Fótbolti

Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli

Valur Páll Eiríksson skrifar
Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Napoli í gærkvöld.
Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Napoli í gærkvöld. EPA-EFE/STRINGER

Gríðarlega fagnaðarlæti brutust út í fótboltasjúkri Napoli-borg eftir að Napoli tryggði sér ítalska meistaratitilinn í fótbolta í gærkvöld. Tugir, ef ekki hundruðir þúsunda, geystust út á götur til að fagna titlinum.

Napoli vann 2-0 sigur á Cagliari í lokaumferð ítölsku deildarinnar í gær með mörkum frá Skotanum Scott McTominay, sem var jafnframt valinn leikmaður tímabilsins í leikslok, og Belganum Romelu Lukaku. Liðinu dugði sigur fyrir titlinum en Inter var einu stigi á eftir fyrir leiki gærkvöldsins.

Inter vann sinn leik við Como, einnig 2-0, en það dugði fyrir lítið vegna sigurs Napoli-manna.

450 þúsund manns sóttust eftir miða á leikinn í gær en aðeins 54 þúsund komast fyrir á Diego Armando Maradona-vellinum í borginni. Það liggur við að hin 390 þúsundin hafi safnast saman á götum borgarinnar en tugir þúsunda voru saman komin á Piazza del Plebscito, aðaltorgi borgarinnar, og fylgdust með leiknum á risaskjá.

Ótrúlegar myndir náðust af mannhafinu eftir leik þar sem engu var til sparað í blys og flugelda. Myndskeið af fagnaðarlátunum má sjá í spilaranum og ljósmyndir að neðan.

Bikarinn reistur á loft!EPA-EFE/CESARE ABBATE
Antonio Conte stýrði Napoli til titilsins á fyrstu leiktíð, en liðið hafnaði í tíunda sæti deildarinnar í fyrra.EPA-EFE/CESARE ABBATE
Fjórði titillinn í sögunni, og annar á þremur árum.EPA-EFE/CIRO FUSCO
Gleði í stúkunni.EPA-EFE/CESARE ABBATE
Enn meiri gleði í stúkunni.EPA-EFE/CIRO FUSCO
Fjórir skyldir lýstir upp á Posillipo strönd til marks um titlana fjóra. EPA-EFE/STRINGER
Fagnaðarlætin voru ekki minni á götum úti.EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO
Torgið Piazza del Plebscito var gjörsamlega stappað af fólki.EPA-EFE/STRINGER



Fleiri fréttir

Sjá meira


×