Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. maí 2025 14:34 Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknar, hefur áhyggjur af æskunni og stóraukinni notkun á nikótínpúðum. vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra boðar frumvarp um merkingu og markaðssetningu niktótínvara sem miðar að því að draga úr neyslu ungmenna. Þingmaður Framsóknar lýsir yfir þungum áhyggjum af aukinni notkun og segir ástandið óboðlegt. Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknar, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og vísaði í rannsókn norrænu velferðarnefndarinnar um stóraukna neyslu á nikótínpúðum. „Þrjátíu prósent ungmenna nota púðana og það er hæsta hlutfallið á Norðurlöndunum,“ sagði Halla. Notkun á niktótínpúðum hefur stóraukist.vísir/Egill Hún vísaði til fjölgunar sérversalana með rafrettur og niktótínpúða og virtist ræða sérstaklega um markaðssetningu keðjunnar Svens sem rekur tólf verslanir á höfuðborgarsvæðinu og notast við ljóshærða teiknimyndafígúru í sinni markaðssetningu. „Þetta er einfaldlega ekki í lagi. Þessi skaðlega vara er markaðssett sem einhvers konar Extra tyggjó af fígúru sem er blanda á milli Mikka mús og íþróttaálfsins,“ sagði Halla. „Og það er hæpið að slíkri villandi markaðssetningu sé ætlað að vera lögleg.“ Frumvarp boðað Halla Hrund kallaði eftir frumvarpi sem tekur á stöðunni. Alma Möller heilbrigðisráðherra sagðist deila áhyggjum Höllu og boðaði á haustþingi frumvarp þar sem lög um tóbak og aðrar nikótínvörur verði sameinuð. Alma Möller heilbrigðisráðherra segir uppi ýmsar áskornir í lýðheilsumálum.Vísir/Einar „Þar verður auðvitað hugað að þeim leiðum sem færar eru og meðal annars að merkingu og markaðssetningu,“ sagði Alma. Íslendingar standi frammi fyrir ýmsum áskorunum í lýðheilsumálum sem tekið verði á. „Við erum að tala um markaðssetningu á óhollustu. Það er líka óholl fæða, það er ofbeldi, það er skjátími og skjánotkun og lengi mætti telja. Þannig ég hef sett af stað hóp sérfræðinga í lýðheilsu sem eiga að kortleggja þessar nýju áskoranir og jafnframt til hvaða aðgerða er hægt að grípa.“ Halla hefur áður viðrað áhyggjur sínar af auknu framboði nikótínvara og ræddi málið meðal annars í umræðum um störf þingsins á dögunum. Nikótínpúðar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknar, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og vísaði í rannsókn norrænu velferðarnefndarinnar um stóraukna neyslu á nikótínpúðum. „Þrjátíu prósent ungmenna nota púðana og það er hæsta hlutfallið á Norðurlöndunum,“ sagði Halla. Notkun á niktótínpúðum hefur stóraukist.vísir/Egill Hún vísaði til fjölgunar sérversalana með rafrettur og niktótínpúða og virtist ræða sérstaklega um markaðssetningu keðjunnar Svens sem rekur tólf verslanir á höfuðborgarsvæðinu og notast við ljóshærða teiknimyndafígúru í sinni markaðssetningu. „Þetta er einfaldlega ekki í lagi. Þessi skaðlega vara er markaðssett sem einhvers konar Extra tyggjó af fígúru sem er blanda á milli Mikka mús og íþróttaálfsins,“ sagði Halla. „Og það er hæpið að slíkri villandi markaðssetningu sé ætlað að vera lögleg.“ Frumvarp boðað Halla Hrund kallaði eftir frumvarpi sem tekur á stöðunni. Alma Möller heilbrigðisráðherra sagðist deila áhyggjum Höllu og boðaði á haustþingi frumvarp þar sem lög um tóbak og aðrar nikótínvörur verði sameinuð. Alma Möller heilbrigðisráðherra segir uppi ýmsar áskornir í lýðheilsumálum.Vísir/Einar „Þar verður auðvitað hugað að þeim leiðum sem færar eru og meðal annars að merkingu og markaðssetningu,“ sagði Alma. Íslendingar standi frammi fyrir ýmsum áskorunum í lýðheilsumálum sem tekið verði á. „Við erum að tala um markaðssetningu á óhollustu. Það er líka óholl fæða, það er ofbeldi, það er skjátími og skjánotkun og lengi mætti telja. Þannig ég hef sett af stað hóp sérfræðinga í lýðheilsu sem eiga að kortleggja þessar nýju áskoranir og jafnframt til hvaða aðgerða er hægt að grípa.“ Halla hefur áður viðrað áhyggjur sínar af auknu framboði nikótínvara og ræddi málið meðal annars í umræðum um störf þingsins á dögunum.
Nikótínpúðar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira