Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. maí 2025 18:11 Kyrrstaðan verður nú rofin. Félags- og húsnæðismálaráðuneytið Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, undirrituðu í dag samning sem ætlað er að tryggja framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili í Norðurþingi. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að árið 2021 hafi skóflustunga verið tekin að nýju hjúkrunarheimili við Auðbrekku 2 og í kjölfarið grafið fyrir grunni hússins. Ekkert hafi hins vegar orðið af sjálfri byggingu hjúkrunarheimilisins. Inga Sæland segir að nú verði breyting á. „Nú spýtum við í lófana og tryggjum íbúum Norðurþings hjúkrunarheimilið sem þeir hafa beðið eftir svo árum skiptir. Það er táknrænt að við rjúfum kyrrstöðuna með því að undirrita samninginn ofan í holunni sem safnað hefur vatni síðustu ár. Áfram gakk!“ er haft eftir ráðherra. „Barátta sveitarstjórna Norðurþings og nágrannasveitarfélaganna fyrir nýju hjúkrunarheimili hefur staðið í mörg ár. Því er afar ánægjulegt að undirrita í dag samkomulag um uppbyggingu 60 rýma hjúkrunarheimilis á Húsavík án ábyrgðar sveitarfélaganna á fjármögnun. Undirbúningsvinna hefur gengið vel síðustu mánuði og það verður stór stund þegar íbúar og starfsfólk Hvamms geta flutt úr núverandi húsnæði sem er barn síns tíma og í nýja hjúkrunarheimilið,“ er haft eftir Katrínu Sigurjónsdóttur, sveitarstjóra í Norðurþingi. Viðstaddir undirritunina í dag voru íbúar hjúkrunarheimilisins Hvamms en áðurnefnt framkvæmdasvæði er þar fyrir aftan. Á nýja hjúkrunarheimilinu verða 60 hjúkrunarrými og munu allir 54 íbúar Hvamms flytja yfir þegar heimilið verður opnað. Nýja heimilið leysir þannig það eldra af hólmi, auk þess sem hjúkrunarrýmum í sveitarfélaginu fjölgar um sex. Samkvæmt samningnum útvegar Norðurþing ríkinu lóðina sem mun á næstu dögum auglýsa eftir aðila til að byggja hjúkrunarheimilið. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í desember á þessu ári eða í janúar 2026 og standi til lok árs 2027. Ríkið mun síðan leigja húsið með leigusamningi til 20-30 ára. Fyrirkomulagið sem gengið var út frá þegar grafið var fyrir grunni hússins gerði ekki ráð fyrir leigusamningi. Hjúkrunarheimili Norðurþing Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að árið 2021 hafi skóflustunga verið tekin að nýju hjúkrunarheimili við Auðbrekku 2 og í kjölfarið grafið fyrir grunni hússins. Ekkert hafi hins vegar orðið af sjálfri byggingu hjúkrunarheimilisins. Inga Sæland segir að nú verði breyting á. „Nú spýtum við í lófana og tryggjum íbúum Norðurþings hjúkrunarheimilið sem þeir hafa beðið eftir svo árum skiptir. Það er táknrænt að við rjúfum kyrrstöðuna með því að undirrita samninginn ofan í holunni sem safnað hefur vatni síðustu ár. Áfram gakk!“ er haft eftir ráðherra. „Barátta sveitarstjórna Norðurþings og nágrannasveitarfélaganna fyrir nýju hjúkrunarheimili hefur staðið í mörg ár. Því er afar ánægjulegt að undirrita í dag samkomulag um uppbyggingu 60 rýma hjúkrunarheimilis á Húsavík án ábyrgðar sveitarfélaganna á fjármögnun. Undirbúningsvinna hefur gengið vel síðustu mánuði og það verður stór stund þegar íbúar og starfsfólk Hvamms geta flutt úr núverandi húsnæði sem er barn síns tíma og í nýja hjúkrunarheimilið,“ er haft eftir Katrínu Sigurjónsdóttur, sveitarstjóra í Norðurþingi. Viðstaddir undirritunina í dag voru íbúar hjúkrunarheimilisins Hvamms en áðurnefnt framkvæmdasvæði er þar fyrir aftan. Á nýja hjúkrunarheimilinu verða 60 hjúkrunarrými og munu allir 54 íbúar Hvamms flytja yfir þegar heimilið verður opnað. Nýja heimilið leysir þannig það eldra af hólmi, auk þess sem hjúkrunarrýmum í sveitarfélaginu fjölgar um sex. Samkvæmt samningnum útvegar Norðurþing ríkinu lóðina sem mun á næstu dögum auglýsa eftir aðila til að byggja hjúkrunarheimilið. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í desember á þessu ári eða í janúar 2026 og standi til lok árs 2027. Ríkið mun síðan leigja húsið með leigusamningi til 20-30 ára. Fyrirkomulagið sem gengið var út frá þegar grafið var fyrir grunni hússins gerði ekki ráð fyrir leigusamningi.
Hjúkrunarheimili Norðurþing Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira