Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. maí 2025 18:17 Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista, hefur verið sakaður um hallarbyltingu á aðalfundi flokksins í dag. Vísir Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista og leiðtogi hóps sem tók við stjórn á aðalfundi flokksins í dag segir bjarta tíma framundan hjá flokknum. Hann vísar ásökunum um smölun og andlýðræðisleg vinnubrögð til föðurhúsana og raunar aftur til sendenda en hann vill meina að fráfarandi stjórn hafi gert sig brottræka fyrir akkúrat þær sakir. Segja má að ólga hafi ríkt í Sósíalistaflokknum að undanförnu sem náði hámarki þegar fyrrnefndur Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista, sagði sig úr kosningastjórn og vændi Gunnar Smára, fráfarandi formann framkvæmdastjórnar flokksins um ofríki og andlegt ofbeldi. Í dag fór fram aðalfundur flokksins þar sem kosið var í allar stjórnir og embætti innan flokksins. Niðurstöður kosninganna hafa vakið misjafn viðbrögð, úlfúð réttu nafni, en margir félagar hafa borið Karli Héðni og fylgisveinum hans á brýn að hafa skipað stórum hópi fundargesta fyrir um hvernig þeir ættu að kjósa. Það hafi hann meðal annars gert með því að dreifa plaggi á samfélagsmiðlum sem sjá má hér að neðan þar sem ítarlegar leiðbeiningar má finna um hvernig eigi að kjósa „til að kjósa breytingar.“ Aðsend Sanna Magdalena var kjörinn pólitískur leiðtogi flokksins en fylking hennar, sem var hliðholl Gunnari Smára, hlaut ekki brautargengi. Meðal þeirra sem lýst hafa óánægju sinni með niðurstöður aðalfundarins eru séra Davíð Þór Jónsson, sem skipaði fyrsta sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum síðustu. Hann kallar gjörning Karls Héðins og félaga „skrípaleik undir yfirskrift lýðræðis.“ Þá hafa María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp, sem einnig vermdi sæti á framboðslista flokksins, og Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, sagt sig úr flokknum. Liður í „grasrótarendurreisn“ flokksins Karl Héðinn vísar þessu öllu á bug og segir ferska vinda nú blása um flokkinn. „Við vorum ekki að smala einhverju nýju fólki sem er ekki í flokknum í flokkinn. Það sést í félagatalinu að nýskráningar í flokkinn vikuna fyrir aðalfund er aðallega frá fólki sem er nærtengdara Gunnari Smára frekar en okkur nokkurn tímann,“ segir hann í samtali við fréttastofu. „Við erum bara mjög spennt fyrir framhaldinu. Við viljum sameina alla sem við getum, fá alla að borði og vera fyrirmynd í lýðræðislegum vinnubrögðum þar sem valdið kemur að neðan,“ segir Karl Héðinn. Hann segir uppnámið á aðalfundinum vera lið í svokallaðri grasrótarendurreisn flokksins sem fráfarandi stjórn hafi staðið í vegi fyrir með andlýðræðislegum hætti. „Við erum hópur innan flokksins sem höfum verið mjög virk í síðustu alþingiskosningum, í virkri grasrót, höfum verið í stjórnum flokksins. Ungliðadeildin öll er með nýjum stjórnarmönnum, kusu nýju stjórnarmennina. Við erum að boða nýja tíð í flokknum. Við viljum dreifa valdi út um allt land,“ segir Karl Héðinn. Fyrirmælin nauðsynleg vegna fjölda framboða Varðandi plaggið fyrrnefnda og smölunarsakirnar ber hann fyrir sig að fjöldi sæta í stjórnum sé einfaldlega þvílíkur að ómögulegt væri að vita hver tilheyrði hvaða fylkingu fyrir óbreyttan flokksfélaga nema að fá einhvers konar leiðbeiningar. „Það eru svo ótrúlega mörg nöfn sem voru í framboði í allar stjórnir og við erum með ótrúlega margar stjórnir. Við vitum að félagar okkar margir hverjir vissu ekki hvaða nöfn þeir áttu að kjósa til að kjósa breytingar,“ segir Karl Héðinn. Við taki breyttir tímar fyrir flokkinn. Til stendur að fara í gagngera endurskipulagningu á lögum flokksins og stunda þá vinnu fram að næsta aðalfundi. Hann segir spennandi sumar framundan. „Ég þakka félögum okkar traustið og nú er það okkar stjórnarmannanna að sanna að ásetningur okkar er að valdefla félagsmenn, dreifa valdi og stórbæta vinnubrögð,“ segir Karl Héðinn Kristjánsson. Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Segja má að ólga hafi ríkt í Sósíalistaflokknum að undanförnu sem náði hámarki þegar fyrrnefndur Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista, sagði sig úr kosningastjórn og vændi Gunnar Smára, fráfarandi formann framkvæmdastjórnar flokksins um ofríki og andlegt ofbeldi. Í dag fór fram aðalfundur flokksins þar sem kosið var í allar stjórnir og embætti innan flokksins. Niðurstöður kosninganna hafa vakið misjafn viðbrögð, úlfúð réttu nafni, en margir félagar hafa borið Karli Héðni og fylgisveinum hans á brýn að hafa skipað stórum hópi fundargesta fyrir um hvernig þeir ættu að kjósa. Það hafi hann meðal annars gert með því að dreifa plaggi á samfélagsmiðlum sem sjá má hér að neðan þar sem ítarlegar leiðbeiningar má finna um hvernig eigi að kjósa „til að kjósa breytingar.“ Aðsend Sanna Magdalena var kjörinn pólitískur leiðtogi flokksins en fylking hennar, sem var hliðholl Gunnari Smára, hlaut ekki brautargengi. Meðal þeirra sem lýst hafa óánægju sinni með niðurstöður aðalfundarins eru séra Davíð Þór Jónsson, sem skipaði fyrsta sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum síðustu. Hann kallar gjörning Karls Héðins og félaga „skrípaleik undir yfirskrift lýðræðis.“ Þá hafa María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp, sem einnig vermdi sæti á framboðslista flokksins, og Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, sagt sig úr flokknum. Liður í „grasrótarendurreisn“ flokksins Karl Héðinn vísar þessu öllu á bug og segir ferska vinda nú blása um flokkinn. „Við vorum ekki að smala einhverju nýju fólki sem er ekki í flokknum í flokkinn. Það sést í félagatalinu að nýskráningar í flokkinn vikuna fyrir aðalfund er aðallega frá fólki sem er nærtengdara Gunnari Smára frekar en okkur nokkurn tímann,“ segir hann í samtali við fréttastofu. „Við erum bara mjög spennt fyrir framhaldinu. Við viljum sameina alla sem við getum, fá alla að borði og vera fyrirmynd í lýðræðislegum vinnubrögðum þar sem valdið kemur að neðan,“ segir Karl Héðinn. Hann segir uppnámið á aðalfundinum vera lið í svokallaðri grasrótarendurreisn flokksins sem fráfarandi stjórn hafi staðið í vegi fyrir með andlýðræðislegum hætti. „Við erum hópur innan flokksins sem höfum verið mjög virk í síðustu alþingiskosningum, í virkri grasrót, höfum verið í stjórnum flokksins. Ungliðadeildin öll er með nýjum stjórnarmönnum, kusu nýju stjórnarmennina. Við erum að boða nýja tíð í flokknum. Við viljum dreifa valdi út um allt land,“ segir Karl Héðinn. Fyrirmælin nauðsynleg vegna fjölda framboða Varðandi plaggið fyrrnefnda og smölunarsakirnar ber hann fyrir sig að fjöldi sæta í stjórnum sé einfaldlega þvílíkur að ómögulegt væri að vita hver tilheyrði hvaða fylkingu fyrir óbreyttan flokksfélaga nema að fá einhvers konar leiðbeiningar. „Það eru svo ótrúlega mörg nöfn sem voru í framboði í allar stjórnir og við erum með ótrúlega margar stjórnir. Við vitum að félagar okkar margir hverjir vissu ekki hvaða nöfn þeir áttu að kjósa til að kjósa breytingar,“ segir Karl Héðinn. Við taki breyttir tímar fyrir flokkinn. Til stendur að fara í gagngera endurskipulagningu á lögum flokksins og stunda þá vinnu fram að næsta aðalfundi. Hann segir spennandi sumar framundan. „Ég þakka félögum okkar traustið og nú er það okkar stjórnarmannanna að sanna að ásetningur okkar er að valdefla félagsmenn, dreifa valdi og stórbæta vinnubrögð,“ segir Karl Héðinn Kristjánsson.
Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira