Innlent

Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið

Atli Ísleifsson skrifar
Suðurnesjalína 2 mun liggja við hlið Suðurnesjalínu 1.
Suðurnesjalína 2 mun liggja við hlið Suðurnesjalínu 1. Landsnet

Fyrsta mastur Suðurnesjalínu 2 reis við Kúagerði í morgun. Alls munu 86 mastur rísa vegna lagningar línunnar og markaði framkvæmdin í morgun því tímamót í verkefninu.

Á vef Landsnets segir að það hafi verið Elnos, verktaki frá Bosníu og Hersegóvínu, sem hafi reist mastrið, sem mun liggja við hlið Suðurnesjalínu 1 og blasa við frá Reykjanesbrautinni.

„Verkið gekk afar vel í morgun og veðrið lék við okkur, Elnos og línuna sjálfa. Um 50 möstur hafa nú þegar verið sett saman og á næstu dögum munu þau rísa hvert á fætur öðru.

Ef allt gengur að óskum verður Suðurnesjalína 2 tekin í rekstur í nóvember 2025,“ segir á vef Landsnets.

Mikið hefur verið fjallað um undirbúning framkvæmdanna en deilur hafa lengi staðið um hvers kyns leyfi.

Suðurnesjalína 1, sem liggur frá Hamranesi í Hafnarfirði að Fitjum í Reykjanesbæ, hefur ein séð um flutning raforku til Suðurnesja og er nýju línunni ætlað að bæta afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum og sömuleiðis auka flutningsgetu raforkukerfisins milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja.

Landsnet

Landsnet

Landsnet

Tengdar fréttir

Línan um­deilda fær enn eitt græna ljósið

Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Landsnet og Sveitarfélagið Voga af öllum kröfum landeigenda í Vogum, sem kröfðust þess að framkvæmdarleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 yrði ógilt.

Ára­löngu ferli lokið með sam­komu­lagi eftir nokkurra vikna við­ræður

Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 á næsta ári, en línan á að tryggja raforkuöryggi íbúa og atvinnulífs á Suðurnesjum og skapa tækifæri til uppbyggingar. Eftir áralangt þras hafa Vogar og Landsnet komist að samkomulagi um framkvæmdina, að loknum snörpum viðræðum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×