Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2025 11:20 Sarah Milgrim og Yaron Lischinsky sem voru skotin til bana í Washington-borg á miðvikudagskvöld. AP/ísraelska sendiráðið í Bandaríkjunum Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að skjóta tvo starfsmenn ísraelska sendiráðsins í Washington-borg í Bandaríkjunum til bana að yfirlögðu ráði. Hann sagði lögreglu að hann hefði drepið fólki fyrir Palestínu og Gasa. Elias Rodriguez, 31 árs gamall karlmaður frá Chicago, er grunaður um að hafa skotið þau Yaron Lischinsky og Söruh Lynn Milgrim, starfsmenn ísraelska sendiráðsins til bana, þegar þau yfirgáfu samkomu félagasamtaka sem berjast gegn gyðingahatri og styðja Ísrael á miðvikudagskvöld. Í ákæruskjalinu á hendur Rodriguez kemur fram að hann hafi sagt við lögreglumenn: „Ég gerði það fyrir Palestínu, ég gerði það fyrir Gasa.“ Það var vísun til hernaðar Ísraela á Gasaströndinni sem hófst eftir hryðjuverkaárás Hamas-samtakanna á Ísrael í október 2023. Fórnarlömb Rodriguez voru trúlofuð. Lischinsky var þrítugur en Milgrim 26 ára. Reuters-fréttastofan hefur eftir vinum þeirra og kollegum að þau hafi unnið að bættum samskiptum gyðinga og araba í von um að hægt væri að binda enda á blóðbaðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Maður þerrar tárin á minningarstund um Söruh Milgrim og Yaron Lischinsky í samkomuhúsi gyðinga í Kansas þaðan sem Milgrim var.AP/Charlie Riedel Lischinsky var fæddur í Nuremberg í Þýskalandi en flutti til Ísraels þegar hann var sextán ára gamall þar sem hann þjónaði meðal annars í hernum, að sögn AP-fréttastofunnar. Milgrim var bandarískur ríkisborgari frá Kansas. Skaut Milgrim þegar hún reyndi að skríða undan Samkvæmt upplýsingum bandarísku alríkislögreglunnar flaug Rodriguez frá Chicago til Washington-borgar á þriðjudag, daginn fyrir morðin. Skömmu fyrir það sáu sjónarvottar hann ganga fram og til baka fyrir utan safnið þar sem viðburðurinn sem parið sótti fór fram. Á upptökum úr öryggismyndavélum sást Rodriguez skjóta parið nokkrum sinnum með níu millímetra skammbyssu. Hann hafi svo hallað sér yfir þau og skotið þau nokkrum sinnum til viðbótar eftir að þau féllu í jörðina. Milgrim hafi reynt að skríða í burt og setjast upp en þá skaut Rodriguez hana aftur. Hann hafi svo tekið sér tíma til að hlaða byssu sína en svo haldið áfram að skjóta. Byssumaðurinn lagði svo á flótta inn í safnið þar sem lögreglumenn höfðu hendur í hári hans. Hann gaf sig sjálfur fram við lögreglu, dró fram rauðan palestínuklút og sagði lögreglumönnum að hann hefði framið morðin. Gæti átt dauðarefsingu yfir höfði sér Reuters-fréttastofan segir að að Rodriguez hafi um tíma tekið þátt í starfi öfgavinstrihóps í Chicago í kringum árið 2017. Sá hópur, Frelsunar- og sósíalistaflokkurinn, segist ekki tengjast morðunum neitt og að hann styðji þau ekki. Rodriguez er einnig sagður hafa tekið þátt í starfi hóps sem skipulagði meðal annars mótmæli til stuðnings Palestínumönnum í borginni. Lögreglumaður heldur á poka með sönnunargögnum á vettvangi skotárásarinnar í Washington-borg á miðvikudagskvöld.AP/Rod Lamkey yngri Dan Bongino, aðstoðarforstjóri FBI, sagði á samfélagsmiðlum að möguleg stefnuskrá sem birt var í nafni Rodriguez á samfélagsmiðlinum X skömmu fyrir morðin væri til rannsóknar. Þar hafi hernaður Ísraela á Gasa verið fordæmdur og talað fyrir vopnuðum aðgerðum til þess að mótmæla honum. Bongino var þar til fyrir skemmstu þekktastur sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum sem dreifði hægrisinnuðum samsæriskenningum. Jeanine Pirro, starfandi alríkissaksóknari í Washington, sagði á blaðamannafundi að dauðarefsing gæti legið við brotum Rodriguez. Dauðarefsingar eru ekki við lýði í Washington-borg en alríkisstjórnin getur krafist dauðarefsingar fyrir brot á alríkislögum. „Við ætlum að halda áfram að rannsaka þetta sem hatursglæp og hryðjuverkaglæp,“ sagði Pirro sem var þar til fyrir skemmstu álitsgjafi á Fox-sjónvarpsstöðinni. Bandaríkin Erlend sakamál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sjá meira
Elias Rodriguez, 31 árs gamall karlmaður frá Chicago, er grunaður um að hafa skotið þau Yaron Lischinsky og Söruh Lynn Milgrim, starfsmenn ísraelska sendiráðsins til bana, þegar þau yfirgáfu samkomu félagasamtaka sem berjast gegn gyðingahatri og styðja Ísrael á miðvikudagskvöld. Í ákæruskjalinu á hendur Rodriguez kemur fram að hann hafi sagt við lögreglumenn: „Ég gerði það fyrir Palestínu, ég gerði það fyrir Gasa.“ Það var vísun til hernaðar Ísraela á Gasaströndinni sem hófst eftir hryðjuverkaárás Hamas-samtakanna á Ísrael í október 2023. Fórnarlömb Rodriguez voru trúlofuð. Lischinsky var þrítugur en Milgrim 26 ára. Reuters-fréttastofan hefur eftir vinum þeirra og kollegum að þau hafi unnið að bættum samskiptum gyðinga og araba í von um að hægt væri að binda enda á blóðbaðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Maður þerrar tárin á minningarstund um Söruh Milgrim og Yaron Lischinsky í samkomuhúsi gyðinga í Kansas þaðan sem Milgrim var.AP/Charlie Riedel Lischinsky var fæddur í Nuremberg í Þýskalandi en flutti til Ísraels þegar hann var sextán ára gamall þar sem hann þjónaði meðal annars í hernum, að sögn AP-fréttastofunnar. Milgrim var bandarískur ríkisborgari frá Kansas. Skaut Milgrim þegar hún reyndi að skríða undan Samkvæmt upplýsingum bandarísku alríkislögreglunnar flaug Rodriguez frá Chicago til Washington-borgar á þriðjudag, daginn fyrir morðin. Skömmu fyrir það sáu sjónarvottar hann ganga fram og til baka fyrir utan safnið þar sem viðburðurinn sem parið sótti fór fram. Á upptökum úr öryggismyndavélum sást Rodriguez skjóta parið nokkrum sinnum með níu millímetra skammbyssu. Hann hafi svo hallað sér yfir þau og skotið þau nokkrum sinnum til viðbótar eftir að þau féllu í jörðina. Milgrim hafi reynt að skríða í burt og setjast upp en þá skaut Rodriguez hana aftur. Hann hafi svo tekið sér tíma til að hlaða byssu sína en svo haldið áfram að skjóta. Byssumaðurinn lagði svo á flótta inn í safnið þar sem lögreglumenn höfðu hendur í hári hans. Hann gaf sig sjálfur fram við lögreglu, dró fram rauðan palestínuklút og sagði lögreglumönnum að hann hefði framið morðin. Gæti átt dauðarefsingu yfir höfði sér Reuters-fréttastofan segir að að Rodriguez hafi um tíma tekið þátt í starfi öfgavinstrihóps í Chicago í kringum árið 2017. Sá hópur, Frelsunar- og sósíalistaflokkurinn, segist ekki tengjast morðunum neitt og að hann styðji þau ekki. Rodriguez er einnig sagður hafa tekið þátt í starfi hóps sem skipulagði meðal annars mótmæli til stuðnings Palestínumönnum í borginni. Lögreglumaður heldur á poka með sönnunargögnum á vettvangi skotárásarinnar í Washington-borg á miðvikudagskvöld.AP/Rod Lamkey yngri Dan Bongino, aðstoðarforstjóri FBI, sagði á samfélagsmiðlum að möguleg stefnuskrá sem birt var í nafni Rodriguez á samfélagsmiðlinum X skömmu fyrir morðin væri til rannsóknar. Þar hafi hernaður Ísraela á Gasa verið fordæmdur og talað fyrir vopnuðum aðgerðum til þess að mótmæla honum. Bongino var þar til fyrir skemmstu þekktastur sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum sem dreifði hægrisinnuðum samsæriskenningum. Jeanine Pirro, starfandi alríkissaksóknari í Washington, sagði á blaðamannafundi að dauðarefsing gæti legið við brotum Rodriguez. Dauðarefsingar eru ekki við lýði í Washington-borg en alríkisstjórnin getur krafist dauðarefsingar fyrir brot á alríkislögum. „Við ætlum að halda áfram að rannsaka þetta sem hatursglæp og hryðjuverkaglæp,“ sagði Pirro sem var þar til fyrir skemmstu álitsgjafi á Fox-sjónvarpsstöðinni.
Bandaríkin Erlend sakamál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sjá meira