Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2025 09:06 Nick Út heldur á myndinni frægu sem hefur verið nefnd „Napalmstúlkan“ árið 2022. Vinstra megin við hann er Kim Phuc, aðalviðfangsefni myndarinnar, en hún var níu ára gömul þegar hún var tekin. AP/Gregorio Borgia Samtök sem veita verðlaun fyrir fréttaljósmynd ársins hafa ákveðið af fjarlægja nafn ljósmyndara sem hlaut verðlaunin fyrir heimsfræga mynd af börnum að flýja napalmárás í Víetnamstríðinu. Nýleg heimildamynd hefur vakið upp spurningar um hver raunverulegur höfundur myndarinnar er. Mynd sem AP-fréttastofan birti af nakinni og grátandi stúlku á hlaupum ásamt öðrum börnum undan napalmárás Bandaríkjahers á suðurvíetnamska bæinn Trang Bang árið 1972 vakti heimsathygli. Hún þótti táknræn fyrir hörmungar stríðsins og vann til verðlauna sem fréttaljósmynd ársins hjá samtökunum World Press Photo ári seinna, sama ár og Richard Nixon batt loks enda á stríðið. Ljósmyndaranum Nick Út frá AP hefur alla tíð verið eignaður heiður af ljósmyndinni. Í heimildamyndinni „The Stringer“ sem var frumsýnd fyrr á þessu ári voru leiddar líkur að því að annar ljósmyndari hefði tekið myndina frægu, lausamaðurinn Nguyen Thanh Nghe. Hann hafi selt AP myndir en þær hafi ekki verið merktar honum. Of mikill vafi um höfundinn World Press Photo hóf rannsókn eftir að heimildamyndin kom út. Niðurstaða þeirrar rannsóknar er að samtökin ætla ekki lengur að merkja Nick Út sem höfund myndarinnar vegna vafa um hver tók myndina í raun og veru. Bæði Nguyen Thanh Nghe og annar maður, Huynh Cong Phuc, kunni að hafa verið í betri aðstöðu til þess að taka myndina. „Okkar niðurstaða er að það sé of mikill vafi til þess að halda núverandi höfundarmerkingu,“ segir Joumana El Zein Khoury, framkvæmdastjóri World Press Photo. Samtökin segjast þó ekki geta merkt öðrum ljósmyndara myndina þar sem staðfest sönnunargögn skorti um hver tók hana. Þau ætla ekki að fara fram á að Út endurgreiði verðlaunafé sem hann fékk á sínum tíma. Fundu ekki ástæðu til þess að taka réttinn af Út AP-fréttastofan hefur sagt að rannsóknir sem hún hefur gert á uppruna myndarinnar gefi ekki tilefni til þess að svipta Út höfundarrétti á henni. Mögulegt væri að hann hefði tekið hana en of langur tími væri liðinn til þess að hægt væri að koma til botns í því. Engar vísbendingar hefðu fundist um að einhver annar hefði tekið myndina. Út hlaut einnig Pulitzer-blaðamannaverðlaunin í Bandaríkjunum fyrir myndina. AP-fréttastofan segir að þau séu ekki í hættu. Víetnam Fjölmiðlar Ljósmyndun Hernaður Bandaríkin Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Mynd sem AP-fréttastofan birti af nakinni og grátandi stúlku á hlaupum ásamt öðrum börnum undan napalmárás Bandaríkjahers á suðurvíetnamska bæinn Trang Bang árið 1972 vakti heimsathygli. Hún þótti táknræn fyrir hörmungar stríðsins og vann til verðlauna sem fréttaljósmynd ársins hjá samtökunum World Press Photo ári seinna, sama ár og Richard Nixon batt loks enda á stríðið. Ljósmyndaranum Nick Út frá AP hefur alla tíð verið eignaður heiður af ljósmyndinni. Í heimildamyndinni „The Stringer“ sem var frumsýnd fyrr á þessu ári voru leiddar líkur að því að annar ljósmyndari hefði tekið myndina frægu, lausamaðurinn Nguyen Thanh Nghe. Hann hafi selt AP myndir en þær hafi ekki verið merktar honum. Of mikill vafi um höfundinn World Press Photo hóf rannsókn eftir að heimildamyndin kom út. Niðurstaða þeirrar rannsóknar er að samtökin ætla ekki lengur að merkja Nick Út sem höfund myndarinnar vegna vafa um hver tók myndina í raun og veru. Bæði Nguyen Thanh Nghe og annar maður, Huynh Cong Phuc, kunni að hafa verið í betri aðstöðu til þess að taka myndina. „Okkar niðurstaða er að það sé of mikill vafi til þess að halda núverandi höfundarmerkingu,“ segir Joumana El Zein Khoury, framkvæmdastjóri World Press Photo. Samtökin segjast þó ekki geta merkt öðrum ljósmyndara myndina þar sem staðfest sönnunargögn skorti um hver tók hana. Þau ætla ekki að fara fram á að Út endurgreiði verðlaunafé sem hann fékk á sínum tíma. Fundu ekki ástæðu til þess að taka réttinn af Út AP-fréttastofan hefur sagt að rannsóknir sem hún hefur gert á uppruna myndarinnar gefi ekki tilefni til þess að svipta Út höfundarrétti á henni. Mögulegt væri að hann hefði tekið hana en of langur tími væri liðinn til þess að hægt væri að koma til botns í því. Engar vísbendingar hefðu fundist um að einhver annar hefði tekið myndina. Út hlaut einnig Pulitzer-blaðamannaverðlaunin í Bandaríkjunum fyrir myndina. AP-fréttastofan segir að þau séu ekki í hættu.
Víetnam Fjölmiðlar Ljósmyndun Hernaður Bandaríkin Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira