Cunha að ganga í raðir Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. maí 2025 17:24 Matheus Cunha mun að öllum líkindum spila í rauðu á næstu leiktíð. Shaun Botterill/Getty Images Það virðist næsta öruggt að brasilíski framherjinn Matheus Cunha muni ganga í raðir Manchester United þegar tímabilinu lýkur. Talið er að alls hafi fimm lið verið með hann á óskalista sínum en Cunha er harður á því að spila fyrir Man United. Það er Sky Sports sem greindi fyrst frá. Í frétt miðilsins segir að Man Utd muni greiða 62,5 milljónir punda – nærri 11 milljarða íslenskra króna - fyrir þennan 25 ára gamla framherja. Í samningi Cunha við Úlfana er klásúla þess efnis að hann sé falur fyrir upphæðina nefnda hér að ofan. Í stað þess að eyða sumrinu í að prútta hafa Rauðu djöflarnir ákveðið að greiða klásúluna og fá leikmanninn því sem fyrst í sínar raðir. Samkvæmt Sky Sports er samningurinn svo gott sem frágenginn. Cunha telur Man Utd eitt stærsta félag í heim og telur litlar sem engar líkur á að liðið spili jafn illa á næstu leiktíð og það hefur gert á yfirstandandi tímabili. Man Utd er sem stendur í 16. Sæti, tveimur sætum neðar en Úlfarnir. Cunha gekk í raðir Úlfanna frá Atlético Madríd árið 2022. Hann hefur skorað alls 27 mörk og gefið 13 stoðsendingar í 63 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hvaða stöðu mun hann spila á vellinum? Það er ljóst að Ruben Amorim hefur keyrt kaupin á Cunha í gegn þar sem leikmanninum líður hvað best í stöðunni á bak við fremsta mann. Í 3-4-2-1 leikkerfi Amorim má reikna með að Cunha verði í vinstri „tíunni“ á bak við fremsta mann. Cunha getur einnig spilað sem fremsti maður en það er þó talið ólíklegt að hann muni spila margar mínútur þar sem Amorim er einnig með framherja á óskalista sínum. Nafnið sem er hvað helst nefnt til sögunnar er Liam Delap, framherji Ipswich Town. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Sjá meira
Það er Sky Sports sem greindi fyrst frá. Í frétt miðilsins segir að Man Utd muni greiða 62,5 milljónir punda – nærri 11 milljarða íslenskra króna - fyrir þennan 25 ára gamla framherja. Í samningi Cunha við Úlfana er klásúla þess efnis að hann sé falur fyrir upphæðina nefnda hér að ofan. Í stað þess að eyða sumrinu í að prútta hafa Rauðu djöflarnir ákveðið að greiða klásúluna og fá leikmanninn því sem fyrst í sínar raðir. Samkvæmt Sky Sports er samningurinn svo gott sem frágenginn. Cunha telur Man Utd eitt stærsta félag í heim og telur litlar sem engar líkur á að liðið spili jafn illa á næstu leiktíð og það hefur gert á yfirstandandi tímabili. Man Utd er sem stendur í 16. Sæti, tveimur sætum neðar en Úlfarnir. Cunha gekk í raðir Úlfanna frá Atlético Madríd árið 2022. Hann hefur skorað alls 27 mörk og gefið 13 stoðsendingar í 63 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hvaða stöðu mun hann spila á vellinum? Það er ljóst að Ruben Amorim hefur keyrt kaupin á Cunha í gegn þar sem leikmanninum líður hvað best í stöðunni á bak við fremsta mann. Í 3-4-2-1 leikkerfi Amorim má reikna með að Cunha verði í vinstri „tíunni“ á bak við fremsta mann. Cunha getur einnig spilað sem fremsti maður en það er þó talið ólíklegt að hann muni spila margar mínútur þar sem Amorim er einnig með framherja á óskalista sínum. Nafnið sem er hvað helst nefnt til sögunnar er Liam Delap, framherji Ipswich Town.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Sjá meira