Ný forysta stefni í ranga átt Bjarki Sigurðsson skrifar 26. maí 2025 19:31 Sanna Magdalena Mörtudóttir er hætt í innra starfi Sósíalistaflokksins. Vísir/Bjarni Oddviti Sósíalista í borgarstjórn segir nýja forystu flokksins stefna með hann í ranga átt. Hún hefur hætt öllu innra starfi og flokksmenn þurfa að finna sér nýjan leiðtoga. Hiti hefur verið í flokksmönnum Sósíalistaflokksins síðustu vikur og má segja að soðið hafi upp úr á aðalfundi á laugardag. Þar átti ákveðin hallarbylting sér stað og skipt um forystufólk. Fjórfalt fleiri mættu á fundinn en á síðasta aðalfund og fengu einhverjir fundargestir sendar leiðbeiningar um hvernig þeir skyldu greiða atkvæði á fundinum. Formanni framkvæmdastjórnar var steypt af stóli og þeir sem sendu út atkvæðagreiðsluleiðbeiningarnar sakaðir um smölun á fundinn. Þeir hafa vísað þeim ásökunum á bug og sagt ferska vinda nú blása um flokkinn. Þessi átök enda þó með því að Sanna Magdalena Mörtudóttir, vinsælasti borgarfulltrúinn og pólitískur leiðtogi flokksins, hefur ákveðið að hætta í öllu innra starfi flokksins. „Ég upplifði ýmislegt með þeim hætti að verið væri að leggja meiri áherslu á persónulega sigra einstaka félaga en að hugsa um hagsmuni heildarinnar,“ segir Sanna. Fleira við vinnubrögð þeirra sem tóku við stjórn flokksins væri sérstakt. „Og samkvæmt minni upplifun settu þeir sig á móti eðlilegustu hlutum og gera ýmislegt tortryggilegt. Það er ýmislegt sem maður setur spurningarmerki við eftir þennan dag,“ segir Sanna. Sanna mun áfram leiða flokkinn í borgarstjórn, en flokkurinn þarf að velja sér nýjan pólitískan leiðtoga. Útilokarðu að ganga til liðs við annan flokk? „Það er enginn annar flokkur sem ég gæti hugsað mér að starfa fyrir. Ég er sósíalisti,“ segir Sanna. En sýnist þér þessi nýja forysta stefna með flokkinn í ranga átt? „Miðað við það sem ég hef séð, þá segi ég já,“ segir Sanna. Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista og leiðtogi hóps sem tók við stjórn á aðalfundi flokksins í dag segir bjarta tíma framundan hjá flokknum. Hann vísar ásökunum um smölun og andlýðræðisleg vinnubrögð til föðurhúsana og raunar aftur til sendenda en hann vill meina að fráfarandi stjórn hafi gert sig brottræka fyrir akkúrat þær sakir. 24. maí 2025 18:17 Segir Sönnu ekki hafa verið hafnað Sæþór Benjamín Randalsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir flokksmenn hafa kosið breytingar á aðalfundi flokksins um helgina. Ekki hafi verið tekist á um stefnuna heldur hvernig eigi að reka innra starf flokksins. Sæþór fór yfir það sem gerðist í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. maí 2025 08:55 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
Hiti hefur verið í flokksmönnum Sósíalistaflokksins síðustu vikur og má segja að soðið hafi upp úr á aðalfundi á laugardag. Þar átti ákveðin hallarbylting sér stað og skipt um forystufólk. Fjórfalt fleiri mættu á fundinn en á síðasta aðalfund og fengu einhverjir fundargestir sendar leiðbeiningar um hvernig þeir skyldu greiða atkvæði á fundinum. Formanni framkvæmdastjórnar var steypt af stóli og þeir sem sendu út atkvæðagreiðsluleiðbeiningarnar sakaðir um smölun á fundinn. Þeir hafa vísað þeim ásökunum á bug og sagt ferska vinda nú blása um flokkinn. Þessi átök enda þó með því að Sanna Magdalena Mörtudóttir, vinsælasti borgarfulltrúinn og pólitískur leiðtogi flokksins, hefur ákveðið að hætta í öllu innra starfi flokksins. „Ég upplifði ýmislegt með þeim hætti að verið væri að leggja meiri áherslu á persónulega sigra einstaka félaga en að hugsa um hagsmuni heildarinnar,“ segir Sanna. Fleira við vinnubrögð þeirra sem tóku við stjórn flokksins væri sérstakt. „Og samkvæmt minni upplifun settu þeir sig á móti eðlilegustu hlutum og gera ýmislegt tortryggilegt. Það er ýmislegt sem maður setur spurningarmerki við eftir þennan dag,“ segir Sanna. Sanna mun áfram leiða flokkinn í borgarstjórn, en flokkurinn þarf að velja sér nýjan pólitískan leiðtoga. Útilokarðu að ganga til liðs við annan flokk? „Það er enginn annar flokkur sem ég gæti hugsað mér að starfa fyrir. Ég er sósíalisti,“ segir Sanna. En sýnist þér þessi nýja forysta stefna með flokkinn í ranga átt? „Miðað við það sem ég hef séð, þá segi ég já,“ segir Sanna.
Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista og leiðtogi hóps sem tók við stjórn á aðalfundi flokksins í dag segir bjarta tíma framundan hjá flokknum. Hann vísar ásökunum um smölun og andlýðræðisleg vinnubrögð til föðurhúsana og raunar aftur til sendenda en hann vill meina að fráfarandi stjórn hafi gert sig brottræka fyrir akkúrat þær sakir. 24. maí 2025 18:17 Segir Sönnu ekki hafa verið hafnað Sæþór Benjamín Randalsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir flokksmenn hafa kosið breytingar á aðalfundi flokksins um helgina. Ekki hafi verið tekist á um stefnuna heldur hvernig eigi að reka innra starf flokksins. Sæþór fór yfir það sem gerðist í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. maí 2025 08:55 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista og leiðtogi hóps sem tók við stjórn á aðalfundi flokksins í dag segir bjarta tíma framundan hjá flokknum. Hann vísar ásökunum um smölun og andlýðræðisleg vinnubrögð til föðurhúsana og raunar aftur til sendenda en hann vill meina að fráfarandi stjórn hafi gert sig brottræka fyrir akkúrat þær sakir. 24. maí 2025 18:17
Segir Sönnu ekki hafa verið hafnað Sæþór Benjamín Randalsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir flokksmenn hafa kosið breytingar á aðalfundi flokksins um helgina. Ekki hafi verið tekist á um stefnuna heldur hvernig eigi að reka innra starf flokksins. Sæþór fór yfir það sem gerðist í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. maí 2025 08:55