Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar 24. maí 2025 23:44 Undanfarið hefur verið fjallað um fyrirhugaðar lokanir og girðingar í Heiðmörk, einu vinsælasta útivistarsvæði landsins. Nú er áformað að reisa 2,5 metra háa girðingu utan um 34 hektara svæði nærri Myllulækjartjörn og loka vinsælum gönguleiðum eins og Ríkisstíg frá Elliðavatni. Þetta á að gerast nú í sumar. Samkvæmt stefnu Veitna er einnig stefnt að því að loka öllu grannsvæði vatnsverndar fyrir almennri bílaumferð. Grannsvæði vatnsverndar nær yfir stærstan hluta Heiðmerkur. Bílastæði við vinsæla og rótgróna áningarstaði eins og Þjóðhátíðarlund, Elliðavatn og fjölskyldusvæðið í Furulundi gætu horfið — og bílastæði færst út að Suðurlandsvegi, t.d. við Rauðhóla eða Búrfellsgjá. Fólk þyrfti þá að ganga 3-4 kílómetra til að komast í skóglendið. Heiðmörk spannar um 32 ferkílómetra – svæði sem er álíka stórt og öll íbúðahverfi Reykjavíkur samanlagt. Þetta gróskumikla svæði er bakgarður borgarinnar og hefur gegnt lykilhlutverki fyrir náttúruupplifun og lýðheilsu borgarbúa í áratugi. Heiðmörk fagnar 75 ára afmæli í ár. Frá upphafi hefur svæðið verið byggt upp af sjálfboðaliðum og hugsjónafólki sem vildi búa til skjólbelti og útivistarparadís fyrir komandi kynslóðir. Þegar Hákon Bjarnason skógræktarstjóri vígði Heiðmörk árið 1950 lét hann í ljós eftirfarandi óskir: „Megni þetta landsvæði að verða höfuðborginni til sóma og sem flestum til gleði og blessunar, þar sem menn geti fundið frið í sál og líkama.“ Í ljósi umræðunnar lét Skógræktarfélag Reykjavíkur vinna ítarlega skýrslu hjá ÍSOR um áhrif skógræktar og útivistar á vatnsvernd. Niðurstöðurnar eru skýrar:Skógrækt styrkir jarðveg, dregur úr yfirborðsrennsli og síar úrkomu. Ekkert bendir til þess að skógrækt eða núverandi útivist hafi neikvæð áhrif á vatnsgæði. ÍSOR hvetur einnig til þess að vatnstaka verði færð ofar í strauminn og ofar í landslagið, þangað sem minni hætta er á yfirborðsmengun. Núverandi staðsetning neðra brunnsvæðis veldur því að vatnið þarf að fara í gegnum geislun vegna hugsanlegrar jarðvegsgerlamengunar. Tilfærsla gæti gert vatnsbólið öruggara, gert geislun óþarfa og minnkað hættu af ýmsum áhættuþáttum svo sem þeim 20 þúsund bílum sem aka daglega um Suðurlandsveg, iðnaðarhverfi sem til stendur að reisa í Hólmsheiði, íbúðabyggð í Gunnarshólma og háspennulínum sem liggja um svæðið. Orkuveita Reykjavíkur, sem er landeigandi að Elliðavatnsjörðinni og víðar í Heiðmörk, hefur markað sér stefnu um hvað sé heimilt á svæðinu. Einungis sé æskilegt að þar sé starfsemi sem stuðli að vatnsvernd eða flokkist sem almenn útivist. Listaverk sem gengur út á að vera einn í skóginum þykir ekki falla þar undir. Né heldur hjólreiðakeppni barna. Það sem nú blasir við er skerðing á aðgengi almennings að náttúru í nafni vatnsverndar – án þess að sýnt hafi verið fram á að útivist eða starfsemi á svæðinu hafi valdið tjóni. Þetta kallar á umræðu um meðalhóf, almannarétt og rétt borgarbúa til að njóta þess útivistarsvæðis sem þau hafa sjálf hjálpað til við að móta. Skógræktarfélag Reykjavíkur, í samstarfi við Landvernd og Ferðafélag Íslands, býður almenningi að ganga með sér um svæðið sem fyrirhugað er að girða, mánudaginn 26. maí. Gangan hefst kl. 18:00 við Elliðavatnsbæinn og stendur í um tvo tíma. Einnig stendur félagið fyrir opnu málþingi um framtíð Heiðmerkur, miðvikudaginn 28. maí næstkomandi, klukkarn 17-19 í Norræna húsinu. Við hvetjum alla sem vilja standa vörð um útivist, aðgengi og náttúruvernd til að mæta og láta rödd sína heyrast, í anda þeirrar óskar sem sett var fram við vígslu Heiðmerkur: „Að svæðið megi verða sem flestum til gleði og blessunar, þar sem menn geti fundið frið í sál og líkama.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Vatn Heiðmörk Vatnsvernd í Heiðmörk Vatnsból Mest lesið Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið fjallað um fyrirhugaðar lokanir og girðingar í Heiðmörk, einu vinsælasta útivistarsvæði landsins. Nú er áformað að reisa 2,5 metra háa girðingu utan um 34 hektara svæði nærri Myllulækjartjörn og loka vinsælum gönguleiðum eins og Ríkisstíg frá Elliðavatni. Þetta á að gerast nú í sumar. Samkvæmt stefnu Veitna er einnig stefnt að því að loka öllu grannsvæði vatnsverndar fyrir almennri bílaumferð. Grannsvæði vatnsverndar nær yfir stærstan hluta Heiðmerkur. Bílastæði við vinsæla og rótgróna áningarstaði eins og Þjóðhátíðarlund, Elliðavatn og fjölskyldusvæðið í Furulundi gætu horfið — og bílastæði færst út að Suðurlandsvegi, t.d. við Rauðhóla eða Búrfellsgjá. Fólk þyrfti þá að ganga 3-4 kílómetra til að komast í skóglendið. Heiðmörk spannar um 32 ferkílómetra – svæði sem er álíka stórt og öll íbúðahverfi Reykjavíkur samanlagt. Þetta gróskumikla svæði er bakgarður borgarinnar og hefur gegnt lykilhlutverki fyrir náttúruupplifun og lýðheilsu borgarbúa í áratugi. Heiðmörk fagnar 75 ára afmæli í ár. Frá upphafi hefur svæðið verið byggt upp af sjálfboðaliðum og hugsjónafólki sem vildi búa til skjólbelti og útivistarparadís fyrir komandi kynslóðir. Þegar Hákon Bjarnason skógræktarstjóri vígði Heiðmörk árið 1950 lét hann í ljós eftirfarandi óskir: „Megni þetta landsvæði að verða höfuðborginni til sóma og sem flestum til gleði og blessunar, þar sem menn geti fundið frið í sál og líkama.“ Í ljósi umræðunnar lét Skógræktarfélag Reykjavíkur vinna ítarlega skýrslu hjá ÍSOR um áhrif skógræktar og útivistar á vatnsvernd. Niðurstöðurnar eru skýrar:Skógrækt styrkir jarðveg, dregur úr yfirborðsrennsli og síar úrkomu. Ekkert bendir til þess að skógrækt eða núverandi útivist hafi neikvæð áhrif á vatnsgæði. ÍSOR hvetur einnig til þess að vatnstaka verði færð ofar í strauminn og ofar í landslagið, þangað sem minni hætta er á yfirborðsmengun. Núverandi staðsetning neðra brunnsvæðis veldur því að vatnið þarf að fara í gegnum geislun vegna hugsanlegrar jarðvegsgerlamengunar. Tilfærsla gæti gert vatnsbólið öruggara, gert geislun óþarfa og minnkað hættu af ýmsum áhættuþáttum svo sem þeim 20 þúsund bílum sem aka daglega um Suðurlandsveg, iðnaðarhverfi sem til stendur að reisa í Hólmsheiði, íbúðabyggð í Gunnarshólma og háspennulínum sem liggja um svæðið. Orkuveita Reykjavíkur, sem er landeigandi að Elliðavatnsjörðinni og víðar í Heiðmörk, hefur markað sér stefnu um hvað sé heimilt á svæðinu. Einungis sé æskilegt að þar sé starfsemi sem stuðli að vatnsvernd eða flokkist sem almenn útivist. Listaverk sem gengur út á að vera einn í skóginum þykir ekki falla þar undir. Né heldur hjólreiðakeppni barna. Það sem nú blasir við er skerðing á aðgengi almennings að náttúru í nafni vatnsverndar – án þess að sýnt hafi verið fram á að útivist eða starfsemi á svæðinu hafi valdið tjóni. Þetta kallar á umræðu um meðalhóf, almannarétt og rétt borgarbúa til að njóta þess útivistarsvæðis sem þau hafa sjálf hjálpað til við að móta. Skógræktarfélag Reykjavíkur, í samstarfi við Landvernd og Ferðafélag Íslands, býður almenningi að ganga með sér um svæðið sem fyrirhugað er að girða, mánudaginn 26. maí. Gangan hefst kl. 18:00 við Elliðavatnsbæinn og stendur í um tvo tíma. Einnig stendur félagið fyrir opnu málþingi um framtíð Heiðmerkur, miðvikudaginn 28. maí næstkomandi, klukkarn 17-19 í Norræna húsinu. Við hvetjum alla sem vilja standa vörð um útivist, aðgengi og náttúruvernd til að mæta og láta rödd sína heyrast, í anda þeirrar óskar sem sett var fram við vígslu Heiðmerkur: „Að svæðið megi verða sem flestum til gleði og blessunar, þar sem menn geti fundið frið í sál og líkama.“
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun