 13. maí 2025 09:56 Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Lögreglustjórinn á suðurlandi segir rannsókn á meintum umfangsmiklum gagnastuldi úr kerfum sérstaks saksóknara hefjast á byrjunarreit. Gögn muni berast eftir helgi og þá geti rannsókn hafist af alvöru. 10. maí 2025 11:42 Þungt hugsi og í áfalli Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir áfall að trúnaðargögnum hafi verið stolið á sínum tíma af embætti sérstaks saksóknara. Grunsemdir embættisins frá árinu 2012 hafi hins vegar reynst réttar. 8. maí 2025 14:36 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um meintar njósnir fyrirtækisins PPP í tengslum við hópmálsókn á hendur Björgólfi Thor, sem Róbert tók meðal annars þátt í. Þeir hafa um árabil eldað grátt silfur saman eftir að slitnaði upp úr nánu samstarfi þeirra hjá Actavis. Ítarlega var fjallað um átök þeirra hér. Njósnamálið hefur undið upp á sig Málið hefur dregið dilk á eftir sér og inn í það hefur fléttast umfangsmikill leki á gögnum frá Sérstökum saksóknara, sem er nú til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi eftir að upphafleg rannsókn var felld niður af Ríkissaksóknara á sínum tíma. Vísir birti í morgun yfirgripsmikla fréttaskýringu, þar sem tilraun var gerð til að skýra flókið mál sem teygir sig yfir sautján ár og sér ekki fyrir endann á. Stóra málið í dag er að upptökum af samtölum fólks sem fengust með hlerunum fyrir hálfum öðrum áratug var ekki eytt. Samtöl sem vörðuðu sakamál sem heyra sögunni til og líka samtöl fólks um alls ótengd efni. Umfjöllun um PPP hófst þó sem áður segir vegna meintra njósna um Róbert Wessman og aðra sem tóku þátt í hópmálsókn á hendur Björgólfi Thor. Skráði félagið á þriðja markaðinn Róbert stóð í stórræðum í morgun þegar Alvotech, félag sem hann stofnaði og stýrir, var tekið til viðskipta í kauphöllinni í Svíþjóð. Alvotech er þegar skráð á markað hér á landi og í Bandaríkjunum. Viðtal við Róbert bauðst í tilefni af skráningunni og ómögulegt var að sleppa honum án þess að spyrja út í njósnamálið. „Ég svona almennt séð er ekkert að tjá mig um þetta en auðvitað eru þetta vinnubrögð sem maður er ekki vanur. Ég kaus bara að vera ekki að tjá mig um þetta enda mikið að gera á stóru heimili eins og Alvotech og ég eyði orkunni minni þar,“ segir hann. Hvað finnst þér um þetta mál? „Ekkert annað en það. Auðvitað eru þetta vinnubrögð sem menn eru ekki vanir og það gildir alveg sama um mig og alla hina. Þetta er eitthvað sem er alveg nýtt fyrir okkur öllum held ég.“
Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Lögreglumál Alvotech Tengdar fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður, er sannfærður um að Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vilji koma á sig höggi með því að koma gömlum kynningum PPP njósnafyrirtækis til Helga Seljan og Kveiks á RÚV. 13. maí 2025 09:56 Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Lögreglustjórinn á suðurlandi segir rannsókn á meintum umfangsmiklum gagnastuldi úr kerfum sérstaks saksóknara hefjast á byrjunarreit. Gögn muni berast eftir helgi og þá geti rannsókn hafist af alvöru. 10. maí 2025 11:42 Þungt hugsi og í áfalli Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir áfall að trúnaðargögnum hafi verið stolið á sínum tíma af embætti sérstaks saksóknara. Grunsemdir embættisins frá árinu 2012 hafi hins vegar reynst réttar. 8. maí 2025 14:36 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður, er sannfærður um að Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vilji koma á sig höggi með því að koma gömlum kynningum PPP njósnafyrirtækis til Helga Seljan og Kveiks á RÚV. 13. maí 2025 09:56
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Lögreglustjórinn á suðurlandi segir rannsókn á meintum umfangsmiklum gagnastuldi úr kerfum sérstaks saksóknara hefjast á byrjunarreit. Gögn muni berast eftir helgi og þá geti rannsókn hafist af alvöru. 10. maí 2025 11:42
Þungt hugsi og í áfalli Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir áfall að trúnaðargögnum hafi verið stolið á sínum tíma af embætti sérstaks saksóknara. Grunsemdir embættisins frá árinu 2012 hafi hins vegar reynst réttar. 8. maí 2025 14:36