Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Sunna Sæmundsdóttir, Tómas Arnar Þorláksson og Atli Ísleifsson skrifa 23. maí 2025 12:56 Samhliða undirrituninni var opnuð ný gagnvirk eldfjallasýning í Perlunni. Vísir/Anton Brink Perlan í Reykjavík er formlega komin í hendur nýrra eigenda en borgarstjóri skrifaði undir 3,5 milljarða kaupsamning í morgun. Borgarráð ákvað í júní í fyrra að hefja söluferli á Perlunni og tveimur vatnstönkum. Lágmarksverð var tiltekið þrír og hálfur milljarður króna og fékkst það fyrir. Kaupandinn er Perlan þróunarfélag sem hefur haldið úti náttúrusýningu í byggingunni. Pínkulítið orðlaus Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, og Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar skrifuðu undir samninginn í morgun. „Ég er bara ofsalega stoltur og við eigendurnir stoltir af því að vera treyst fyrir þessari stórkostlegu eign. Ég er pínkulítið orðlaus yfir að þetta sé að gerast í dag,“ segir Gunnar Gunnarsson hjá Perlunni. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, undirrituðu í morgun samninginn um sölu borgarinnar á Perlunni. Vísir/Anton Brink Forkaupsréttur borgarinnar lykilatriði Borgarstjóri segist ánægð með kaupendur og Perlan hafi ratað í þessar hendur en félagið hefur hingað til verið leigutaki.„Við hlökkum bara til áframhaldandi samstarfs, uppbyggingar á svæðinu á og þetta styrkir Reykjavík sem áfangastað og ferðamennastað sem fólk sækir,“ segir Heiða Björg. Í kaupsamningi er kvöð um að grunnskólabörn í Reykjavík geti komið í skipulagðar heimsóknir í náttúrusöfn sem verða rekin í Perlunni endurgjaldslaust. Einnig er kveðið á um forkaupsrétt Reykjavíkurborgar sem borgarstjóri telur lykilatriði. „Við viljum að þetta sé staður þar sem eru söfn, afþreying og þetta sé opið hús fyrir almenning. Þetta er auðvitað hús sem hefur skipt okkur Reykvíkinga máli í gegnum tíðina, þannig að ef svo kæmi til, einhvern tímann í framtíðinni, að þessir aðilar vilja ekki reka hér safn lengur og vilji selja þá eiga Reykvíkingar forkaupsrétt á því,“ segir Heiða Björg. Gunnar Gunnarsson er forstjóri Perlunnar.Vísir/Anton Brink Ný gagnvirk eldfjallasýning Borgarstjóri segir kaupverðið nýtast vel í rekstur borginnar og Gunnar er fullviss um að þessi stóra fjárfesting standi undir sér. Við værum ekki að fara út í fjárfestinguna ef reksturinn myndi ekki skila peningum til að borga af lánum og borga Reykjavíkurborg peninginn,“ segir Gunnar. Vísir/Anton Brink Samhliða undirrituninni var ný gagnvirk eldfjallasýning í Perlunni kynnt fyrir viðstöddum, þar sem gestir geta virt fyrir sér rennandi hraun og eldfjall í mikilli nálægð. „Við erum búin að búa til sjónræna upplifun sem er ekki til í heiminum,“ segir Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlunnar. Samningurinn kveður á um að um næstu mánaðamót, 1. júní og samhliða afhendingu, greiðist helmingur kaupverðsins, tæpar 1,8 milljarðar króna. Perlan greiðir svo hálfan milljarð 1. júní 2026, 250 milljónir 1. júní 2027 og svo 100 milljónir, með fjögurra prósenta ársvöxtum, á ári allt til ársins 2039. Uppfært: Eldfjallasýningin var ekki opnuð samhliða undirrituninni, líkt og áður sagði, heldur aðeins kynnt fyrir viðstöddum. Salan á Perlunni Reykjavík Eldgos og jarðhræringar Ferðaþjónusta Borgarstjórn Tengdar fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Borgarráð hefur samþykkt kaupsamning um sölu á Perlunni og tveimur tönkum. Perlan Þróunarfélag ehf. kaupir húsið á rúmlega 3,5 milljarða króna. 22. maí 2025 15:57 Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Sjá meira
Borgarráð ákvað í júní í fyrra að hefja söluferli á Perlunni og tveimur vatnstönkum. Lágmarksverð var tiltekið þrír og hálfur milljarður króna og fékkst það fyrir. Kaupandinn er Perlan þróunarfélag sem hefur haldið úti náttúrusýningu í byggingunni. Pínkulítið orðlaus Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, og Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar skrifuðu undir samninginn í morgun. „Ég er bara ofsalega stoltur og við eigendurnir stoltir af því að vera treyst fyrir þessari stórkostlegu eign. Ég er pínkulítið orðlaus yfir að þetta sé að gerast í dag,“ segir Gunnar Gunnarsson hjá Perlunni. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, undirrituðu í morgun samninginn um sölu borgarinnar á Perlunni. Vísir/Anton Brink Forkaupsréttur borgarinnar lykilatriði Borgarstjóri segist ánægð með kaupendur og Perlan hafi ratað í þessar hendur en félagið hefur hingað til verið leigutaki.„Við hlökkum bara til áframhaldandi samstarfs, uppbyggingar á svæðinu á og þetta styrkir Reykjavík sem áfangastað og ferðamennastað sem fólk sækir,“ segir Heiða Björg. Í kaupsamningi er kvöð um að grunnskólabörn í Reykjavík geti komið í skipulagðar heimsóknir í náttúrusöfn sem verða rekin í Perlunni endurgjaldslaust. Einnig er kveðið á um forkaupsrétt Reykjavíkurborgar sem borgarstjóri telur lykilatriði. „Við viljum að þetta sé staður þar sem eru söfn, afþreying og þetta sé opið hús fyrir almenning. Þetta er auðvitað hús sem hefur skipt okkur Reykvíkinga máli í gegnum tíðina, þannig að ef svo kæmi til, einhvern tímann í framtíðinni, að þessir aðilar vilja ekki reka hér safn lengur og vilji selja þá eiga Reykvíkingar forkaupsrétt á því,“ segir Heiða Björg. Gunnar Gunnarsson er forstjóri Perlunnar.Vísir/Anton Brink Ný gagnvirk eldfjallasýning Borgarstjóri segir kaupverðið nýtast vel í rekstur borginnar og Gunnar er fullviss um að þessi stóra fjárfesting standi undir sér. Við værum ekki að fara út í fjárfestinguna ef reksturinn myndi ekki skila peningum til að borga af lánum og borga Reykjavíkurborg peninginn,“ segir Gunnar. Vísir/Anton Brink Samhliða undirrituninni var ný gagnvirk eldfjallasýning í Perlunni kynnt fyrir viðstöddum, þar sem gestir geta virt fyrir sér rennandi hraun og eldfjall í mikilli nálægð. „Við erum búin að búa til sjónræna upplifun sem er ekki til í heiminum,“ segir Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlunnar. Samningurinn kveður á um að um næstu mánaðamót, 1. júní og samhliða afhendingu, greiðist helmingur kaupverðsins, tæpar 1,8 milljarðar króna. Perlan greiðir svo hálfan milljarð 1. júní 2026, 250 milljónir 1. júní 2027 og svo 100 milljónir, með fjögurra prósenta ársvöxtum, á ári allt til ársins 2039. Uppfært: Eldfjallasýningin var ekki opnuð samhliða undirrituninni, líkt og áður sagði, heldur aðeins kynnt fyrir viðstöddum.
Salan á Perlunni Reykjavík Eldgos og jarðhræringar Ferðaþjónusta Borgarstjórn Tengdar fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Borgarráð hefur samþykkt kaupsamning um sölu á Perlunni og tveimur tönkum. Perlan Þróunarfélag ehf. kaupir húsið á rúmlega 3,5 milljarða króna. 22. maí 2025 15:57 Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Sjá meira
Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Borgarráð hefur samþykkt kaupsamning um sölu á Perlunni og tveimur tönkum. Perlan Þróunarfélag ehf. kaupir húsið á rúmlega 3,5 milljarða króna. 22. maí 2025 15:57