Viðskipti erlent

Vol­vo segir upp þrjú þúsund manns

Kjartan Kjartansson skrifar
Um tvö þúsund manns missa vinnuna hjá Volvo Cars í Svíþjóð.
Um tvö þúsund manns missa vinnuna hjá Volvo Cars í Svíþjóð. AP/Alan Diaz

Efnahagsleg óvissa og spenna í heimsviðskiptum er sögð ástæða þess að bílaframleiðandinn Volvo ákvað að segja upp um þrjú þúsund starfsmönnum í sparnaðarskyni í dag. Að minnsta kosti 1.200 störf tapast í Svíþjóð.

Bílaframleiðendur víða um heim glíma nú við erfiðar ytri aðstæður, meðal annars hækkandi hráefnisverðs og verndartölla Bandaríkjastjórnar á innflutta bíla og stál.

Håkan Samuelsson, forseti og forstjóri Volvo Cars, sagði ákvörðinuna um að segja upp starfsfólkinu erfiaða en hún væri mikilvæg til þess að efla viðnámsþol fyrirtækisins.

„Bílaiðnaðurinn er í miðju krefjandi tímabili. Til þess að taka á þessu verðum við að auka tekjuflæði og draga kerfisbundið úr kostnaði,“ sagði Samuelsson.

Flestir þeirra sem missa vinnuna eru í skrifstofustörfum. Auk þeirra 1.200 starfsmanna Volvo Cars í Svíþjóð sem voru reknir hefur um þúsund ráðgjöfum verið sagt upp störfum. Flestir þeirra eru í Svíþjóð, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar.

Volvo Cars er í eigu kínverska fyrirtækisins Geely sem er með um 42.600 starfsmenn. Höfuðstöðvar Volvo eru í Gautaborg en fyrirtækið framleiðir bíla sína í Belgíu, Bandaríkjunum og Kína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×