Enski boltinn

Starf Amorims öruggt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ruben Amorim nýtur enn trausts Sir Jim Ratcliffe og forráðamanna Manchester United.
Ruben Amorim nýtur enn trausts Sir Jim Ratcliffe og forráðamanna Manchester United. getty/James Gill

Þrátt fyrir að Manchester United hafi átt afleitt tímabil er starf knattspyrnustjórans Rubens Amorim ekki í hættu.

United tapaði fyrir Tottenham, 1-0, í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fyrradag. Þar með var ljóst að Rauðu djöflarnir myndu ekki leika í Evrópukeppni á næsta tímabili en þeir eru í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Tap United í úrslitaleiknum á miðvikudaginn setur þó stöðu Amorims ekki í uppnám samkvæmt Sky Sports. Forráðamenn United horfa til lengri tíma og treysta enn Amorim til að leiða endurreisn félagsins.

Eftir úrslitaleikinn í Bilbao sagði Amorim að hann myndi ekki hika við að fara frá United án starfslokagreiðslu ef stjórn félagsins og stuðningsmenn þess vildu ekki hafa hann lengur.

Amorim tók við United í nóvember eftir að hafa gert Sporting að Portúgalsmeisturum í tvígang. United hefur aðeins unnið fimmtán af 41 leik undir stjórn Amorims.

Á sunnudaginn tekur United á móti Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar.


Tengdar fréttir

Amorim vildi ekki ræða framtíðina

Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, vildi ekki svara spurningum um framtíð sína hjá félaginu, eftir 1-0 tap í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Tottenham.

Tottenham vann Evrópudeildina

Tottenham vann Manchester United 1-0 í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og tryggði sér um leið sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Luke Shaw skoraði sjálfsmark sem reyndist eina mark leiksins, þrátt fyrir góðar tilraunir United til að jafna. Þetta er þriðji Evróputitill í sögu Tottenham en fyrsti stóri titill sem félagið vinnur síðan 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×