Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Samúel Karl Ólason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 26. maí 2025 14:28 Kristrún Frostadóttir og aðrir leiðtogar Norðurlanda. Forsætisráðuneyti Finnlands/Lauri Heikkinen Forsætisráðherrar Norðurlandanna, auk leiðtoga Álandseyja, Færeyja Grænlands, komu saman í Finnlandi i dag. Þar var farið yfir öryggis- og varnarmál á Norðurlöndum, málefni Grænlands og ásælni forseta Bandaríkjanna í eyjuna, efnahagsmál auk ýmissa annarra mála. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir öll Norðurlönd standa frammi fyrir ákveðnum áskorunum, eins og öryggis- og vandamálum og sömuleiðis samfélagslegum áskorunum. Sömuleiðis hafi verið að ræða samkeppnishæfni en fulltrúar atvinnulífsins á Norðurlöndum tóku þátt í fundinum. „Það liggur alveg fyrir að margt sem þarf að gera, til dæmis í öryggis- og varnarmálum hefur tvíhliða notkun. Þetta snýst ekki bara um beinharðar varnir heldur líka hvernig við styrkjum áfallaþol samfélagsins, vegi og hafnir og flugvelli getum við notað í varnartengdum tilgangi,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. Kristrún segir atvinnulífið geta átt aðkomu þar en sömuleiðis hvað varðar það að auka öryggisvitund í samfélaginu og það geri Íslendingum betur kleift að takast á við stórar ákvarðanir. Talið er að á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í sumar verði lagt til að fjárútlát til varnarmála hjá aðildarríkjum verði 3,5 prósent fyrir árið 2032. Við það eigi svo að bætast 1,5 prósent þar sem hægt verði að telja innviðafjárfestingar með. Sjá einnig: Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Úkraína var einnig til tals á fundinum og þar á meðal árásir Rússa á ríkið yfir helgina og ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um Vladimír Pútin, kollega hans í Rússlandi. Kristún segir leiðtogana líta það jákvæðum augum að Trump átti sig á því að Pútín sé ekki allur sem séður. Sjá einnig: Mestu árásirnar hingað til, aftur „Þetta er það sem þessi hópur landi hefur lengi haldið fram. Að honum sé ekki treystandi og það þurfti að tryggja aðkomu fleiri aðila að samningaborðinu til þess að koma honum líka niður í sætið.“ Hún sagði leiðtogana vona að ummæli Trumps gefi til kynna að von sé á frekari viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi frá Bandaríkjunum. „Það fyrst færi að hafa veruleg áhrif.“ Náin tengsl ekki sjálfgefin Eftir fund þeirra var haldinn blaðamannafundur þar sem farið var yfir það sem rætt var um. Þar tóku allir leiðtogarnir til máls og kom í ljós að innrás Rússa í Úkraínu og ógnin sem stafar af Rússlandi, og auknar fjárveitingar til varnarmála, var mikið rædd á fundinum. Þegar Kristrún tók fyrst til máls sagði hún mikilvægt að hafa í huga að náin tengsl Norðurlandanna væru merkileg. Það væri alls ekki sjálfsagður hlutur og að þessar þjóðir hefðu sameiginleg gildi sem þau þyrftu að standa vörð um. Hún sagði heiminn vera að breytast og þessi samstaða og sameiginlegu gildi skipti mál. Vísaði hún til þeirrar öryggisógnar sem rædd hefði verið á fundinum og sagði að sannfæra þyrfti þjóðir Norðurlanda um það af hverju öryggis- og varnarmál skiptu máli. „Ég get sagt það, komandi frá Íslandi, að það er mjög mikilvægt fyrir okkur að geta litið til nágranna okkar og sagt: „Þetta er það sem norrænir félagar okkar eru að gera“.“ Hún tók málefni Grænlands sem dæmi. Ísland væri nágranni Grænlands og smáríki. Það væri Íslendingum mjög mikilvægt að Norðurlöndin stæðu saman vörð um alþjóðalög. Áhugasamir geta horft á fundinn hér á vef Forsætisráðuneytis Finnlands. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Norðurslóðir Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Grænland Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir öll Norðurlönd standa frammi fyrir ákveðnum áskorunum, eins og öryggis- og vandamálum og sömuleiðis samfélagslegum áskorunum. Sömuleiðis hafi verið að ræða samkeppnishæfni en fulltrúar atvinnulífsins á Norðurlöndum tóku þátt í fundinum. „Það liggur alveg fyrir að margt sem þarf að gera, til dæmis í öryggis- og varnarmálum hefur tvíhliða notkun. Þetta snýst ekki bara um beinharðar varnir heldur líka hvernig við styrkjum áfallaþol samfélagsins, vegi og hafnir og flugvelli getum við notað í varnartengdum tilgangi,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. Kristrún segir atvinnulífið geta átt aðkomu þar en sömuleiðis hvað varðar það að auka öryggisvitund í samfélaginu og það geri Íslendingum betur kleift að takast á við stórar ákvarðanir. Talið er að á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í sumar verði lagt til að fjárútlát til varnarmála hjá aðildarríkjum verði 3,5 prósent fyrir árið 2032. Við það eigi svo að bætast 1,5 prósent þar sem hægt verði að telja innviðafjárfestingar með. Sjá einnig: Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Úkraína var einnig til tals á fundinum og þar á meðal árásir Rússa á ríkið yfir helgina og ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um Vladimír Pútin, kollega hans í Rússlandi. Kristún segir leiðtogana líta það jákvæðum augum að Trump átti sig á því að Pútín sé ekki allur sem séður. Sjá einnig: Mestu árásirnar hingað til, aftur „Þetta er það sem þessi hópur landi hefur lengi haldið fram. Að honum sé ekki treystandi og það þurfti að tryggja aðkomu fleiri aðila að samningaborðinu til þess að koma honum líka niður í sætið.“ Hún sagði leiðtogana vona að ummæli Trumps gefi til kynna að von sé á frekari viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi frá Bandaríkjunum. „Það fyrst færi að hafa veruleg áhrif.“ Náin tengsl ekki sjálfgefin Eftir fund þeirra var haldinn blaðamannafundur þar sem farið var yfir það sem rætt var um. Þar tóku allir leiðtogarnir til máls og kom í ljós að innrás Rússa í Úkraínu og ógnin sem stafar af Rússlandi, og auknar fjárveitingar til varnarmála, var mikið rædd á fundinum. Þegar Kristrún tók fyrst til máls sagði hún mikilvægt að hafa í huga að náin tengsl Norðurlandanna væru merkileg. Það væri alls ekki sjálfsagður hlutur og að þessar þjóðir hefðu sameiginleg gildi sem þau þyrftu að standa vörð um. Hún sagði heiminn vera að breytast og þessi samstaða og sameiginlegu gildi skipti mál. Vísaði hún til þeirrar öryggisógnar sem rædd hefði verið á fundinum og sagði að sannfæra þyrfti þjóðir Norðurlanda um það af hverju öryggis- og varnarmál skiptu máli. „Ég get sagt það, komandi frá Íslandi, að það er mjög mikilvægt fyrir okkur að geta litið til nágranna okkar og sagt: „Þetta er það sem norrænir félagar okkar eru að gera“.“ Hún tók málefni Grænlands sem dæmi. Ísland væri nágranni Grænlands og smáríki. Það væri Íslendingum mjög mikilvægt að Norðurlöndin stæðu saman vörð um alþjóðalög. Áhugasamir geta horft á fundinn hér á vef Forsætisráðuneytis Finnlands.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Norðurslóðir Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Grænland Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira