Skera niður til að mæta launahækkunum Árni Sæberg skrifar 22. maí 2025 11:04 Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar. Aðgerðirnar fela meðal annars í sér frystingu á launum hans. Stöð 2/arnar Garðabær hefur ákveðið að ráðast í aukna hagræðingu upp á 83 milljónir króna á árinu 2025 til að mæta kostnaðarauka vegna nýrra kjarasamninga. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að tillögurnar hafi verið kynntar bæjarráði á fundi þriðjudaginn 20. maí af bæjarstjóra, Almari Guðmundssyni. Þegar hafi verið gert ráð fyrir 200 milljóna króna hagræðingu sem hluta af fjárhagsáætlun Garðabæjar 2025. Alls nemi hagræðingaraðgerðir því 283 milljónum króna árið 2025. „Mikilvægt er að tryggja jafnvægi í rekstri og aðlaga útgjöld að breyttum forsendum, án þess að draga úr grunnþjónustu til íbúa,“ er haft eftir Almari. Fækka sumarstörfum og frysta laun Megnið af þeirri viðbótarfjárhæð sem um ræðir, eða 73 milljónir króna, felist í hagræðingu á launakostnaði. Til að ná þeim markmiðum verði dregið úr fjölda sumarstarfa á bæjarskrifstofunni og engar nýráðningar í sumarstörf bæjarins verði gerðar eftir 23. maí. Þá verði farið í átak til að draga úr kostnaði vegna skammtímaveikinda og gripið til almennrar hagræðingar í launakjörum, til dæmis með frystingu launa bæjarstjóra og sviðsstjóra. Að auki felist í tillögunni að dregið verður úr aðkeyptri þjónustu, um sem nemi tíu milljónum króna. Hagræðingaraðgerðir þessar séu hluti af viðbrögðum við kostnaðarauka, sem nemi ríflega 533 milljónum króna. Seilast líka í varasjóðinn Áður hafi verið kynntar mótvægisaðgerðir sem feli það í sér að nýta varasjóð Garðabæjar til að mæta hluta kostnaðaraukans, ásamt því að gert sé ráð fyrir hærra framlagi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og hærra útsvari vegna launahækkana kennara. Þá hafi framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins verið endurskoðuð og dregið verði úr umfangi framkvæmda. Garðabær Sveitarstjórnarmál Rekstur hins opinbera Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Stórbruni í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að tillögurnar hafi verið kynntar bæjarráði á fundi þriðjudaginn 20. maí af bæjarstjóra, Almari Guðmundssyni. Þegar hafi verið gert ráð fyrir 200 milljóna króna hagræðingu sem hluta af fjárhagsáætlun Garðabæjar 2025. Alls nemi hagræðingaraðgerðir því 283 milljónum króna árið 2025. „Mikilvægt er að tryggja jafnvægi í rekstri og aðlaga útgjöld að breyttum forsendum, án þess að draga úr grunnþjónustu til íbúa,“ er haft eftir Almari. Fækka sumarstörfum og frysta laun Megnið af þeirri viðbótarfjárhæð sem um ræðir, eða 73 milljónir króna, felist í hagræðingu á launakostnaði. Til að ná þeim markmiðum verði dregið úr fjölda sumarstarfa á bæjarskrifstofunni og engar nýráðningar í sumarstörf bæjarins verði gerðar eftir 23. maí. Þá verði farið í átak til að draga úr kostnaði vegna skammtímaveikinda og gripið til almennrar hagræðingar í launakjörum, til dæmis með frystingu launa bæjarstjóra og sviðsstjóra. Að auki felist í tillögunni að dregið verður úr aðkeyptri þjónustu, um sem nemi tíu milljónum króna. Hagræðingaraðgerðir þessar séu hluti af viðbrögðum við kostnaðarauka, sem nemi ríflega 533 milljónum króna. Seilast líka í varasjóðinn Áður hafi verið kynntar mótvægisaðgerðir sem feli það í sér að nýta varasjóð Garðabæjar til að mæta hluta kostnaðaraukans, ásamt því að gert sé ráð fyrir hærra framlagi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og hærra útsvari vegna launahækkana kennara. Þá hafi framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins verið endurskoðuð og dregið verði úr umfangi framkvæmda.
Garðabær Sveitarstjórnarmál Rekstur hins opinbera Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Stórbruni í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira