Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2025 09:06 Nick Út heldur á myndinni frægu sem hefur verið nefnd „Napalmstúlkan“ árið 2022. Vinstra megin við hann er Kim Phuc, aðalviðfangsefni myndarinnar, en hún var níu ára gömul þegar hún var tekin. AP/Gregorio Borgia Samtök sem veita verðlaun fyrir fréttaljósmynd ársins hafa ákveðið af fjarlægja nafn ljósmyndara sem hlaut verðlaunin fyrir heimsfræga mynd af börnum að flýja napalmárás í Víetnamstríðinu. Nýleg heimildamynd hefur vakið upp spurningar um hver raunverulegur höfundur myndarinnar er. Mynd sem AP-fréttastofan birti af nakinni og grátandi stúlku á hlaupum ásamt öðrum börnum undan napalmárás Bandaríkjahers á suðurvíetnamska bæinn Trang Bang árið 1972 vakti heimsathygli. Hún þótti táknræn fyrir hörmungar stríðsins og vann til verðlauna sem fréttaljósmynd ársins hjá samtökunum World Press Photo ári seinna, sama ár og Richard Nixon batt loks enda á stríðið. Ljósmyndaranum Nick Út frá AP hefur alla tíð verið eignaður heiður af ljósmyndinni. Í heimildamyndinni „The Stringer“ sem var frumsýnd fyrr á þessu ári voru leiddar líkur að því að annar ljósmyndari hefði tekið myndina frægu, lausamaðurinn Nguyen Thanh Nghe. Hann hafi selt AP myndir en þær hafi ekki verið merktar honum. Of mikill vafi um höfundinn World Press Photo hóf rannsókn eftir að heimildamyndin kom út. Niðurstaða þeirrar rannsóknar er að samtökin ætla ekki lengur að merkja Nick Út sem höfund myndarinnar vegna vafa um hver tók myndina í raun og veru. Bæði Nguyen Thanh Nghe og annar maður, Huynh Cong Phuc, kunni að hafa verið í betri aðstöðu til þess að taka myndina. „Okkar niðurstaða er að það sé of mikill vafi til þess að halda núverandi höfundarmerkingu,“ segir Joumana El Zein Khoury, framkvæmdastjóri World Press Photo. Samtökin segjast þó ekki geta merkt öðrum ljósmyndara myndina þar sem staðfest sönnunargögn skorti um hver tók hana. Þau ætla ekki að fara fram á að Út endurgreiði verðlaunafé sem hann fékk á sínum tíma. Fundu ekki ástæðu til þess að taka réttinn af Út AP-fréttastofan hefur sagt að rannsóknir sem hún hefur gert á uppruna myndarinnar gefi ekki tilefni til þess að svipta Út höfundarrétti á henni. Mögulegt væri að hann hefði tekið hana en of langur tími væri liðinn til þess að hægt væri að koma til botns í því. Engar vísbendingar hefðu fundist um að einhver annar hefði tekið myndina. Út hlaut einnig Pulitzer-blaðamannaverðlaunin í Bandaríkjunum fyrir myndina. AP-fréttastofan segir að þau séu ekki í hættu. Víetnam Fjölmiðlar Ljósmyndun Hernaður Bandaríkin Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Sjá meira
Mynd sem AP-fréttastofan birti af nakinni og grátandi stúlku á hlaupum ásamt öðrum börnum undan napalmárás Bandaríkjahers á suðurvíetnamska bæinn Trang Bang árið 1972 vakti heimsathygli. Hún þótti táknræn fyrir hörmungar stríðsins og vann til verðlauna sem fréttaljósmynd ársins hjá samtökunum World Press Photo ári seinna, sama ár og Richard Nixon batt loks enda á stríðið. Ljósmyndaranum Nick Út frá AP hefur alla tíð verið eignaður heiður af ljósmyndinni. Í heimildamyndinni „The Stringer“ sem var frumsýnd fyrr á þessu ári voru leiddar líkur að því að annar ljósmyndari hefði tekið myndina frægu, lausamaðurinn Nguyen Thanh Nghe. Hann hafi selt AP myndir en þær hafi ekki verið merktar honum. Of mikill vafi um höfundinn World Press Photo hóf rannsókn eftir að heimildamyndin kom út. Niðurstaða þeirrar rannsóknar er að samtökin ætla ekki lengur að merkja Nick Út sem höfund myndarinnar vegna vafa um hver tók myndina í raun og veru. Bæði Nguyen Thanh Nghe og annar maður, Huynh Cong Phuc, kunni að hafa verið í betri aðstöðu til þess að taka myndina. „Okkar niðurstaða er að það sé of mikill vafi til þess að halda núverandi höfundarmerkingu,“ segir Joumana El Zein Khoury, framkvæmdastjóri World Press Photo. Samtökin segjast þó ekki geta merkt öðrum ljósmyndara myndina þar sem staðfest sönnunargögn skorti um hver tók hana. Þau ætla ekki að fara fram á að Út endurgreiði verðlaunafé sem hann fékk á sínum tíma. Fundu ekki ástæðu til þess að taka réttinn af Út AP-fréttastofan hefur sagt að rannsóknir sem hún hefur gert á uppruna myndarinnar gefi ekki tilefni til þess að svipta Út höfundarrétti á henni. Mögulegt væri að hann hefði tekið hana en of langur tími væri liðinn til þess að hægt væri að koma til botns í því. Engar vísbendingar hefðu fundist um að einhver annar hefði tekið myndina. Út hlaut einnig Pulitzer-blaðamannaverðlaunin í Bandaríkjunum fyrir myndina. AP-fréttastofan segir að þau séu ekki í hættu.
Víetnam Fjölmiðlar Ljósmyndun Hernaður Bandaríkin Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Sjá meira