Lífið

Sigur­vegarinn vill banna Ísrael

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
JJ gagnrýnir þátttöku Ísraela í Eurovison.
JJ gagnrýnir þátttöku Ísraela í Eurovison. Getty

Austurríski tónlistarmaðurinn JJ, sem vann Eurovision á dögunum með laginu Wasted Love, gagnrýnir þátttöku Ísraels í keppninni og segir að landið eigi ekki að fá að keppa á næsta ári. Hann segist ósáttur við kosningakerfið og vill sjá meiri gagnsæi í stigagjöfinni. 

Þetta kemur fram í viðtali við spænsku sjónvarpsstöðina EL Pais.

„Það eru vonbrigði að Ísrael fái enn að taka þátt. Ég vona að keppnin í Vínarborg á næsta ári verði án þeirra. En þetta er á ábyrgð EBU, við listamenn getum aðeins tjáð okkur,“ sagði JJ. EBU eru Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva sem standa að Eurovision.

Ísrael hafnaði í öðru sæti í keppninni í ár með 357 stig eftir að hafa fengið langflest stig úr símakosningu. 

JJ gagnrýnir einnig kosningakerfið og telur nauðsynlegt að auka gagnsæi í símatkvæðagreiðslunni. Hann segir að Eurovision þurfi breytingar, sérstaklega þegar komi að því hvaða lönd fái að vera með og hvernig atkvæði séu talin.

Þátttaka Ísraels sætti mikilli gagnrýni í ár vegna stríðsins á Gasa. Nokkrar evrópskar sjónvarpsstöðvar, þar á meðal frá Belgíu, Hollandi, Írlandi, Íslandi, Finnlandi og Spáni hafa krafist þess að EBU rannsaki hvort eitthvað hafi verið óeðlilegt við niðurstöður atkvæðagreiðslunnar. 

Ísrael fékk meðal annars fullt hús stiga í símakosningu frá Belgíu, Spáni og Svíþjóð, en engin stig frá dómnefndum þessara landa. Þetta hefur vakið spurningar um mögulegt misræmi í atkvæðagreiðslunni og ýtt undir kenningar um brögð í tafli.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.