Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. maí 2025 13:02 Scott McTominay smellir kossi á ítalska meistarabikarinn. getty/SSC NAPOLI Nemanja Matic botnaði lítið í þeirri ákvörðun Manchester United að selja sinn gamla samherja, Scott McTominay, til Napoli í fyrra. Serbinn reyndist sannspár. Þegar United seldi McTominay til Napoli á síðasta ári tísti Matic: „Mín skoðun er að Manchester United gerði mistök með því að selja Scott McTominay. Í dag er erfitt að fylla skarð svoleiðis leikmanna. [Antonio] Conte er klár maður.“ My opinion is that #manutd made a mistake by selling Scott McTominay , today it is difficult to replace a player like him.Conte is smart man 👍— Nemanja Matic (@NemanjaMatic) August 31, 2024 McTominay skoraði fyrra mark Napoli í 2-0 sigri á Cagliari í gær. Með sigrinum tryggði Napoli sér ítalska meistaratitilinn í annað sinn á þremur árum og fjórða sinn alls. McTominay skoraði tólf mörk í ítölsku úrvalsdeildinni og var valinn verðmætasti leikmaður hennar. „Mér er orða vant. Þetta er ótrúlegt, fórnirnar sem allir leikmennirnir í hópnum hafa fært fyrir málstaðinn. Fólkið á þetta skilið því það hefur stutt við bakið á okkur frá fyrsta degi og það er draumur fyrir mig að koma hingað og upplifa þetta,“ sagði McTominay eftir leikinn í gær. Á meðan McTominay hefur gengið allt í haginn í Napoli og er orðin sannkölluð hetja í augum borgarbúa gengur ekkert hjá gamla liðinu hans. United tapaði fyrir Tottenham, 1-0, í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á miðvikudaginn og er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Napoli greiddi United aðeins 25,7 milljónir punda fyrir McTominay sem hafði leikið allan sinn feril með Manchester-liðinu, alls 255 leiki. McTominay skoraði tíu mörk fyrir United á síðasta tímabili en þá varð liðið bikarmeistari. Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Þegar United seldi McTominay til Napoli á síðasta ári tísti Matic: „Mín skoðun er að Manchester United gerði mistök með því að selja Scott McTominay. Í dag er erfitt að fylla skarð svoleiðis leikmanna. [Antonio] Conte er klár maður.“ My opinion is that #manutd made a mistake by selling Scott McTominay , today it is difficult to replace a player like him.Conte is smart man 👍— Nemanja Matic (@NemanjaMatic) August 31, 2024 McTominay skoraði fyrra mark Napoli í 2-0 sigri á Cagliari í gær. Með sigrinum tryggði Napoli sér ítalska meistaratitilinn í annað sinn á þremur árum og fjórða sinn alls. McTominay skoraði tólf mörk í ítölsku úrvalsdeildinni og var valinn verðmætasti leikmaður hennar. „Mér er orða vant. Þetta er ótrúlegt, fórnirnar sem allir leikmennirnir í hópnum hafa fært fyrir málstaðinn. Fólkið á þetta skilið því það hefur stutt við bakið á okkur frá fyrsta degi og það er draumur fyrir mig að koma hingað og upplifa þetta,“ sagði McTominay eftir leikinn í gær. Á meðan McTominay hefur gengið allt í haginn í Napoli og er orðin sannkölluð hetja í augum borgarbúa gengur ekkert hjá gamla liðinu hans. United tapaði fyrir Tottenham, 1-0, í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á miðvikudaginn og er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Napoli greiddi United aðeins 25,7 milljónir punda fyrir McTominay sem hafði leikið allan sinn feril með Manchester-liðinu, alls 255 leiki. McTominay skoraði tíu mörk fyrir United á síðasta tímabili en þá varð liðið bikarmeistari.
Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira