Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2025 09:46 Meirihluti svarenda í nýrri könnun Maskínu segist styðja ríkisstjórnarflokkana þrjá, örlítið hærra hlutfall en kaus þá í nóvember. Vísir Samfylkingin bætir lítillega við sig fylgi og mælist með yfir 27 prósent í nýjustu könnun Maskínu á fylgi stjórnmálaflokka sem eru eða voru á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn tapar tveimur stigum frá síðustu könnun en takmarkaðar hreyfingar eru annars á fylgi flokkanna. Samanlagt njóta ríkisstjórnarflokkarnir þrír; Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins, stuðnings 51,3 prósent svarenda í könnun Maskínu. Það er í fyrsta skipti sem meira en helmingur segist styðja stjórnina í könnunum fyrirtækisins frá því í desember þegar hún var mynduð. Lægst fór stuðningurinn við flokkana í 45,9 prósent í febrúar. Samfylkingin hefur bætt tæpum sjö prósentum við sig frá því í þingkosningunum í lok nóvember þegar hún fékk fimmtung atkvæða. Fylgi flokksins er nú sambærilegt við það þegar hann reis sem hæst í könnunum síðasta sumar. Veiðigjöld hafa verið efst á baugi á Alþingi frá því að síðasta könnun var gerð í apríl. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur talað einna mest gegn hækkun veiðigjalda, mældist með tæpt 21 prósent í þeirri könnun en er nú með 18,9 prósent, litlu minna fylgi en hann fékk í kosningunum. Viðreisn siglir tiltölulega lygnan sjó með 16,8 prósent í nýjustu könnuninni, prósentustigi meira en í apríl og í kosningunum í nóvember. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra flokksins, lagði fram frumvarpið um hækkun veiðigjaldanna. Flokkur fólksins hefur aftur á móti dalað töluvert frá kosningum. Hann fékk tæp fjórtán prósent atkvæða en mælist nú með 7,2 prósent fylgi, aðeins minna en í síðustu könnun í apríl. Flokkurinn hefur ítrekað verið í fréttum frá kosningum, meðal annars vegna afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur sem ráðherra og styrkja sem flokkurinn fékk án þess að vera rétt skráður. Flokkarnir sem duttu út enn undir frostmarki Fylgi hinna stjórnarandstöðuflokkanna breytist lítið. Miðflokkurinn mælist með 9,7 prósent, rúmu hálfu prósentustigi minna en í síðustu könnun og tveimur og hálfu minna en í kosningunum. Framsóknarflokkurinn stendur í stað á milli kannana með 6,8 prósent. Flokkarnir tveir sem misstu sæti á Alþingi í kosningunum, Píratar og Vinstri græn, hafa þokast örlítið upp síðan. Píratar fengu þrjú prósent atkvæða í kosningunum en mælast nú með 4,6 prósent. Vinstri græn eru nú með 3,6 prósent fylgi en fengu 2,3 prósent atkvæða í nóvember. Skoðanakannanir Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Samanlagt njóta ríkisstjórnarflokkarnir þrír; Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins, stuðnings 51,3 prósent svarenda í könnun Maskínu. Það er í fyrsta skipti sem meira en helmingur segist styðja stjórnina í könnunum fyrirtækisins frá því í desember þegar hún var mynduð. Lægst fór stuðningurinn við flokkana í 45,9 prósent í febrúar. Samfylkingin hefur bætt tæpum sjö prósentum við sig frá því í þingkosningunum í lok nóvember þegar hún fékk fimmtung atkvæða. Fylgi flokksins er nú sambærilegt við það þegar hann reis sem hæst í könnunum síðasta sumar. Veiðigjöld hafa verið efst á baugi á Alþingi frá því að síðasta könnun var gerð í apríl. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur talað einna mest gegn hækkun veiðigjalda, mældist með tæpt 21 prósent í þeirri könnun en er nú með 18,9 prósent, litlu minna fylgi en hann fékk í kosningunum. Viðreisn siglir tiltölulega lygnan sjó með 16,8 prósent í nýjustu könnuninni, prósentustigi meira en í apríl og í kosningunum í nóvember. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra flokksins, lagði fram frumvarpið um hækkun veiðigjaldanna. Flokkur fólksins hefur aftur á móti dalað töluvert frá kosningum. Hann fékk tæp fjórtán prósent atkvæða en mælist nú með 7,2 prósent fylgi, aðeins minna en í síðustu könnun í apríl. Flokkurinn hefur ítrekað verið í fréttum frá kosningum, meðal annars vegna afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur sem ráðherra og styrkja sem flokkurinn fékk án þess að vera rétt skráður. Flokkarnir sem duttu út enn undir frostmarki Fylgi hinna stjórnarandstöðuflokkanna breytist lítið. Miðflokkurinn mælist með 9,7 prósent, rúmu hálfu prósentustigi minna en í síðustu könnun og tveimur og hálfu minna en í kosningunum. Framsóknarflokkurinn stendur í stað á milli kannana með 6,8 prósent. Flokkarnir tveir sem misstu sæti á Alþingi í kosningunum, Píratar og Vinstri græn, hafa þokast örlítið upp síðan. Píratar fengu þrjú prósent atkvæða í kosningunum en mælast nú með 4,6 prósent. Vinstri græn eru nú með 3,6 prósent fylgi en fengu 2,3 prósent atkvæða í nóvember.
Skoðanakannanir Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira