Erfiðast að læra íslenskuna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. maí 2025 15:16 Ngan Kieu Tran, Dana Zaher El Deen og Diana Al Barouki. Vísir/Sigurjón Þrjár stelpur sem allar fengu verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í Fjölbrautarskólanum í Ármúla og eru nýbúnar að læra íslensku stefna allar á nám við sama háskólann. Þær segja vináttuna hafa gefið sér margt og segjast stoltar af því að tala íslensku. Vinkonurnar Ngan, Dana og Diana töluðu varla stakt orð í íslensku fyrir þremur árum þegar þær fluttu hingað til lands en hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma og útskrifuðust á dögunum með hæstu einkunn. Allar hlutu þær því verðlaun fyrir námsárangur en Ngan er frá Víetnam en þær Diana og Dana eru báðar frá Sweida í Sýrlandi þaðan sem þær flúðu vegna stríðsástands. Þær kynntust í Fjölbrautaskólanum í Ármúla og segja að það að læra íslensku frá grunni hafi verið það erfiðasta við námið. „Fyrst þá var íslenskan erfið fyrir okkur en við lærðum mjög mikið og reyndum að tala miki við aðra á íslensku. Við tölum íslensku núna en það var líka erfitt að læra í öðrum fögum. Við þurfum að þýða til að muna hvað orðin á íslensku eru. Já við þurfum að þýða, skilja textann, hvað þessi texti er um og svo lesa það á íslensku til að læra meiri íslensku, svo það tók mjög mikinn tíma.“ Hjálpa nú öðrum við íslenskunám Íslenska og spænska voru í uppáhaldi hjá Diönu og Dönu en stærðfræðin í uppáhaldi hjá Ngan. Þær segjast hafa eytt miklum tíma saman í að læra og hjálpa hvor annarri og svo stefna þær allar á nám við Háskólann í Reykjavík í haust en þó ekki sama námið. „Þegar ég var að sækja um nám, þá sá ég heilbrigðisverkfræði og ég held að það sé fyrir mig,“ segir Ngan. Dana segist ætla í lögfræði en Diana í tölvunarfræði. Þær segjast stoltar af því að tala íslensku og hjálpa öðrum nú að læra málið í tungumálaskóla. „Þetta er spennandi af því við búum hér og þurfum að tala íslensku, þetta er eins og annað heimili fyrir okkur. Já við viljum vera hér á Íslandi alltaf, við elskum Ísland og Íslendinga og viljum auðvitað tala við þau á íslensku en ekki á öðru tungumáli.“ Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Innflytjendamál Íslensk tunga Dúxar Tengdar fréttir Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Ngan Kieu Tran, Dana Zaher og Diana Al Barouki útskrifuðust úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla í gær og fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa flutt til Íslands árið 2022 og hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma. 24. maí 2025 11:35 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Sjá meira
Vinkonurnar Ngan, Dana og Diana töluðu varla stakt orð í íslensku fyrir þremur árum þegar þær fluttu hingað til lands en hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma og útskrifuðust á dögunum með hæstu einkunn. Allar hlutu þær því verðlaun fyrir námsárangur en Ngan er frá Víetnam en þær Diana og Dana eru báðar frá Sweida í Sýrlandi þaðan sem þær flúðu vegna stríðsástands. Þær kynntust í Fjölbrautaskólanum í Ármúla og segja að það að læra íslensku frá grunni hafi verið það erfiðasta við námið. „Fyrst þá var íslenskan erfið fyrir okkur en við lærðum mjög mikið og reyndum að tala miki við aðra á íslensku. Við tölum íslensku núna en það var líka erfitt að læra í öðrum fögum. Við þurfum að þýða til að muna hvað orðin á íslensku eru. Já við þurfum að þýða, skilja textann, hvað þessi texti er um og svo lesa það á íslensku til að læra meiri íslensku, svo það tók mjög mikinn tíma.“ Hjálpa nú öðrum við íslenskunám Íslenska og spænska voru í uppáhaldi hjá Diönu og Dönu en stærðfræðin í uppáhaldi hjá Ngan. Þær segjast hafa eytt miklum tíma saman í að læra og hjálpa hvor annarri og svo stefna þær allar á nám við Háskólann í Reykjavík í haust en þó ekki sama námið. „Þegar ég var að sækja um nám, þá sá ég heilbrigðisverkfræði og ég held að það sé fyrir mig,“ segir Ngan. Dana segist ætla í lögfræði en Diana í tölvunarfræði. Þær segjast stoltar af því að tala íslensku og hjálpa öðrum nú að læra málið í tungumálaskóla. „Þetta er spennandi af því við búum hér og þurfum að tala íslensku, þetta er eins og annað heimili fyrir okkur. Já við viljum vera hér á Íslandi alltaf, við elskum Ísland og Íslendinga og viljum auðvitað tala við þau á íslensku en ekki á öðru tungumáli.“
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Innflytjendamál Íslensk tunga Dúxar Tengdar fréttir Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Ngan Kieu Tran, Dana Zaher og Diana Al Barouki útskrifuðust úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla í gær og fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa flutt til Íslands árið 2022 og hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma. 24. maí 2025 11:35 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Sjá meira
Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Ngan Kieu Tran, Dana Zaher og Diana Al Barouki útskrifuðust úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla í gær og fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa flutt til Íslands árið 2022 og hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma. 24. maí 2025 11:35