Lífið

Gellur fjöl­menntu í sumarpartý Ingu Lindar

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Inga Lind hvatti gesti til að mæta með stóra eyrnalokka í teitið.
Inga Lind hvatti gesti til að mæta með stóra eyrnalokka í teitið.

Inga Lind Karlsdóttir, framleiðandi og fjölmiðlakona, bauð fríðum hópi kvenna í litríkt og líflegt sumarboð á Tapasbarnum í blíðviðrinu á dögunum. Gestir voru hvattir til að mæta með stóra eyrnalokka, sem settu skemmtilegan svip á viðburðinn og vöktu mikla kátínu.

Stemningin var létt og sumarleg í fallegu umhverfi í miðbæ Reykjavíkur, þar sem svalandi drykkir og girnilegir réttir settu tóninn fyrir kvöldið.

Meðal gesta voru Lilja Alfreðsdóttir, Elín Reynisdóttir förðunarfræðingur, Svava Johansen athafnkona, Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Kolbrún María Másdóttir leikkona, dætur Ingu Lindar - Hrafnhildur Helga Össurardóttir og Jóhanna Hildur Árnadóttir, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans, Arnþrúður Dögg Sigurðardóttir framleiðandi, Katrín Myrra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Heilsu, og Elín María Björnsdóttir, svo fáir einir séu nefndir.

Inga Lind ásamt dóttur sinni Jóhönnu Hildi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.