Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. maí 2025 15:12 Varðturnarnir eru bæði við Hallgrímskirkju og á Skólavörðustíg. Vísir/Lýður Valberg Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur komið upp varðturnum með eftirlitsmyndavélum við Hallgrímskirkju og á Skólavörðustíg til að sporna gegn aukinni tíðni vasaþjófnaðar. Skiptar skoðanir eru milli íbúa miðborgarinnar á turnunum, sem þykja ljótir þrátt fyrir að gegna göfugum tilgangi. Turnunum var komið upp í gær og eru að sögn Guðmundar Péturs Guðmundssonar lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrsta skrefið í aðgerðum lögreglu gegn vasaþjófnaði. „Það er töluvert mikið um vasaþjófnaði í og við Hallgrímskirkju og niður Skólavörðustíg, sérstaklega við regnbogahlutann. Alls staðar þar sem fólk hópast saman í myndatöku og myndast mannþröng, þar eru oft vasaþjófar á kreiki, klókir.“ Guðmundur Pétur segir að vandað hafi verið til verka í tengslum við staðsetningu turnanna. Vísir/Lýður Umræða um varðturnana tvo hefur skapast á íbúasíðu miðborgarinnar á Facebook. Þar hafa meðlimir getið sér til um að vasaþjófnaður sé ástæða þessa. Mörgum þykir þetta tímabært skref en einhverjum þykir þetta sjónmengun. Barði Guðmundsson leiðsögumaður og íbúi í miðborginni er einn af þeim. Hann rak augun í turnana í gær þegar hann var með ferðamenn í leiðsöguferð um borgina og lýsir þeim sem skrímslum. „Ég var rosalega hissa að sjá þetta. Þetta er svo forljótt og stingur í stúf,“ segir Barði í samtali við fréttastofu. Guðmundur Pétur segir turnana tímabundið úrræði og að sumrinu lokni komi í ljós hvort þeir hafi þau fælandi áhrif sem þeim er ætlað að hafa. Guðmundur Pétur Guðmundsson er lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Einar „Við fórum vel yfir þetta og pössuðum að hafa þetta ekki fyrir þessum helstu myndrænu stöðum, aðeins til hliðar þannig að þetta er ekki í beinni sjónlínu,“ segir Guðmundur. Vandað hafi verið til verka varðandi staðsetningu. Guðmundur ítrekar að turnarnir séu til þess gerðir að hafa fælandi áhrif á vasaþjófa, vera hjálpartæki við að upplýsa eftir afbrot og efla öryggiskennd. Lögreglumál Ferðaþjónusta Reykjavík Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Turnunum var komið upp í gær og eru að sögn Guðmundar Péturs Guðmundssonar lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrsta skrefið í aðgerðum lögreglu gegn vasaþjófnaði. „Það er töluvert mikið um vasaþjófnaði í og við Hallgrímskirkju og niður Skólavörðustíg, sérstaklega við regnbogahlutann. Alls staðar þar sem fólk hópast saman í myndatöku og myndast mannþröng, þar eru oft vasaþjófar á kreiki, klókir.“ Guðmundur Pétur segir að vandað hafi verið til verka í tengslum við staðsetningu turnanna. Vísir/Lýður Umræða um varðturnana tvo hefur skapast á íbúasíðu miðborgarinnar á Facebook. Þar hafa meðlimir getið sér til um að vasaþjófnaður sé ástæða þessa. Mörgum þykir þetta tímabært skref en einhverjum þykir þetta sjónmengun. Barði Guðmundsson leiðsögumaður og íbúi í miðborginni er einn af þeim. Hann rak augun í turnana í gær þegar hann var með ferðamenn í leiðsöguferð um borgina og lýsir þeim sem skrímslum. „Ég var rosalega hissa að sjá þetta. Þetta er svo forljótt og stingur í stúf,“ segir Barði í samtali við fréttastofu. Guðmundur Pétur segir turnana tímabundið úrræði og að sumrinu lokni komi í ljós hvort þeir hafi þau fælandi áhrif sem þeim er ætlað að hafa. Guðmundur Pétur Guðmundsson er lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Einar „Við fórum vel yfir þetta og pössuðum að hafa þetta ekki fyrir þessum helstu myndrænu stöðum, aðeins til hliðar þannig að þetta er ekki í beinni sjónlínu,“ segir Guðmundur. Vandað hafi verið til verka varðandi staðsetningu. Guðmundur ítrekar að turnarnir séu til þess gerðir að hafa fælandi áhrif á vasaþjófa, vera hjálpartæki við að upplýsa eftir afbrot og efla öryggiskennd.
Lögreglumál Ferðaþjónusta Reykjavík Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira