Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Bjarki Sigurðsson skrifar 22. maí 2025 18:50 Formaður Félags fanga segir almenning líða fyrir seinagang yfirvalda í að koma fyrrverandi föngum með fjölþættan vanda í almennilegt úrræði. Málin endi alltaf þann hátt að þeir brjóti ítrekað af sér. Fréttastofa hefur upp á síðkastið fjallað um málefni Sigurðar Almars. Hann glímir við fjölþættan vanda og hefur lengi misnotað vímuefni. Honum hefur verið lýst sem tifandi tímasprengju og verið inn og út úr fangelsi vegna ýmissa afbrota. Nýverið var hann kærður fyrir að frelsissvipta ferðamann en hann er í dag frjáls ferða sinna eftir að Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðahaldsúrskurð yfir honum. Ekki sé talin yfirvofandi hætta gangi hann laus, en lögmaður hans segir það þó áhyggjuefni. Hann þurfi stöðuga umönnun og aðstoð. Þá er Sigurður alls ekki sá eini í þessari stöðu. Fangelsismálayfirvöld og Afstaða, félag fanga, hafa lengi kallað eftir úrræði fyrir þennan hóp. Þau hafa ákveðið úrræði í huga en erfiðlega hefur gengið að fá yfirvöld til að grípa boltann. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, segir það þurfi að bregðast við strax. Hverjir fá að líða fyrir það á meðan ríki og sveitarfélög kasta þessum bolta sín á milli? „Það er auðvitað almenningur. Við vitum að þessir hlutir taka enda. Það vita allir að eitthvað muni gerast. En það vill enginn taka boltann. Það bara gengur ekki upp,“ segir Guðmundur Ingi. Afstaða hefur ítrekað varað við því þegar hættulegir fangar ljúka afplánun, að þeir muni brjóta af sér á ný. „Auðvitað vill maður ekki segja: „Ég sagði ykkur það“, en það er sorglegt að þurfa að koma aftur og aftur í viðtal að ræða sama hlutinn. Við erum búin að vinna svo mikið í þessu með Fangelsismálastofnun, geðheilsuteymi og fleirum. Við erum ekki bara búin að vara við, við erum búin að vinna í þessum málum endalaust, til að finna lausn. En það hefur verið mikið áhugaleysi,“ segir Guðmundur. Fangelsismál Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sjá meira
Fréttastofa hefur upp á síðkastið fjallað um málefni Sigurðar Almars. Hann glímir við fjölþættan vanda og hefur lengi misnotað vímuefni. Honum hefur verið lýst sem tifandi tímasprengju og verið inn og út úr fangelsi vegna ýmissa afbrota. Nýverið var hann kærður fyrir að frelsissvipta ferðamann en hann er í dag frjáls ferða sinna eftir að Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðahaldsúrskurð yfir honum. Ekki sé talin yfirvofandi hætta gangi hann laus, en lögmaður hans segir það þó áhyggjuefni. Hann þurfi stöðuga umönnun og aðstoð. Þá er Sigurður alls ekki sá eini í þessari stöðu. Fangelsismálayfirvöld og Afstaða, félag fanga, hafa lengi kallað eftir úrræði fyrir þennan hóp. Þau hafa ákveðið úrræði í huga en erfiðlega hefur gengið að fá yfirvöld til að grípa boltann. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, segir það þurfi að bregðast við strax. Hverjir fá að líða fyrir það á meðan ríki og sveitarfélög kasta þessum bolta sín á milli? „Það er auðvitað almenningur. Við vitum að þessir hlutir taka enda. Það vita allir að eitthvað muni gerast. En það vill enginn taka boltann. Það bara gengur ekki upp,“ segir Guðmundur Ingi. Afstaða hefur ítrekað varað við því þegar hættulegir fangar ljúka afplánun, að þeir muni brjóta af sér á ný. „Auðvitað vill maður ekki segja: „Ég sagði ykkur það“, en það er sorglegt að þurfa að koma aftur og aftur í viðtal að ræða sama hlutinn. Við erum búin að vinna svo mikið í þessu með Fangelsismálastofnun, geðheilsuteymi og fleirum. Við erum ekki bara búin að vara við, við erum búin að vinna í þessum málum endalaust, til að finna lausn. En það hefur verið mikið áhugaleysi,“ segir Guðmundur.
Fangelsismál Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sjá meira