Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar 27. maí 2025 07:00 Á síðustu árum hef ég átt þann heiður að mynda fjölmörg ómetanleg vinatengsl við fólk á flótta. Hvert og eitt þeirra með sína sögu og með ólíkar aðstæður í sínu heimalandi. Öll eiga þau sameiginlegt að hafa neyðst til að yfirgefa heimili sitt, hvort sem að það sé vegna ofsókna, stríðs, ógnarstjórnar eða þjóðarmorðs. Að yfirgefa heimili sitt, án vonar um að geta snúið nokkurn tímann aftur er einhver hræðilegasta tilhugsun sem ég get ímyndað mér. Að yfirgefa æskuslóðir, vini, fjölskyldu og annað sem að þú tengir við það að „vera heima”. Það er einmitt þess vegna sem mér svíður inn að beini þegar ég verð vitni af þeim raunum sem fólk á flótta gengur í gegnum þegar það leitar að öryggi og eðilegu lífi í fjarlægum löndum. Það er með öllu óskiljanlegt að fólk skuli líða fordóma, hatur og ofbeldi fyrir það eitt að þurfa að flýja heimili sín. Ekki nóg með það heldur er fólk á flótta gert að blórabögglum og sakað um að bera ábyrgð á öllu því sem illa gengur. Það er auðvelt að níðast á þeim sem upplifa enga samstöðu í samfélaginu. Ef ekkert heimili er að finna í nýju landi, þá er manneskjan ennþá á flótta. Rökleysan er algjör í þessum málum og það kristallast í máli Oscar Anders Florez Bocanegra sem hefur fundið nýtt heimili á Íslandi, og þá vísa ég ekki einungis til þess að hann eigi heimaland á ný, heldur fjölskyldu. Brottvísun sendir ekki manneskju á flótta heim ef ekkert heimili er að finna í fæðingarlandinu. Ferða- og búsetufrelsi er fyrir okkur öll. Höfundur er frístundaleiðbeinandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hef ég átt þann heiður að mynda fjölmörg ómetanleg vinatengsl við fólk á flótta. Hvert og eitt þeirra með sína sögu og með ólíkar aðstæður í sínu heimalandi. Öll eiga þau sameiginlegt að hafa neyðst til að yfirgefa heimili sitt, hvort sem að það sé vegna ofsókna, stríðs, ógnarstjórnar eða þjóðarmorðs. Að yfirgefa heimili sitt, án vonar um að geta snúið nokkurn tímann aftur er einhver hræðilegasta tilhugsun sem ég get ímyndað mér. Að yfirgefa æskuslóðir, vini, fjölskyldu og annað sem að þú tengir við það að „vera heima”. Það er einmitt þess vegna sem mér svíður inn að beini þegar ég verð vitni af þeim raunum sem fólk á flótta gengur í gegnum þegar það leitar að öryggi og eðilegu lífi í fjarlægum löndum. Það er með öllu óskiljanlegt að fólk skuli líða fordóma, hatur og ofbeldi fyrir það eitt að þurfa að flýja heimili sín. Ekki nóg með það heldur er fólk á flótta gert að blórabögglum og sakað um að bera ábyrgð á öllu því sem illa gengur. Það er auðvelt að níðast á þeim sem upplifa enga samstöðu í samfélaginu. Ef ekkert heimili er að finna í nýju landi, þá er manneskjan ennþá á flótta. Rökleysan er algjör í þessum málum og það kristallast í máli Oscar Anders Florez Bocanegra sem hefur fundið nýtt heimili á Íslandi, og þá vísa ég ekki einungis til þess að hann eigi heimaland á ný, heldur fjölskyldu. Brottvísun sendir ekki manneskju á flótta heim ef ekkert heimili er að finna í fæðingarlandinu. Ferða- og búsetufrelsi er fyrir okkur öll. Höfundur er frístundaleiðbeinandi.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun