Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni inn í Þórsmörk og sneri heill heim Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. maí 2025 16:45 Valdis treysti Teslunni vel fyrir því að keyra yfir nokkrar smærri ár á leið upp í Þórsmörk og Teslan var traustsins verð. Leigubílstjóri sem ók Teslu yfir fjölda lækja inn í Þórsmörk segir nútímarafbíla vel hannaða til að keyra gegnum djúpa polla eða læki. Hann hafi verið meðvitaður um áhættuna en farið varlega og eru engin ummerki eftir svaðilförina á bílnum. Á sunnudaginn birtist mynd af Teslu-leigubíl frá Hreyfli inni á Facebook-síðunni „Teslu eigendur og áhugafólk“ en myndin var ekki í frásögur færandi nema vegna þess að bílinn var staddur í Þórsmörk umkringdur grjóti og var honum lagt við hliðina á læk. Valdis skildi við Tesluna þarna í Þórsmörk og gekk restina af leiðinni inn í Bása. „Þessi er djúpt í Þórsmörk veit einhver söguna á bakvið þetta? Fastur kannski? Merktur Hreyfil,“ skrifaði Ólafur Hrafn Halldórsson við færsluna. Fjöldi fólks skrifaði ummæli við myndina, sumir furðuðu sig á dirfsku ökuþórsins, aðrir hrósuðu þoli Teslunnar og svo var auðvitað ákveðinn hópur hneykslaður. Töldu margir öruggt að þarna væri verið að skemma bílinn eða í það minnsta rýra endursöluvirði hans. Eigandi Teslunnar reyndist vera Valdis Bumburs, leigubílstjóri hjá Hreyfli, sem ákvað að láta reyna á hversu langt hann kæmist inn í Þórsmörk á Teslunni sinni. Ekki ein rispa á bílnum eftir svaðilförina „Þetta var í raun bara spontant dagsferð — smá próf til að sjá hversu langt Tesla kæmist og kíkja aðeins við í Þórsmörk. Allt gekk eins og í sögu og bíllinn kom til baka án þess að bera nein ummerki um ferðina, ekki einu sinni rispu — sem var næstum því eins og að svindla á lögmálum náttúrunnar,“ segir Valdis um ferðina. Hvað kom til að þú fórst í þessa ferð? „Ég sá frétt fyrir tveimur árum að það hefði límmósína farið að Básum á Goðalandi. Ef að limmósína getur komist þangað þá væri gaman að prófa að fara með Tesluna,“ segir Valdis. Hann hafi áður átt Subaru Outback sem hafi auðveldlega komist þessa leið, Teslan væri aðeins lægri en hann hafi séð myndbönd og fréttir af því hvað Tesla væri fín í vatni. „Ég þekkti veginn mjög vel, hef farið þar áður og ákvað að gefa þessu séns. Í versta falli að snúa við ef þetta liti ekki nógu vel út. Svo gekk þetta bara vel,“ segir Valdis sem tók vin sinn með í þessa svaðilför. „Það kom mér á óvart hversu margir stoppuðu til að veifa og taka mynd. Á leiðinni út úr Þórsmörk stóðu farþegar úti við rútuna og klöppuðu fyrir mér — það var mjög skemmtilegt augnablik,“ segir Valdis. Einn ökumaður í Þórsmörk hafi náð góðu myndbandi af Valdis fara yfir Steinholtsá, sem sjá má hér að ofan. En hversu langt fór hann? „Ég fór ekki yfir Krossá að sjálfsögðu, það er alltof hættulegt og litlar líkur á að ég stæði slíkan straum,“ segir Valdis. „En það voru alls konar litlir lækir á leiðinni, átta eða níu lækir eins og á myndbandinu. En það er ekkert mál, svo lengi sem maður keyrir rólega og gefur sér tíma — það þarf bara pínulítið meiri útsjónarsemi en að leggja við Bónus,“ segir hann. Jökulárnar séu auðvitað sérstaklega snúnar af því sést ekki alltaf í botninn. Fólk lent illa í pollum fyrir nokkrum árum Það fyrsta sem maður hugsar um þegar maður sér rafbíla fara yfir polla eða læki er auðvitað rafhlaðan, sem er yfirleitt á botninum. „Þess vegna er fólk hrætt að fara yfir læki, fólk heldur stundum að rafbílar gefist upp í fyrstu pollunum,“ segir Valdis. „Og það var vandamál fyrir þremur eða fjórum árum þegar nokkrir bílstjórar fóru illa út úr pollum í Reykjavík þegar rigndi mikið.“ Valdis er mikill útivistarmaður og hefur verið í Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur í smá tíma. „Það hefur breyst, nútímarafbílar eru hannaðir með mjög góðri þéttingu og vörn í kringum rafhlöðu og mótora — svipað og við sjáum í nútíma snjallsímum,“ segir Valdis. „Það eru mistök líka að keyra mjög hratt yfir polla, þá kemur meiri þrýstingur. En þegar maður keyrir hægt og rólega á Teslu þolir hann, held ég, alveg upp að helming hurðarinnar. Kannski ekki í hálftíma en í nokkrar mínútur, þá á ekki neitt að gerast,“ segir hann. Hvað fóruð þið langt þarna inn eftir? „Eitthvað um tvo kílómetra frá Básum, ég fann að ég gat keyrt lengra en ákvað að leggja bílnum og svo löbbuðum við að Básum. Og tókum smá hring þar. Svo hitti ég björgunarsveitina mína sem var í jeppaferð, sem ég vissi ekki af, á nýja Fordinum okkar. Ég var hissa að rekast á þau,“ segir Valdis sem er í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík. Önnur mynd náðist af Teslunni í Þórsmörk út um glugga á rútu. Er þetta fyrsta svaðilförin sem þú ferð með Tesluna í? „Í rauninni já, ég var bara aðeins að prófa hvernig væri að keyra þetta. Það eru kannski ekki margir sem eru reyndir að keyra yfir hálendið, sérstaklega yfir læki, á Teslu. Það var gaman að prófa hvernig þetta gengi,“ segir hann. En þetta hefur líka verið próf fyrir rafhlöðuna eða hvað? „Það er alltaf einhver smá áhætta en ég var ekki mjög stressaður með það,“ segir hann eftir að hafa séð Teslu-eigendur prófa að keyra yfir slíka læki á Youtube „Ég treysti bílnum, en það er alltaf einhver séns, meira að segja ef þú ert á venjulegum bíl. Vatnið getur komið upp í vélina, þetta er ekki áhættulaust. Þetta er ekki eins mikil hætta og margir halda þegar þeir sjá rafmagnsbíl á hálendinu.“ Leigubílstjórastarfið mikilvægt í íslenskunáminu Valdis er frá Lettlandi og hefur búið á Íslandi í rúmlega níu ár. Lettnesk karlmannsnöfn enda gjarnan á -is sem veldur smá ruglingi hérlendis í tilfelli nafns Valdis. „Oft fæ ég tölvupósta sem byrja á ,Sæl',“ segir Valdis sem hefur þó bara gaman af ruglingnum. Þú talar helvíti góða íslensku? „Takk fyrir. Það hjálpar að vinna í svona vinnu og vera í björgunarsveit. Þetta hjálpar manni á ná framförum. En þetta gerðist smátt og smátt, ekki í allt í einu. Maður tekur eitt skref í einu,“ segir Valdis. Ertu búinn að vera leigubílstjóri lengi? „Ég byrjaði 2019 að keyra leigubíl, fyrir Covid og var allt Covid-tímabilið. Svo var ég orðinn leyfishafi í júní 2022 áður en kerfinu var breytt. Þá voru ennþá takmarkanir,“ segir hann. Og heldurðu að þessi vinna hafi verið það sem hjálpaði þér mest eða var það bara eigin dugnaður? „Ég myndi segja það. Ég fór í Mími, tók fyrstu fimm stigin þar en það hjálpaði mest að tala við fólk og farþegana mína. Við erum mikið að keyra fyrir ferðaþjónustuna, eldra fólk, fatlaða og blinda,“ segir Valdis. „Þetta er allt helvíti góð reynsla, sem hefur hjálpað gegnum tíðina.“ Tesla Bílar Leigubílar Ferðaþjónusta Rangárþing eystra Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Á sunnudaginn birtist mynd af Teslu-leigubíl frá Hreyfli inni á Facebook-síðunni „Teslu eigendur og áhugafólk“ en myndin var ekki í frásögur færandi nema vegna þess að bílinn var staddur í Þórsmörk umkringdur grjóti og var honum lagt við hliðina á læk. Valdis skildi við Tesluna þarna í Þórsmörk og gekk restina af leiðinni inn í Bása. „Þessi er djúpt í Þórsmörk veit einhver söguna á bakvið þetta? Fastur kannski? Merktur Hreyfil,“ skrifaði Ólafur Hrafn Halldórsson við færsluna. Fjöldi fólks skrifaði ummæli við myndina, sumir furðuðu sig á dirfsku ökuþórsins, aðrir hrósuðu þoli Teslunnar og svo var auðvitað ákveðinn hópur hneykslaður. Töldu margir öruggt að þarna væri verið að skemma bílinn eða í það minnsta rýra endursöluvirði hans. Eigandi Teslunnar reyndist vera Valdis Bumburs, leigubílstjóri hjá Hreyfli, sem ákvað að láta reyna á hversu langt hann kæmist inn í Þórsmörk á Teslunni sinni. Ekki ein rispa á bílnum eftir svaðilförina „Þetta var í raun bara spontant dagsferð — smá próf til að sjá hversu langt Tesla kæmist og kíkja aðeins við í Þórsmörk. Allt gekk eins og í sögu og bíllinn kom til baka án þess að bera nein ummerki um ferðina, ekki einu sinni rispu — sem var næstum því eins og að svindla á lögmálum náttúrunnar,“ segir Valdis um ferðina. Hvað kom til að þú fórst í þessa ferð? „Ég sá frétt fyrir tveimur árum að það hefði límmósína farið að Básum á Goðalandi. Ef að limmósína getur komist þangað þá væri gaman að prófa að fara með Tesluna,“ segir Valdis. Hann hafi áður átt Subaru Outback sem hafi auðveldlega komist þessa leið, Teslan væri aðeins lægri en hann hafi séð myndbönd og fréttir af því hvað Tesla væri fín í vatni. „Ég þekkti veginn mjög vel, hef farið þar áður og ákvað að gefa þessu séns. Í versta falli að snúa við ef þetta liti ekki nógu vel út. Svo gekk þetta bara vel,“ segir Valdis sem tók vin sinn með í þessa svaðilför. „Það kom mér á óvart hversu margir stoppuðu til að veifa og taka mynd. Á leiðinni út úr Þórsmörk stóðu farþegar úti við rútuna og klöppuðu fyrir mér — það var mjög skemmtilegt augnablik,“ segir Valdis. Einn ökumaður í Þórsmörk hafi náð góðu myndbandi af Valdis fara yfir Steinholtsá, sem sjá má hér að ofan. En hversu langt fór hann? „Ég fór ekki yfir Krossá að sjálfsögðu, það er alltof hættulegt og litlar líkur á að ég stæði slíkan straum,“ segir Valdis. „En það voru alls konar litlir lækir á leiðinni, átta eða níu lækir eins og á myndbandinu. En það er ekkert mál, svo lengi sem maður keyrir rólega og gefur sér tíma — það þarf bara pínulítið meiri útsjónarsemi en að leggja við Bónus,“ segir hann. Jökulárnar séu auðvitað sérstaklega snúnar af því sést ekki alltaf í botninn. Fólk lent illa í pollum fyrir nokkrum árum Það fyrsta sem maður hugsar um þegar maður sér rafbíla fara yfir polla eða læki er auðvitað rafhlaðan, sem er yfirleitt á botninum. „Þess vegna er fólk hrætt að fara yfir læki, fólk heldur stundum að rafbílar gefist upp í fyrstu pollunum,“ segir Valdis. „Og það var vandamál fyrir þremur eða fjórum árum þegar nokkrir bílstjórar fóru illa út úr pollum í Reykjavík þegar rigndi mikið.“ Valdis er mikill útivistarmaður og hefur verið í Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur í smá tíma. „Það hefur breyst, nútímarafbílar eru hannaðir með mjög góðri þéttingu og vörn í kringum rafhlöðu og mótora — svipað og við sjáum í nútíma snjallsímum,“ segir Valdis. „Það eru mistök líka að keyra mjög hratt yfir polla, þá kemur meiri þrýstingur. En þegar maður keyrir hægt og rólega á Teslu þolir hann, held ég, alveg upp að helming hurðarinnar. Kannski ekki í hálftíma en í nokkrar mínútur, þá á ekki neitt að gerast,“ segir hann. Hvað fóruð þið langt þarna inn eftir? „Eitthvað um tvo kílómetra frá Básum, ég fann að ég gat keyrt lengra en ákvað að leggja bílnum og svo löbbuðum við að Básum. Og tókum smá hring þar. Svo hitti ég björgunarsveitina mína sem var í jeppaferð, sem ég vissi ekki af, á nýja Fordinum okkar. Ég var hissa að rekast á þau,“ segir Valdis sem er í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík. Önnur mynd náðist af Teslunni í Þórsmörk út um glugga á rútu. Er þetta fyrsta svaðilförin sem þú ferð með Tesluna í? „Í rauninni já, ég var bara aðeins að prófa hvernig væri að keyra þetta. Það eru kannski ekki margir sem eru reyndir að keyra yfir hálendið, sérstaklega yfir læki, á Teslu. Það var gaman að prófa hvernig þetta gengi,“ segir hann. En þetta hefur líka verið próf fyrir rafhlöðuna eða hvað? „Það er alltaf einhver smá áhætta en ég var ekki mjög stressaður með það,“ segir hann eftir að hafa séð Teslu-eigendur prófa að keyra yfir slíka læki á Youtube „Ég treysti bílnum, en það er alltaf einhver séns, meira að segja ef þú ert á venjulegum bíl. Vatnið getur komið upp í vélina, þetta er ekki áhættulaust. Þetta er ekki eins mikil hætta og margir halda þegar þeir sjá rafmagnsbíl á hálendinu.“ Leigubílstjórastarfið mikilvægt í íslenskunáminu Valdis er frá Lettlandi og hefur búið á Íslandi í rúmlega níu ár. Lettnesk karlmannsnöfn enda gjarnan á -is sem veldur smá ruglingi hérlendis í tilfelli nafns Valdis. „Oft fæ ég tölvupósta sem byrja á ,Sæl',“ segir Valdis sem hefur þó bara gaman af ruglingnum. Þú talar helvíti góða íslensku? „Takk fyrir. Það hjálpar að vinna í svona vinnu og vera í björgunarsveit. Þetta hjálpar manni á ná framförum. En þetta gerðist smátt og smátt, ekki í allt í einu. Maður tekur eitt skref í einu,“ segir Valdis. Ertu búinn að vera leigubílstjóri lengi? „Ég byrjaði 2019 að keyra leigubíl, fyrir Covid og var allt Covid-tímabilið. Svo var ég orðinn leyfishafi í júní 2022 áður en kerfinu var breytt. Þá voru ennþá takmarkanir,“ segir hann. Og heldurðu að þessi vinna hafi verið það sem hjálpaði þér mest eða var það bara eigin dugnaður? „Ég myndi segja það. Ég fór í Mími, tók fyrstu fimm stigin þar en það hjálpaði mest að tala við fólk og farþegana mína. Við erum mikið að keyra fyrir ferðaþjónustuna, eldra fólk, fatlaða og blinda,“ segir Valdis. „Þetta er allt helvíti góð reynsla, sem hefur hjálpað gegnum tíðina.“
Tesla Bílar Leigubílar Ferðaþjónusta Rangárþing eystra Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira