Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 21. maí 2025 10:59 Hailey Bieber prýðir forsíðu tískutímaritsins Vogue en eiginmaður hennar hafði áður sagt við hana að það myndi aldrei gerast. Getty/Amy Sussman Förðunarmógúllinn, fyrirsætan og tískudrottningin Hailey Bieber prýðir nú forsíðu Vogue tímaritsins þar sem hún ræðir á einlægum nótum um líf sitt. Eiginmaður hennar Justin Bieber birti forsíðumyndina á Instagram hjá sér með vægast sagt sérkennilegum texta sem hann hefur nú eytt. Justin Bieber birti forsíðumyndina af eiginkonu sinni og skrifaði upphaflega: „Þetta minnir mig á þegar við Hailey lentum í rosalegu rifrildi. Ég sagði henni að hún myndi aldrei komast á forsíðu Vogue. Úff ég veit, mjög andstyggilegt. Af einhverri ástæðu leið mér eins og hún væri að vanvirða mig svakalega og ég hugsaði að ég yrði að jafna þetta og særa hana. Ég held að samhliða því að þroskast átti maður sig betur á því að maður þarf ekki alltaf að hefna sín. Með því að hefna okkar erum við í raun að fresta því sem við viljum í raun og veru, sem er nánd og tenging. Þannig að elskan mín ég veit að þú ert búin að fyrirgefa mér að ég sagði að þú kæmist aldrei á forsíðu Vogue, það var augljóslega sorglega rangt hjá mér.“ Nú hefur Bieberinn eytt skrifunum og breytt þeim í nokkur tjákn (e. emojis). View this post on Instagram A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) Hailey Bieber er stórglæsileg á forsíðunni og ræðir meðal annars um mjög erfiða fæðingu frumburðar hennar og Justins. „Að fæða barn var það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíma gert,“ segir hún og bætir við að fæðingin sem tók átján klukkutíma hafi ekki farið eins og hún hafði séð. „Það breytti mér algjörlega frá toppi til táar að verða móðir. Mér hefur aldrei líkað jafn vel við sjálfa mig.“ View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Hún segir móðurhlutverkið sömuleiðis hafa breytt því hvernig hún bregst við gagnrýni og athugasemdir frá fólki sem hefur gjarnan sterkar skoðanir á hjónabandi hennar og Justins. „Mér líður eins og ég hafi þurft að berjast svo mikið fyrir því að fólk geti skilið mig, vitað hver ég er og séð mig fyrir það sem ég er. En fólk hefur stundum einfaldlega engan áhuga á því og það er ekkert sem þú getur gert í því.“ Þá segist hún sömuleiðis setja orkuna sína í það sem skiptir hana máli, son sinn, eiginmann sinn, fjölskylduna, innri frið og fyrirtækið sitt. Hollywood Ástin og lífið Barnalán Tengdar fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Árið 2009 skaust ungur kanadískur tónlistarmaður upp á stjörnuhimininn með laginu One Time. Það sem fáir vissu kannski á þeim tíma var að hann ætti eftir að breyta gangi poppsögunnar og verða einhver stærsta stjarna okkar samtíma. Tónlistarmaðurinn heitir Justin Bieber. 7. maí 2025 07:01 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fleiri fréttir Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Sjá meira
Justin Bieber birti forsíðumyndina af eiginkonu sinni og skrifaði upphaflega: „Þetta minnir mig á þegar við Hailey lentum í rosalegu rifrildi. Ég sagði henni að hún myndi aldrei komast á forsíðu Vogue. Úff ég veit, mjög andstyggilegt. Af einhverri ástæðu leið mér eins og hún væri að vanvirða mig svakalega og ég hugsaði að ég yrði að jafna þetta og særa hana. Ég held að samhliða því að þroskast átti maður sig betur á því að maður þarf ekki alltaf að hefna sín. Með því að hefna okkar erum við í raun að fresta því sem við viljum í raun og veru, sem er nánd og tenging. Þannig að elskan mín ég veit að þú ert búin að fyrirgefa mér að ég sagði að þú kæmist aldrei á forsíðu Vogue, það var augljóslega sorglega rangt hjá mér.“ Nú hefur Bieberinn eytt skrifunum og breytt þeim í nokkur tjákn (e. emojis). View this post on Instagram A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) Hailey Bieber er stórglæsileg á forsíðunni og ræðir meðal annars um mjög erfiða fæðingu frumburðar hennar og Justins. „Að fæða barn var það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíma gert,“ segir hún og bætir við að fæðingin sem tók átján klukkutíma hafi ekki farið eins og hún hafði séð. „Það breytti mér algjörlega frá toppi til táar að verða móðir. Mér hefur aldrei líkað jafn vel við sjálfa mig.“ View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Hún segir móðurhlutverkið sömuleiðis hafa breytt því hvernig hún bregst við gagnrýni og athugasemdir frá fólki sem hefur gjarnan sterkar skoðanir á hjónabandi hennar og Justins. „Mér líður eins og ég hafi þurft að berjast svo mikið fyrir því að fólk geti skilið mig, vitað hver ég er og séð mig fyrir það sem ég er. En fólk hefur stundum einfaldlega engan áhuga á því og það er ekkert sem þú getur gert í því.“ Þá segist hún sömuleiðis setja orkuna sína í það sem skiptir hana máli, son sinn, eiginmann sinn, fjölskylduna, innri frið og fyrirtækið sitt.
Hollywood Ástin og lífið Barnalán Tengdar fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Árið 2009 skaust ungur kanadískur tónlistarmaður upp á stjörnuhimininn með laginu One Time. Það sem fáir vissu kannski á þeim tíma var að hann ætti eftir að breyta gangi poppsögunnar og verða einhver stærsta stjarna okkar samtíma. Tónlistarmaðurinn heitir Justin Bieber. 7. maí 2025 07:01 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fleiri fréttir Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Sjá meira
Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Árið 2009 skaust ungur kanadískur tónlistarmaður upp á stjörnuhimininn með laginu One Time. Það sem fáir vissu kannski á þeim tíma var að hann ætti eftir að breyta gangi poppsögunnar og verða einhver stærsta stjarna okkar samtíma. Tónlistarmaðurinn heitir Justin Bieber. 7. maí 2025 07:01
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög